Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1938, Qupperneq 17

Ægir - 01.10.1938, Qupperneq 17
Æ G I R 223 Aðalfundur S. í. F. Fyrstu tvo daga mánaðarins stóð yfir hér i bænum aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda. Samþykkt var að fresta aðalfundinum, þar til vitneskja fengist um tillögur milliþingan. i sjávar- útvegsmálum, þó verði framhaldsaðal- fundur ekki lialdinn síðar en 10. jan. 1939. S. í. F. hefir á starfsárinu selt 185 þús. skpd. af saltfiski. Á þessu ári hefir alls verið flutt út 27 þús. smál. af saltfiski og skiptist það þannig á milli markaðs- landanna: Ítalía .. . 8.522 smál. Bretland . . . 8.205 — Spánn .. . 5.000 — Portugal . . . 2.116 — Brazilía .. . 1.489 — Kúba 909 — Danmörk 738 — Argentína 428 — Noregur 37 — Bandaríkin . .. 12 — Allur fiskur er nú seldur, nema 700— 1000 smál., sem hægt er að selja til Portu- gal, hvenær sem er. Það er mjög óvana- legt, að íslendingar séu búnir að selja allan sinn fisk i septemher. Þótt fiskur- inn i ár liefði orðið 10—12 þús. smál. meiri hefði verið hægt að selja hann vandkvæðalaust. Meðalverðið, sem fiskeigendur hafa fengið fyrir fiskinn í ár, er nokkuð hærra en síðastl. ár. Miklar likur eru til þess, að auðvelt verði að selja fisk á næsta ári og það i byrjun árs. Líkur þessar byggjast á þvi, að við höfum nú selt allan okkar fisk, að Norðmenn eiga miklu minni birgðir en fyrra ár, að Nýfundnalandsfiskurinn er nú að mestu seldur og að fiskbirgðirnar í nevzlulöndunum eru óvenju litlar. — Hvort unnt verður að hækka fiskverðið er aftur á móti ekki hægt að segja um að svo stöddu. Þannig hljóðuðu aðaldrættirnir úr skýrslu þeirri, er Magnús Sigurðsson, bankastjóri gaf fvrir hönd félagsstjórnar- innar. Samþykkt var á fundinum að greiða af tekjuafgangi 1936—37 verðuppbót á þann fisk, er seldur var til Ameríku og Portugals. Ne.mur sú verðuppbót 1 kr. á skippund, eða alls um 70 þús. kr. Einnig var samþykkt að greiða af tekjuafgangi 1937—’38 verðuppbót á allan fisk, nema þann, er seldur var til Spánar. Þessi verðuppbót nemur 1%%, eða alls um 200 þús. kr. Umræður fundarins snerust aðallega um erfiðieika sjávarútvegsins og hvað hægt væri að gera honum til stuðnings. Milliþinganefndin í sjávarútvegsmál- um, er nú situr á rökstólum, átti eingöngu að athuga hag togaraútgerðarinnar, og gera till. viðvíkjandi lienni, en fallizt hef- ir verið á, að nefndin athugi einnig af- komu smábátaútvegsins. Verkefni fram- haldsaðalfundar S. í. F. verður einkum að athuga tillögur þær, sem nefndin mun gera viðvíkjandi útveginum. Sjóveðréttur. Fram til þessa hefir verið litið svo á samkvæmt lögum, að skipverjar gætu ekki fengið sjóveðrétt i bátum undir 12 smál. Nú hefir þetta álit breytzt allt í einu, þvi að Hæstiréttur hefir nýverið kveðið upp dóm, þar sem það er skýrt tekið fram, að skipverjar geti krafist að fá sjóveð í bát, þótt ekki sé skylt að lög- skrá á hann og þótt hann sé undir 12 smál. að stærð. Niðurstaða hæstaréttar dómsins mun því hafa nokkra þýðingu fvrir sjómenn í framtíðinni.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.