Ægir - 01.04.1942, Blaðsíða 8
94
Æ G I R
komandi sumri. Ekki er að efa, að fólks-
eklan er miklu meiri til sveita en sjáv-
ar, enda er jafnan um hana talað, en
þess tæpast getið, að sjávarútvegurinn
l)úi við mannfæð. Á þessu vori, eins og
því síðasta, verður starfrækt ráðninga-
stofa í þágu landbúnaðarins. En liverl
eiga þeir útvegsmenn að snúa sér, sem
þurfa aðstoðar við útvegun á vinnuliði?
Er ekki áslæða til, að þeim sé veitt fyrir-
greiðsla í þessum efnum eins og hænd-
um? Jú, slíkt er sjálfsagl. Ég beini því
þeirri áskorun lil réttra hlutaðéigenda,
að á næstunni verði komið á fót ráðn-
ingamiðstöð fyrir sjávarútveginn. Ætti
miðstöð þessi að fylgjast með vinnuliðs-
skorli sjávarútvegsins á hverjum tíma,
hafa milligöngu um útvegun á verka-
fólki fvrir útvegsmenn og beina þeim
mönnum, er stunda vilja sjó, þangað,
sem þörfin er fyrir.
Það yrði ólíkt hægara fyrir útvegs-
menn að geta snúið sér í einn slað með
mnleitanir í þessu skyni, heldur en að
verða að leita fyrir sér landshornanna á
milli. Það skal að sjálfsögðu viðurkennt,
að með stofnun slíkrar ráðningarmið-
stöðvar vrði vitanlega ekki að fullu ráðin
bót á verkafólksskorti sjávarútvegsins,
en að nokkru liði ætti liún að geta orðið
og minnsta kosti sparað útvegsmönnum
mikla snúninga og vafslur.
Síldveiðin og dragnótaveiðin eru fram
undan. Sjálfsagt mun útVegsmönnum
reynast erfitt að fá mann í hvert rúm.
Það er því einsætt, að nauðsyn er á að
stofna ráðningamiðstöð fyrir sjávarúl-
veginn hið fyrsta, svo að hún geti sem
skjótast tekið að sér fyrirgreiðslu í þess-
um efnum. Forráðamönnum sjávarút-
vegsmálanna her að athuga þetta mál
og lála það ekki dragast um of.
Máske hefur flóttinn frá framleiðslu-
störíunum þegar náð hámarki sínu. En
það er ekki nóg, því að miklu af því
vinnuafli, sem þaðan liefur horfið, verð-
ur að beina að framleiðslunni á ný. Það
reynist eflaust ekki fært nema með mild-
um átökuin, vingjarnlegum skilningi
herstjórnarinnar á aðstöðu okkar, fullri
samvinnu við verkalýðssamtökin í land-
inu og viturlegum aðgerðum löggjafar-
valdsins.
Tvö ný frystihús.
í þessum mánuði liafa 2 ný hraðfrysti-
liús lekið til starfa. Er annað þeirra i
Stykkishólmi, en hitl á Siglufirði.
Eigandi Stykkishólmshússins er Sig-
urður Ágústsson, kaupmaður og útgerð-
aðmaður þar. Hús þetta er tvílyft steiu-
liús með steyptu millilofti. Á neðri hæð
eru vinnusalir, vélasalur, kjöt- og sildar-
geymsla, skrifstofa o. fl., en á efri hæð
eru geymslur fvrir fisk, umbúðir og veið-
arfæri, og auk þess er þar kaffistofa,
bað- og snyrtiherbergi.
Dælur og skrúfur í frystikerum, ásamt
ískvörn, er knúið með rafmagni. Kæli-
vélin er 100 þús. kaloríur, en aflvélin
100 ha. diesel-mótor. í vinnusal er frysti-
ker fyrir ístilhúning og annað frystiker
til liraðfrystingar á fiskflökum. Alls er
hægt að frysla í húsinu 12 smál. af fisk-
flökum á sólarhring, en fiskgeymslan
rúmar 300 smál. — Jón Jónsson frá Flat-
evri sá um smíði liússins og teiknaði það.
Eigandi liins nýja liraðfrystihúss á
Siglufirði cr h/f. Hrímnir, en Siglufjarð-
arhær er hluthafi í þvi. Hús þetta á að
geta unnið úr, lil hraðfrystingar, 42 smál.
af fiski á sólarhring.