Ægir - 01.04.1942, Blaðsíða 4
90
Æ G I R
1939 ........ 5 skip 504 rúml. br.
1940 ....... 11 484 —
1941 ....... 17 1990
1942 ........ 8 — 238
Samtals 41 skip 3216 rúml. br.
Á þessu tímabili, eða frá því sköninni
áður en styrjöldin brauzt út og þar til í
april sl„ hefur fiskiskipaflotinn misst
samtals 41 skip, að rúmlestatölu 3 210.
Raunar er hér um óvenjulegt tjón að
ræða, þar sem verulegur hluti af því er
af völdum hernaðar, en gera verður ráð
fyrir, að á meðan styrjöldin stendur gcti
slíkt ávallt endurtekið sig, enda væri
annað óvarlegt.
Á móti þessu skipatjóni hefur svo
verið bygg't nokkuð af nýjum skipum
hér á landi.
Nema þær nýbyggingar á sama tima-
Jjili því, sem hér fer á eftir:
1939 .......... 16 skip 435 rúml. br.
1940 .......... 7 — 336
1941 .......... 2 29 -
1942 .......... 3 — 80
Samtals 28 skip 880 rúml. br.
Ef borið er saman skipatjónið og ný-
liyggingarnar, þá kennir í ljós, að all-
mikið skortir á að nýbyggingarnar bæti
Ijónið. Á móti 41 skipi, sem ferst, eru
byggð 28, og á móti 3 216 br. rúml., sem
i'arast, eru byggð skip samtals 880 br.
rúml. Mismunurinn verður því 13 skip,
2 336 br. rúml., sem byggt er minna en
það, sem ferst. M. ö. o. aðeins liðlega
37% af skipatjóninu, miðað við rúm-
lestatölu, befur á Jiessu tímabili verið
bætt upp með nýbyggingum innanlands.
Nú má vitanlega segja, að nýbygging'ar
á árinu 1941 og síðan bafi verið óeðli-
lega litlar, en þó öll árin hefði verið
liyggt jaín mikið og 1939, en það ár mun
vera hæst allra ára, síðan farið var að
úyggja skip hér á landi, skortir þó um
45% á, að skipatjónið licfði verið að
fullu bætt. En vitanlega nægir það
enganveginn að bæta aðeins það tjón,
sem verður á skipum, beldur verður
einnig að endurnýja flotann, sem sifellt
gengur úr sér, og auka hann meir en
orðið er að góðum og hentugum skip-
um. Hér verður ekki gerð nein áætlun
um, hve miklu nýbyggingar þyrftu að
nema til að endurnýjun flotans gæti tal-
izt viðunanleg, en bverjum þeim, sem
þekkir ástand fiskiskipaflotans, eins og
það nú er, blýtur að vera það ljóst, að
mikið þarf til. Hér befur einungis verið
rætt um nýbyggingar á skipum á islenzk-
um skipasmíðastöðvum, en þess ber
oinnig að geta, að allmikið befur verið
flutt inn af skipum, bæði gömlum og
nýjum, á tímabili þvi, er að framan
greinir. Sérstaklega voru mörg ski])
keypt erlendis frá á árinu 1939, eða alls
13. En af öllum þessum skipum var að-
eins einn 25 rúml. vélbátur nýr, bin voru
öll eldri og sum allmjög við aldur. En
jafnvpl þó þessi skip öll séu talin með,
|iá hefur skipatjónið samt orðið meira
en viðbót af nýjum og gömlum skipum
hefur numi'ð, ef mi'ðað er við rúmlesta-
tölu. Sézt á þessu greinilega, bve lang't
við eigum í land með að g'eta byggt nóg
af skipum fyrir fiskiskipaflotann.
Það er fvrirsjáanlegt, að á meðan á
styrjöídinni stendur, verður ekki unnt
að reka neinar skipasmíðar hér i þeim
mæli, sem nauðsynlegt væri. Kemur þar
fyrst og fremst til, að allir aðdrættir á
nauðsynlegu efni eru miklum erfiðleik-
um bundnir, svo og öflun nauðsvnlegra
véla fvrir þau skip, sem byggð eru. Virð-
isl allt benda lil þess, að þeir erfiðleikar
eigi frekar eftir að vaxa en réna.
Um kaup á skipum erlendis frá g'etur
ckki verið að ræða, nema þá e. t. v. ein-
bverjum forngripum, og væri lítill feng'-
ur í. slíkum skipum.