Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1938, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1938, Blaðsíða 12
218 Æ G I R sem vill fá bækur að láni, er skyldugt að eiga skáp undir þær. Bókalánsgjald hvers skipverja er 25 aurar á ári. Vanalega bæt- ast fjórir pakkar á ári liverju við safnið og er hyllzt til að láta í þá eins mikið af nýjum bókum og auðið er. Fimm hækur á erlendum málum eru að jafnaði í hverjum pakka. Bækurnar eru lánaðar strandferðaskip- unum, varðbátunum, vitabátnum, togur- um og vélbátum, sem ekki bafa færri en 10 manna áliöfn. Sigurgeir segir, að fáir fari betur með bækur en sjómenn og að eng'ir séu þakk- látari en þeir fyrir að fá bækur að láni. Þessi útlánsstarfsemi Bæjarbókasafns- ins er mjög virðingarverð, og ættu sjó- menn að nota sér af lienni og liafa allt- af einn bókapakka um borð hjá sér. Vit- anlega væri æskilegt, að hægt væri að bæta meiru við bókaforðann árlega en gert er; en meðan bókasafnið liefir ekki rýmra um hendur en nú er, þá er þess tæplega að vænta. Síðastliðinn vetur var stofnað bóka- safn sjómanna í Sandgerði. Skipverjar af 10 bátum stóðu að stofnun safnsins. Ekki verður sagt, að þátttakan bafi verið sem skyldi, þar sem að 25 bátar stund- uðu þá sjó úr Sandgerði. Skipverjar af heimabátunum vildu t. d. ekki leggja þessu máli neitt lið. En svo fer oft, að jafnvel góð málefni mæta kulda og sinnu- leysi í byrjun, en fylgi þeirra er jafnan öruggara þegar til lengdar lætur, ef hægt er að koma fólki í skilning um þörf þeirra og nauðsyn. Ekki er ólíklegt að slíkt verði einmitt hlutskipti bókasafnsins, sem sjó- mennirnir hafa stofnað í Sandgerði. I vertíðarlok átti bókasafnið um 100 bindi og 160 krónur í sjóði. Fyrstu spor- in eru þvi vel þess verð, að þeim sé gaum- ur gefinn. Að hagur safnsins var orðinn slíkur siðastl. vor, er fyrst og fremst að þakka fjárframlögum þeirra rnanna, er stofnuðu safnið, og i öðru lagi var liald- in skemmtun til ágóða fyrir safnið og í jjriðja lagi, að því ijarst frá manni nokkr- um i Reykjavík, 30 bindi af góðum og vel innbundnum bókum. Aðkomuvermenn í Sandgerði voru yf- leitt mjög ánægðir með þann bókastofn, sem þeir höfðu yfir að ráða síðastl. vet- ur, og gáfu fyllilega í skyn, að þeim myndi ljúft að hjálpa til að auka liann, ef þeir ættu þangað afturkvæmt. Sá maðurinn, sem mest hefir beitt sér fyrir stofnun þessa bókasafns, annast geyinslu þess og stutt það á ýmsan liátt, er Valdimar Össurarson, skólastjóri i Sandgerði. Eftir því sem hann liefir sagt mér, mun safnið framvegis verða boðið sjómönnum til útláns gegn 10 króna gjaldi yfir vertíðina, af hverri skipshöfn. Einnig mun verða reynt að afla safninu tekna með skennntanalialdi o. fl. Bóka- safnsstofnunin í Sandgerði er mjög at- hyglisverð og væri ekki úr vegi að atlniga, livort ekki mundi vera hægt að sýna lit á því að styrkja bana með ýmsu öðru móti, en áður hefir verið nefnt. Þeir menn eru máske til, sem lialda því fram, að það sé blátt áfram leikaraliátt- ur og bjánalæti að vera að tala um bóka- söfn og bókalán í sambandi við sjómenn. Þeim, sem svo er farið, má vísa til leiks- ins, sem átti sér stað fyrir Norðurlandi i sumar, þegar fiskimennirnir biðu í full- an mánuð án þess að fá nokkra sild, biðu fullir örvæntingar um afkomu sína og þjóðarinnar. Þeim fannst biðin löng og óþreyjan Ijætli ekki úr. Hver mundi ekki liafa unnað sjómönnunum góðra bóka til lesturs þennah tíma? Ef þeir eru ein- hverjir, þá bera þeir ekki kennsl á líf sjómannsins og ganga þess duldir, bvert lilutskipti bans er i þjóðfélaginu. Engin stétt liefir jafn erfiða aðstöðu til þess að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.