Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1939, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1939, Blaðsíða 5
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 32. árg. | Reykjavík — Maí 1939 j Nr. 5 Sig’urður Kristjánsson, alþm.: Jöfnunarsjóður aflahluta. Fyrir Álþingi því, sem frestað var í síð- astl. mánuði, iágu all-mörg frumvörp, er snertu sjávarútveginn. Frumvarpa þessara mun verða getið hér i blaðinu í sumar, eftir þvi sem við verður komið. Verða sum þeirra birt í heilu liki, þ. e. a. s. þau frumvörpin, sem ætla má að geti haft mikilvægt gildi fyrir sjávarútveg- inn, ef þau yrðu að lögum. Þegar horft verð- ur að því ráði, mun verða reynt að fá flutn- ingsmenn frumvarpanna eða einhverja stuðn- ingsmenn þeirra, innan þingsins, til þess að skrifa með þeim nokkur orð. Það væri æskilegt, að deildir Fiskifélagsins tæki þessi frumvörp til athugunar og umræðna á fundum sinum og gerði ályktanir viðvíkj- andi þeim. Ritstj. Á þingi því, sem nýlega var frestað, flutti ég frumvarp með þessu nafni. Er frumvarpið prentað í niðurlagi þessarar greinar, svo ekki þarf að greina frá efni þess. Tildrög málsins eru kunn. Fj'rir nokkr- tun árum liófst eitt af mörgum erfið- leikatímabilum útgerðarinnar. Fóru hlut- ir sjómanna lækkandi vegna aflatregðu °g verðfalls sjávarafurða. Sjómenn á blutarskipum tóku þá að gera þá kröfu til útgerðarmanna, að þeir tryggðu há- setum lágmarkstekjur á vertíðum, bæði a síldveiðum og þorskveiðum. Var víðast krafist 150 kr. lágmarkstekna á mánuði. Ut af þessu risu deilur, er sumstaðar leiddu til stöðvunar skipa, jafn vel yfir lieilar vertíðir (Bolungarvik). En viðast reyndu útgerðarmenn að lokum að full- nægja þessum kröfum. Krafa sjómanna er í sjálfu sér ekki ó- eðlileg, því enginn getur til langframa bundið sig við starf, án þess að liafa nokkra tryggingu fvrir því, að það veiti honum lifsframfæri. Hinsvegar er það frá sjónarmiði útgerðarmannsins óeðlilegt, þegar tveir aðiljar leggja í áliættusaman hlut, sem þeir eiga að bafa hlutfallslegan arð af, ef vel vegnar, að þá beri öðrum þeirra að tryggja hinn gegn skakkaföll- um. Hér við bætist, að hag útgerðar- manna flestra er þannig komið, að þeim er það um megn að veita þessar trygg- ingar. Er þvi bersýnilegt, að beggja hluti þarf að tryggja, vegna öryggis atvinnu- rekstrarins í heild. Frumvarpið flutti ég eftir að hafa fengið til þess hvatningu margra merkra útveg'smanna og sjómanna, er ég hafði rætl málið við. Reynslan ein fær vitanlega úr því skorið, hvort hér er fundin rétta leiðin til að leysa vanda þann, sem frv. er ætlað að leysa, ef að lögum verður. En sú reynsla var vitanlega ekki fyrir hendi, þegar það var samið og flutt. Þegar Alþingi var frestað, var frun\- varpið ekki komið frá nefnd. Var það hjá sjávarútvegsnefnd n. d. og hafði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.