Ægir - 01.10.1938, Síða 10
216
Æ G I R
Metzner stjórnar. Er liann Islendingum
að góðu kunnur, vegna komu sinnar til
íslands, og hefir hann, svo sem kunnugt
er, fundið upp aðferð til að vinna eggja-
livítuefni úr fiskflökum, þannig að það
sé lyktar- og hragðlaust duft, sem nota
megi í kökur í bakaríum og víðar. Sýnist
þetta vera glæsilegur iðnaður, þvi hann
telur þetta eggjahvítuefni geta keppt við
ódýrustu eggjahvítu, sem fæst annars-
staðar að. Verður hann þó að kaupa fisk-
inn flakaðann á markaðinum í Altona,
en sá fiskur er bæði dýrari en fiskur á
Islandi, og einnig lélegri, þvi ganga má út
frá, að nokkuð af eggjahvítuefnum hans
hafi farið forgörðum við klofningu (auto-
lyse). Byrjar hún fljótlega eftir að fiskur-
inn er dauður, þó liann sé ekki farinn að
úldna, og kemur þessi klofning fram, er
fiskurinn fer að verða linur. Þetta duft
er selt undir nafninu Wiking-Eiweiss, og
er algerlega þurrt, svo það vegur tæplega
fjórða hlutann af þvi sem flökin, sem
notuð eru til vinnslunnar, vega. Vélarnar
til að vinna eggjahvítuna taldi hann liins-
vegar heldur dýrar.
Berlín, 10. okt. 1938.
Helgi P. Briem.
»Queen Elizabeth«.
Þann 27. sept. síðastl. var „Queen Eliza-
beth“ hleypt af stokkunum, en það er
stærsta farþegaskip, er fram til þessa hef-
ir nokkurn tíma verið smíðað. Skip þetta
er 85 þús. smál. brúttó, eða um 4 þús.
smál. stærra en „Queen Mary“. Raf-
magnsleiðslur skipsins eru taldar vera
samanlagðar um 6500 km., en alls eru í
því 30 þús. lampar. Fjórar „skrúfur" eru
á skipinu og vegur hver þeirra 32 smál.
Skipsskrokkurinn er alls talinn vega um
40 þús. smál.
Saltfisksalan og viðræður
um hana.
Um miðjan september síðastl. voru
staddir í Nýfundnalandi Thor Thors,
framkvæmdarstjóri S. I. F., Jakoh Hal-
vorsen, framkvæmdarstjóri fyrir „Nord-
klip“ það er saltfisksölusamband Norð-
manna og Mr. John W. Johnson, formað-
ur sambands breskra saltfiskverkenda og
saltfisksútflytjenda. Menn þessir voru
ekki í opinberum erindum þarna vestra,
en þeir ræddust við um fisksölumálin,
ásamt nokkrum áhugamönnum þar i
landi. Þann 13. september fluttu hinir
erlendu fulltrúar ræður, fyrir fulltrúa úr
verzlunarmálaráðuneytinu, um fiskveið-
ar og fisksöluna i heimalandi sínu.
Ræður þessar birtust i heilu líki í dag-
blöðunum daginn eftir.
Við að lesa þessar ræður, dylst manni
ekki, að ræða Tlior Thors er gleggst og
innviðamest. Þar er dregin upp í stórum
dráttum ljós mynd af þróun sjávarútvegs-
ins liér á landi, ástandi útgerðarinnar lýst
eins og það er nú og sagt skilmerkilega
frá hversu fisksölumálum vorum er nú
skipað. Auðséð er af frásögn í blaðinu
„The Evening Telegram“, að ræða Thor
Thors hefir vakið nokkra athygli, og að
Nýfundnalandsmenn hafa þótzt þess vís-
ir, að þeir gætu ýmislegt lært af ísl., hvað
snertir fyrirkomulag fisksölumálanna.
Ekki veit blaðið i livaða augnamiði
þessir fulltrúar, frá fjórum stærstu salt-
fiskfrainleiðsluþjóðum heimsins, liafa
liitzt þarna, en liins má geta, að oft hefir
bólað á þeirri skoðun, að þessar þjóðir
gætu ráðið miklu um saltfisksöluna i
heiminum, ef þær tækju saman höndum,
í stað þess að mæta hver annari í harðri
samkeppni.