Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1938, Page 3

Ægir - 01.10.1938, Page 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 31. árg. Reykjavík — Okt. 1938 Nr. 10 Niðursuðuverksmið j a S. í. F. Fyrsta dag októbermánaðar var niður- suðuverksmiðja Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda opnuð, að viðstöddum full- trúum af aðalfundi S. 1. F., blaðamönn- um og ýmsum borgurum bæjarins. Niðursuðuverksmiðjan stendur við Lindargötu 22 og er stórt og vandað stein- steypuhús, tveggja hæða hátt, 37x11 m- að flatarmáli. Fyrir framan verksmiðj- una er stórt port, þar sem geymt er hrá- efni. Þegar verksmiðjan var opnuð, voru þar 1000 tn. af saltsíld. Við opnun verksmiðjunnar hélt form. stjórnar S. í. F. svohljóðandi ræðu: Háttvirtu gestir og félagsmenn! Á fundi, sem lialdinn var i S. í. F. í okt. 1937, var borin upp svolilj. tillaga: „Aðalfundur S. 1. F. haldinn baustið 1937 skorar á stjórn sölusambandsins að hefjast handa á jdirstandandi starfsári til að koma á fót niðursuðuverksmiðju fyrir sjávarafurðir, svo og að byrja starf- rækslu með niðursuðu þeirra fisktegunda, sem hún telur líklegastar til að ná sölu á erlendum mai'kaði. Skal verksmiðjan í byrjun eigi vera reist fyrir stóriðju, en þó eigi minni en svo, að hún geti framleitt nægilegt magn til þess að gengið sé úr skugga um, hvað gera megi í fiskniðursuðu til útflutnings í framtiðinni. Til þess að standast kostnað af verk- smiðjubyggingunni, svo og af rekstri í byrjun, skal stjórn S. í. F. heimilt að taka varasjóð sölusambandsins að láni um ákveðinn tíma gegn 5% ársvöxtum, enda leiti hún þess stuðnings, sem unnt kann að vera að fá til stofnunar og rekst- urs til þess að draga úr áhættu fyrirtækis- ins“. Var till. þessi borin fram af Jóh. Þ. Jósefssyni alþm. og samþykkt í einu hljóði á fundinum. Nú er verksmiðjan reist og hefir hús- ið sjálft með lóð kostað kr. 135 552,00, en vélar og uppsetning þeirra 82 600,00, eða samtals 218 152,00. Vélarnar voru keyptar hjá A. S. Kvær- ner-Brug, Oslo, og kom maður frá þeijn til þess að setja fær upp, lir. Omsted, og sagði hann, að verksmiðjan og útbúnað- ur hennar væri fullkomlega sambærilegt við nýtízku verksmiðjur á Norðurlönd- um og sama álit lét uppi dr. Metzner, þekktur þýzkur vísindamaður, sem er forstöðumaður rannsóknarstofu þýzka fiskiðnaðarins í Hamborg, og hefir stofn- un sú tekið að sér að hafa með höndum rannsóknir á framleiðsluvörum verk- smiðjunnar. Áður liafa hér á landi verið niðursuðuverksmiðjur i fiski lítilsháttar, en það hefir verið meira og minna af vanefnum gert. En nú hafa fiskframleið- endur sjálfir reist sína eigin verksmiðju, og er það nú þeirra og þeirra manna, er þeir til þess velja, að sjá um að þetta

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.