Ægir - 01.12.1927, Qupperneq 13
ÆGIR
265
einhverjir geri þá tilraun, að róa á lot't-
kassalausum bát, mun koma að því, að
þeir fái að sjá gallann.
Rekakkeri eru ódýr, og án þeirra má
enginn mótorbátur vera, sist þeir opnu.
Þessum ráðum ættu menn ekki að
stinga undir stól, heldur fara eftir þeim
sem góðum sjómönnum og skynsömum
sæmir.
5. des. 1927.
Svbj. Egil.son.
Fjórðungsþing
Sunnlendingafjórðungs.
Árið 1927 hinn 4. dag nóvembermán-
aðar, var Fjórðungsþing Fiskifélags ís-
lands fyrir Sunnlendingafjórðung sett og
haldið í Kaupþingssalnum í Reykjavík.
Forseti Ágúst Jónsson setti þingið með
nokkrum orðum og óskaði þingmenn
velkomna og óskaði eftir góðri samvinnu
og að það mætti verða að sem mestum
notum.
Mættir voru, auk forseta Ágúst Jóns-
syni, þessir fulltrúar:
Árni Geir Þóroddsson fyrir Keflavík;
Sigui’jón Jónsson fyrir Eyrarbakka;
Bjarni Ólafsson, Sveinbjörn Oddsson og
Eyjólfur Jónsson fyrir Akranes; Gísli
Magnússon og Jón Jónsson í Hlíð fyrir
Vestmannaeyjar; St. Sigurfinnsson fyrir
Vatnsleysuströnd.
Auk þeirra fulltrúa, sem taldir eru sátu
þingið: forseti Fiskifél. Kr. Bergsson,
stjórnarm. Geir Sigurðsson og ritari
Fiskifél. Sveinbj. Egilson.
Fulltrúar lögðu fram erindisbréf sin.
Því næst var kosin dagskránefnd. Kosn-
ingu hlutu i hana: Bjarni Ólafsson, kos-
inn með 4 atkv., Sigurjón Jónsson, 4 atkv.
og Gísli Magnússon, 4 atkv.
Því næst var gefið fundarhlé handa
hinni kosnu dagskránefnd að útbúa eftir
bendingum fulltrúa, dagskrá fyrir fund-
inn.
Eftir að hafa í bili Iokið störfum, lagði
nefndin fram eftirfarandi dagskrá:
1. Erindreka starfið i Sunnlendingafj.
2. Björgunarsjóðir.
3. Bryggjugerð í Keflavík.
4. Notkun „Snurravaad“.
5. Lendingabætur.
1. Fyrsta mál á dagskrá: „Erindreka-
starfið, i Sunnlendingafjórðungi“.
Fyrstur tók til máls Árni G. Þórodds-
son og reifaði það með nokkrum orð-
um; ýmsir tóku til máls — og' var það
rætt af allmörgum fundarmönnum, en að
þeim loknum kom fram tillaga um að
fresta því til frekari uinræðu og úrlausn-
ar, þar til síðar á þinginu. Tillagan sam-
þykt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. Björgunarsjóðir:
Málshefjandi: Árni Geir Þóroddsson.
Eftir alllangar umræður, þar sem flestir
fulltrúar höfðu tekið til máls, og auk
þeirra Jón Ólafsson alþingism. í Reykja-
vík, komu frain eftirfarandi tillögur:
a) Fjórðungsþingið væntir þess, að
næsta Fiskiþing taki björgunarmálin til
rækilegrar íhugunar, og leggi ákveðnar
kröí'ur fyrir næsta Alþingi.
b) Fjórðungsþingið skorar á stjórn
Fiskifélags íslands, að hún beiti sér fyrir
því að veðurathugunarstofan gefi sjó-
mönnum glögg' veðurskeyti, og' að í veiði-
stöðunum verði gerðar ráðstafanir til þess,
að skeytunum verði komið á hentuga
staði eða til sjómannanna.
c. Núverandi varðsldp sé áskilið að
stöðva sig á Faxaflóa á aðalfiskimiðunum,
einu sinni lil tvisvar í viku á vetrarver-
tiðinni þar lil sérstakl björgunarskip er