Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1938, Síða 5

Ægir - 01.10.1938, Síða 5
Æ G I R 211 Lýsing á verksmiðjunni. A neðri liæð hússins eru flestar þær vélar, sem notaðar eru við framleiðsluna. Skurðarvélar, reykofnar og litunaráhöld, sem notuð eru til sjólaxframleiðslunnar, eru i vestri enda hússins. Reykofnarnir eru 4 samhyggðir ofnar, af nýjustu gerð. Kynding reykofnanna fer þannig fram, að halc við ofnana er komið f)rrir reyk- kassa, og í honum er því hrennt sem reylcja á við. Revkurinn er síðan leiddur með rafknúinni loftdælu inn í ofnana. Sá kostur er við þessa revkofna, að ekk- ert sót, eldneistar eða önnur óhreinindi geta koinist inn i ofnana og sezt á það, sem revkt er. Aðalvinnan fer fram í miðsal neðri hæðar, svo sem pökkun, áfvlling í dósir, lokun dósa og suða (sterilisering). Þar er komið fyrir tveimur þvottavélum, tveimur lokunarvélmn og einum dósa- suðupotti (Autoklav). Þvottavélin, sem ætluð er til þvotta á tómum dósum, er í samhandi við þann hluta efri hæðar, þar sem tómar dósir eru geyindar, og þannig fyrir komið, að þær eru settar þar í rennur, og eftir þeim fara þær niður í gegnum þvottavélina, þar sem þær eru þvegnar úr sjóðandi vatni, en að því húnu koma þær hreinar út úr vélinni á neðri hæð liússins, þar sem látið er í þær. Eftir að látið hefir verið i dósirnar, eru þær settar í lokunarvél- ina, en henni stjórnar einn maður, og geiur vélin lokað 1400—2000 dósum á klukkustund. Frá lokunarvélinni falla dósirnar ofan i körfur, sem eru á hjólum. Þegar þær eru orðnar fullar, er þeim ekið inn í dósasuðupottinn. Þar eru þær soðn- ar undir þrýstingi við ákveðið iiitastig. Eftir suðuna eru dósirnar látnar í þvotta- vél, sein einungis er ætluð fyrir fuilar dósir. Dósirnar eru þvegnar upp úr tveim vötnum. í samhandi við þvottavélina er Þorvaldur Guðmunds- son þurrkunarlyfta (Törretransportör), sem þurrkar dósirnar með lieitu lofti á leið- inni upp á efri liæðina, þar sem miðarnir eru límdir á þær, og þeim pakkað í kassa. Eystri enda neðri hæðar er skipt í þrennt, og er þar gert að fiskinum, hann flakaður og þveginn. Fiskur sá, sem ætl- aður er í fiskbúðing og bollur, er settur i þar til gerða kassa á hjólum, og siðan er þeim rennt inn i herbergi, þar sem fiskfarsgerðin er framkvæmd. Úr fars- gerðinni er farsið látið- i hollugerðarvél- ina, en hún er að öllu leyti sjálfvirk. Hún mótar bollurnar, sýður þær og færir þær upp úr vélinni og í dósirnar. Tvær stúlk- ur vinna við vélina, og getur vélin fram- leitt um 400 þús. fiskbollur, eða sem svar- ar til 10—12 þús. kg. dósa framleiðslu á dag. Efri hæð hússins er skipt í vöru- geymslu, matstofu, skrifstofu, rannsókn- arstofu og salerni. Fataskápum er komið fyrir í sambandi við jnatstofuna og hefir hver stúlka sinn eigin skáp. Einnig eru þar tvö steypuböð með gufu, heitu og köldu vatni, sem eru til afnota fyrir starfsfólkið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.