Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1938, Page 16

Ægir - 01.10.1938, Page 16
222 Æ G I R liafði nýlega tal af griskum skipstjóra, John Pateras, en liann var stýrimaður á gufuskipinu „Mount Kyllene“, er það var á ferS í Atlantshafi í aprilmánuSi siSastl. „Mount Kyllene" var 5.300 smál. aS stærS. Þann 9. apríl var þaS statt 300 sjómíl- ur norður af Azoreyjum. Rétt eftir miðj- an morgun þennan dag, sáu skipverjarn- ir tvær gej'sistórar bylgjur rísa í einu vet- fangi upp úr hafinu. ÁSur en þá varði, voru þær konmar undir skipið og livíldi fram og afturhluti þess á öldutoppunum, en miðja skipsins var í lausu lofti. Meðan á þessu stóð klofnaði skipið í tvennt, en ckki losnuðu Iilularnir hvor frá öðrum, fj'rr en eftir 14 mínútur. Skipshöfnin komst öll á fremri helming skipsins. Um tíma var ekki annað sjáanlegt, en að öld- urnar mundu kasta skipsflökunum livort á annað, en af þvi varð þó ekki, þvi þau fjarlægðust smátt og smátt. Einn háset- inn varð brjálaður og kastaði sér fyrir horð með ógnar óliljóðum. Eftir allmikla erfiðleika tókst að koma loftskeytastöðinni í lag aftur og var þá Jiegar hyrjað að senda neyðarskeyti. Skipshöfnin varð að hiða á Jiessu flaki í lieilan sólarhring, áður en skip kom henni til hjálpar. Allan þennan tima nærðist skipsliöfnin aðeins á nokkrum eplum og appelsinum. Loftskeytamaðurinn hélt stöðugt áfram að senda neyðarskeyti, og liann varð sein- astur lil Jiess að yfirgefa skipsflakið. En Jiegar hann ætlaði að stökkva niður í björgunarbátinn, skrikaði lionum fótur, svo liann féll í sjóinn og um leið lienti alda lionum að flakinu, svo að liann dauðarotaðist. Tuttugu og fjóruni mönn- um af áhöfninni varð bjargað, en 4 drukknuðu. Fremri hluti skipsins sökk 36 stundum eftir að skipið fór í sundur, en aftari lilutinn ekki fyrri en 14 dögum siðar. Þessa harmsögu sagði Pateras verzlun- armálaráðuneytinu og gat þess um leið, að örlög „Anglo-Australian“ mættu vel hafa orðið eitthvað svipuð. Fiskveiðar Nýfundnalands árið 1938. Um mánaðarmótin ágúst og septemher var Jiorskafli Nýfundnalands orðinn 5 þús. smál. meiri en á sama tíma síðastl. ár. Heimaveiðin hefir verið mjög sæmi- leg og á hún rnestan Jiátt í aflaaukning- unni. Uthafsveiðin er í lieild minni nú en 1937, en aflamagnið á livern bát er aftur á móti meira, því að færri hátar taka nú Jiátt i veiðunum en fyrra ár. Við Labrador stunda nú alls 260 hátar veiðar. Ennþá liafa ekki borizt aflaskýrsl- ur nemá frá rúmlega helmingnum af þessum flota og er meðalveiði á bát um 50 smál. Þó að færri bátar taki nú Jiátt í veiðununi en síðastl. ár, Jiá er ætlað að lieildaraflinn verði meiri. Fisksalan liefir gengið betur á þessari vertíð en 1937. Portugalar og Þjóðverjar Iiafa keypt meira fiskmagn en síðastl. ár. En miklir erfiðleikar stafa vitanlega af því, livað lítið er hægt að selja af fiski til Spánar og livað salan til Brasiliu liefir minnkað vegna hinna háu innflutn- ingstolla á saltfiski. Vonlaust er að Nýfundnalandsfiskur liækki í verði á næstunni. En Jiar sem nokkrar nauðsynjavörur, svo sem flesk, mjöl, nautakjöt, sykur, haframjöl og hrauð, hafa lækkað í verði frá fyrra ári, eru líkur til að afkoma fiskimannanna verði eitthvað hetri en á síðustu vertíð, þegar einnig er á J)að litið, að fiskverðið hefir staðið í stað.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.