Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1938, Side 9

Ægir - 01.10.1938, Side 9
Æ G I R 215 Arið 1934 var fiskframleiðsla Þjóðverja um 400.000 tonn. í fyrra var hún komin upp í 700.000 tonn, en talið er að hún verði i ár um milljón tonn, eða tæplega 3.000 tonn á dag. Þó er talið, að fiskneyzla geti aukist mikið enn. Svo gífurleg aukn- ing hlýtur að liafa ýmsa erfiðleika í för með sér, og má húast við, að þegar afli fæst eftir afla- eða gæftaleysis tíma, komi margir togarar að í einu og markaður- inn yfirfyllist, svo að eilthvað af fisk- inum seljist ekki. Til að draga úr tapi þeirra togara, sem ekki selja, liefir þýzka stjórnin komið upp verðjöfnunarsjóði, er greiðir 6 pfg. fvrir hvert kg af fiski, sem fer til vinnslu í viðbót við þá 1,2 til 2 pfg., sem fiskimjölsverksmiðjurnar greiða. I þennan sjóð greiða útgerðarfélögin 2% af verði fisksins, en fiskheildsalinn, sem kaupir, 1 pfg. fyrir hvert kg. Tekjur sjóðsins eru þó ekki nema fyrir um helm- ing af gjöldum hans, en ríkissjóður greið- ir afganginn. Annars er talað um að leysa þessa erfiðleika, sem ójafnir aðflutningar skapa, með hraðfrystingu í stórum stíl, en hingað til hefir lítið verið hraðfrjTst, nema handa millilandaskipum. Svo sem að líkindum lætur, er fjöldi af alskonar verksmiðjum, sem vinna fisk í Cuxhaven og Wesermiinde. Skoðuðum við nýjustu fiskimjölsverksmiðju þeirra, sem nýbúið var að byggja, og virtist hún mjög fullkomin. Var þá verið að hræða í henni síld, en þó ótrúlegt megi virðast, gat maður ekki lvktað það nerna á tveim- ur smáblettum í verksmiðjunni, og alls ekki utan hennar, því Joftið úr þeim reyk- háfum, sem lvkt fvlgir, er leitt aftur í gegnum ofnana og brennt, svo að engin Ivkt komist út. Þar sem mest af síld þeirri, sem fer í verksmiðjurnar í Weser- munde, er lítið söltuð, er hægt að vinna eggjahvítuefni úr límvatninu, og er það nolað til gripafóðurs. Ef salt er í því til muna, er talið erfitt að nota það til nokk- urs. Fiskimjölsverksmiðjurnar fá fiskúr- gang og bein frá fisksölunum fyrir að sækja hann, en fisk þann, sem lögreglan gerir upptækan, greiða þær 1,20 mörk fyrir vættina (50 kg) af karfanum, en 2 mörk fyrir annan fisk. Forstjórinn kvaðst fá mjöl með 8% af eggjalivítu- efni úr verksmiðjunni, og seldist það fyrir 11,50 mörk pokinn (50 kg). Einnig skoðuðum við verksmiðju, sem vann að því að leggja reyktan og litað- an ufsa í dósir, sem seldur er undir nafn- inu sjólax. Er þetta orðið geysi mikill iðnaður, enda þótt ekki sé talið tryggt að gevma dósirnar í meira en 1—2 mán- uði. Var ufsinn keyptur ferskur á mark- aðinum, en kassasaltaður í stórum stein- stevpu kerum, með þeirri ágætu aðferð, sem Sveinn Árnason fiskimatsstjóri liefir verið að kenna mönnum heima. Var þessi ufsi talinn til muna dýrari, en sá sem fékkst frá íslandi fullsaltaður, og var því mikil ánægja með að ríkisstjórnin skyldi leyfa innflutning á saltufsa frá Islandi, sem hafði fengizt fyrir nokkrum dögum. Forstjóri verksmiðjunnar kvað þorsk vera betri til sjólax-gerðar en ufsann, og mætti því ef til vill nota eitthvað af inn- flutningsleyfinu fyrir saltfisk til Þýzka- lands, fyrir þorsk, sem væri flakaður eins og ufsi, ætlaður til niðurlagningar. í þess- ari verksmiðju sáum við einnig grá- sleppuhrogn, sem verið var að leggja í dósir sem kavíar. Voru hrognin ágæt, þó þau hefðu komið frá íslandi ári áður. Úr fiskroði er nokkur vinnsla, og aulc skráps eru sútuð þorsk- og ufsaroð. Fást nú víða í Þýzkalandi kventöskur og smá- veski úr þessu roði, en einnig er það nokkuð notað til bókhands. Á bakaleiðinni komum við í rannsókn- arstofu fiskiðnaðarins í Altona, sem Dr.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.