Ægir - 01.04.1942, Blaðsíða 13
Æ G I R
99
Dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Sjómannadagsráð hefur nýlega sam-
þykkt að stofna til almennrar fjár-
söfnunar um land allt i því skyni, að
koma upp dvalarheimili fyrir aldraða
sjómenn. Hugmynd þessi er að minnsta
kosti jafn gömul Sjómannadeginum, og
liefur í huga þeirra, er að honum liafa
staðið, verið nátengd honum frá upp-
tiafi. Nú er hag Sjómannadagsins þannig
komið, að sýnt þykir, að hann muni geta
látið nokkuð af mörkum til þessa
væntanlega dvalarheimilis, auk þess
sem ákveðið hcl'ur verið, að tekjur Sjó
mannadagsins, næstu árin, renni til þess.
Eining sú og' samtök er verið liafa um
Sjómannadaginn, hafa vfirleitt verið
með ágætum og' sýnir glögglega, að sjó-
mannastéttin getur eigi síður en aðrar
stéttir verið samhent um liugðarefni sín.
Verkefni Sjómannadagsins er í rauninni
margþætt og margþættara en almenn-
ingur mun gera sér ljóst. Ég þykist þess
fullviss, að Sjómannadagsráð liefði ekki
getað valið Sjómannadeginum verðugra
liöfuðverkefni en það, sem hér er um
að ræða. Efa ég' eklci, að hjá öllum þeim,
sem nokkur kynni liafa af ísl. sjómanna-
stétt, muni þetta verkefni vekja hlýít
þellyndi og fórnfýsi, sem venju fremur
uum hirtast í öðru en orðum.
Fram til þessa hefur allmikið þótt á
vanta í skilning á því, „að verkamaður-
inn er verður launanna.“ Það er frekar
óskemmtilegt að leiða hugann að því,
hversu hörmulega hefur farið um margt
ul því fólki í ellinni, er við erfiðusiu
skilyrði hefur unnið áratugum saman
við erfiðustu framleiðslustörfin. Það
læfur goldið þjóðfélaginu Torfalögin i
einu og öllu, skilað af hendi miklu og
hagnýtu dagsverki, en undir kvöldið,
þegar starfskraftarnir voru að þrotum,
þegið að launum útigang á Kaldbak um-
hyggju- og afskiptaleysis. Þeir, sem ein-
hver kynni liafa af sjómannastéttinni,
munu eflaust þekkja marga sjómenn, er
orðð hafa að búa við slíkt lilutskipti
siðasta áfangann. Hugmynd Sjómanna-
dagsráðsins er fólgin í því, að svo miklu
leyti sem þess er kostur, að koma í veg
fyrir, að öldruðu sjómennirnir hljóti
slík örlög.
„Ægir“ vill hér með skora á alla les-
cndur siua og aðra landsmenn, að styðja
Sjómannadagsráðið í þessu starfi. Þótt
enn hafi ekki verið neitt ákveðið um,
livar dvalarheimili þetta verði reist, né
með hvers konar fyrirkomulagi það
verði rekið, hefur þó frá upphafi verið
fyrirhugað, að það verði fyrir landið allt.
Þcir, sem eitthvað vilja af mörkum
leggja lil dvalarheimilisins, geta snúið
sér lil Björns Ólafs skipstjóra i Mýrar-
húsum á Seltjarnarnesi, en liann er
gjaldkeri dvalarheimilisnefndarinnar,
og auk þess hafa öll dagblöðin í Reykja-
vík lofað að taka á móti fjárframlögum.
Ég þykist þess fullviss, að sá hópur
er stór, sem vill styðja þessa liugmynd
í verki. Allri þjóðinni gefst hér tækifæri,
til þess að sýna öldruðu sjómönnunum
umhyggju sína og þakklæti.
Látum þá hugmynd verða sem fyrst
að veruleika, að öldruðu sjómennirnir
geti í einlægni sagt, er þeir koma al-
farnir heim af liafi og minnast sólhjörtu
miðsumarskvöldanna:
„Glaðir eldar, eins og fyrr,
nndir kveldið loga.“