Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1936, Side 17

Ægir - 01.08.1936, Side 17
Æ G 1 R 179 úr þeim, raðað í dósir og þær soðnar í 2—3 klukkustundir. Vinna um 30 stúlk- ur að þessu, auk þess nokkrir piltar, svo og niðursuðumennirnir. Aðeins einn vélbátur hefur stundað rækjuveiðarnar og yíirleitt aílað vel. Hefur oftast fengið um 300 kg. í veíði- ferð. Allmiklu hefur þegar verið dreift út til sölu innanlands af rækjunum, en ekki er að búast við miklum markaði hér- lendis fyrir afurðir þessar. Fyrsta sendingin til útlanda,fór til Dan- nierkur fyrir rúmri viku, og hefur ekki frézt um hvernig henni hefur reitt af. Er vitanlega allt undir því komið, að tak- ast megi að aíla rækjunum álits og eft- irspurnar á erlendum markaði. Rækjuveiðarnar hafa gengið svo vel, bæði nú og í fyrra, að langt skarar fram úr veiðum þessum í Noregi og Danmörku. Eg mun síðar minnast á veiðar þessar og niðursuðuna hér, þegar meiri reynzla er af þessu fengin. ísafirði, 20. júlí 1936. Kristján Jónsson, frá Garðsstöðum. r r Isrek við Grænland og Island árið 1935. Nú birtist 17. skýrslan um ísrek í höf- unum við sunnanvert Grænland og ís- land, tekin eftir sömu heimildum og síðustu skýrslur, o; eftir Nautisk meteoro- logisk Aarbog frá Veðurfræði-stofnun- mni í Kaupmannahöfn og eftir »Veðr- áttunni«, mánaðarskýrslum Veðurstof- unnar í Reykjavík. Það mun mega telja árið 1935 mjög gott ár, m. t. t. ísa og ísreks í þeim höf- um, sem hér koma til greina. — í Bar- entshaíi (Dumbshafi) var ísinn töluvert undir meðallagi um vorið og sumarið og við Spitsbergen var hann talinn í meðallagi, nema í maímán., er hann var töluvert yfir það, vestanmegin lands- ins og í ágúst austanmegin landsins og bagaði þá siglingar. — í hafinu með- fram A-strönd N-Grænlands, fyrir norð- an Scoresbysund, (70° Nbr.), og i útlend- um ritum er nefnt Grænlandshaf, var ísbreiðan (»stórísinn«) miklu mjórri í marz og apríl, en vanalega, sökum þess, að austlægir stormar höfðu þjappað henni upp að ströndinni, var t. d. að eins 100 sjómílna breið úti fyrir Scores- bysundi í apríl, en breikkaði seinna, svo að hún náði austur undir Jan Mayen, sem á þeim tíma er hið venjulega. Lengra snður með, við Blosseville strönd (gamla Svalbarða?) og allt suður að suðurodda landsins, var ís víst með meira móti, að

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.