Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1927, Síða 14

Ægir - 01.12.1927, Síða 14
266 ÆGIR fengið. Tillögurnar samþyktar tneð öllum greiddum atkvæðum. 3. Bryggjugerð í Keflavík. Framsögu hafði Árni Geir Þóroddsson og reifaði málið með því að lýsa erfið- leikum Keflvíkinga við afgreiðslu skipa — við ferming og afferming. Eftir eng- ar umræður var borin upp eftirfarandi tillaga: Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski- félags íslands, að beita sér fyrir þvi, að rannsakað verði hið fyrsta bryggjustæði í Keflavík. Samþykt með öllum greidd- um atkvæðum. 4. „Snurrevaad“. Málshefjandi: Gísli Magnússon reifaði málið með ræðu; um það urðu allsnarp- ar umræður; með „snurrevaad“ mælti auk frummælanda, forseti Kr. Bergsson. Eftir að allflestir höfðu tekið til máls og sumir oftar en einu sinni, kom fram til- laga um að fresta umræðum um þetta mál og kjósa þriggja manna nefnd, og var hún samþykt með öllum atkvæðum. Kosningu hlutu: Gísli Magnússon 8 atkv., Bjarni Ólafsson (i atkv. og Stefán Sigurfinnsson (5 atlcv. Með því að fyrsta málinu á dagskrá var frestað þar til síðar, kom fram til- laga urn að kjósa í það nefnd, og var hún samþykt með öllum atkvæðum. Kosningu hlutu: Sigurjón Jónsson 6 atkv., Sveinbj. Oddsson 4 atkv. og Stefán Sigurfinnsson 4 atkv. Fundi slitið — og frestað lil næsta dags kl. 10 f. h. Hinn 5. dag nóvember var fundur Fjórðungsþingsins settur á sama stað og áður, i Kaupþingssalnum. 5. Lendingabætur. Málshefjandi: Eyjólfur Jónsson, og lagði hann fram eftirfarandi tillögur: a) Fjórðungsþingið mælir eindregið með því við Fiskifélagið, að veitt verði ríflegt fé til lendingabóta. b) Fjórðungsþingið mælir ineð því til Fiskiþingsins, að veitt verði frá Fiskifél. íslands, alt að 3000 kr. til endurbóta bryggju í Lambhússundi á Akranesi. 6. Snurrevaad“. Nefnd sú sem kosin var til að íhuga þetta mál gat ekki komið sér saman um tillögu —- heldui' klofnaði. Meirihlutinn: Gísli Magnússon og Bjarni Ólafsson, lögðu til eftirfarandi tillögu: „Að ekki sé enn tímabært að gera frekari ráðstafanir til að banna veiði með „snurrevaad“ í landh., en þegar er orðið“. Minnihlutinn: Stefán Sigurfinnsson, leggur til eftirfarandi tillögu: „Að enn sé ekki tímabært að gera frekari ráðstafanir til breytinga á lögum frá 1923 „um bann gegn dragnótaveiðum í landhelgi" þar til fengin er frekari reynsla urn notkun „snurrevaada“. Gengið var til atkvæða um framanrit- aðar tillögur og féllu þær báðar með jöfnum atkvæðum, 4 gegn 4. 7. Erindrekastarfið i Sunnlandinga- fjórðungi. Nefnd sú, sem kosin var í gær i er- indrekamálinu, hafi lokið störfum sín- um og kom sér saman um eftirfarandi tillögur: a) Fjórðungsþing' Sunnlendingafjórð- ungs lítur svo á, að erindrekastarfið í Sunnlendingafjórðungi hafi verið vanrækt og getur ekki fallist á, að skrifstofu Fiski- félagsins hafi verið ofvaxið að fram- kvæma það samkv. meiningu og vilja undanfarandi Fiskiþinga. Fyrir þvi skor- ar Fjórðungsþingið á stjórn Fiskifélags íslands, að láta skrifstofustjóra félagsins ferðasl á milli deildanna, sem erindreka nú þegar. b) Fjórðungsþing Sunnlendingaf jórð-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.