Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1938, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1938, Blaðsíða 4
210 Æ G I R fyrirtæki megi vel þrífast og þar sem hér er um tilraunaverksmiðju að ræða, að liún megi verða visir til þess, að margar slíkar verksmiðjur, stærri og meiri en þessi, rísi upp i landinu og vinni til hags- bóta fyrir landsfólkið og sérstaklega fyrir þá, sem sjó stunda. En slikar verk- smiðjur nota einnig mikið af mjólk til framleiðslunnar og þess vegna verða þær einnig ljdtistöng fyrir bændurna, sem selja þær afurðir. Stjórn S. í. F. liefir talið rétt að opna verksmiðjuna formlega, að viðstöddum þeim gestum, sem hér e,ru staddir og félagsmönnum, til þess að minna á það, að hér er stigið stórt og nýtt spor til hagnýtingar á sjávarafurðum lands- manna, spor, sem vér væntum að muni liafa jnikla þýðingu fyrir sjávarútveginn og landið i heild sinni. Aðrar þjóðir, sem keppa við oss í fisk- veiðum, flytja út fiskniðursuðuafurðir fyrir tugi milljóna á ári, en vér höfum ávalt verið eftirbátar þeirra í því. Nú er byrjunin hafin og von vor er það, að vér getum staðið þeim fyllilega á sporði i framtiðinni i þessurn efnum og munum leggja höfuðáherzlu á vörugæði, til þess að ná mörkuðum fyrir sölu á vörunni. Vér íslendingar höfum þá trú, að íslenzki fiskurinn sé bezti fiskur i heimi, og þá trú verðum vér að berja inn i liausinn á öðrum þjóðum og sigra á því. Mér hefir oft fundizt hrenna við hjá okkur matningu um það, hver gerði hlut- iua, livaða maður, hvaða flokkur. Hér, að því er snertir þetta fjTÍrtæki, kemst slíkt ekki að, útgerðarmenn og sjómenn reistu þetta fyrirtæki sjálfir. Þeir eiga það einir og þeir eru í öllum flokkum. Ég vil að lokum þakka Fiskimálan. fyr- ir framlag hennar til verksm., kr. 30 þús. Með þessum orðum iýsi ég yfir, að verk- smiðjan er tekin til starfa.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.