Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 13
Æ G I R 43 þess að sjómennirnir geti hagnýtt sér þessi nýju tæki, þarf jafnhliða að sjá fyrir öllu þvi í landi, sem þar til heyrir, svo sem mið- unarstöðvum o. fl. Valdhafarnir verða að niuna eftir því að greiða götu þoss i hví- vetna, og hafa þar með í ráðum revnda skipstjórnarmenn og aðra þá, sem þekk- *ngu hafa á þessum málum. Sjómenn við Faxaflóa hafa sagt mér, að lilfinnanlegast sé, að ekki skuli vera mið- unarstöð við Garðskaga, að það mundi mik- auðvelda bátunum siglingu um þá hættu- iegu leið, sem þar er í dimmviðrum er veðrin geysa. Það má ekki spara neitt al’ þvi, sem öryggi veitir fyrir sjófarendur, þeirra starf er dýrmætara fyrir okkar þjóð en svo, að þar megi skera framlögin við neglur sér. Nú á tímum er ekki hægt að þera því við, að við höfum ekki fjárráð til þessara framkvæmda, þar sem fé virðist nægilegt til þess að kaupa allt sem augað girnist. Fiskibátar okkar liinir nýju eru glæsileg skip 0g sjálfsagt góð, en það verða menn nð gera sér Ijóst, að erfitt er að koma öll- l,m þægindum, sem æskilegt er að liafa, fyrir í ekki stærri skipum. Þá er tekið það rnð að byggja ofan á skipin stærri hús en þolurinn í raun og veru er fær um að bera, °g er sjóhæfni skipanna þar af leiðandi nnsboðið. Berið þetta saman við gömlu i utterana, sem voru viðurkennd sem góð sJóskip. Að vísu verður sá samanburður að suinu leyti vafasamur, þar sem ]iá voru Seglin, en nú er vélaaflið notað til þess að knýja skipin áfram, það eru ólík öfl, og yhrif þeirra á skipin mjög á annan veg, þegar út í vont er komið. Kútterunum var l;*gt til, með viðeigandi seglum, nú verða nienn að minnka ferðina og beita skipun- um eftir því sem bezt lientar. Þá finna menn hvernig veðrin hafa skipin, með þessum niiklu 5dirbyggingum, á valdi sínu, þar sem svo mikill hluti skipsins er ofan sjávar. Ef þessi skip verða fyrir vélabilun, er mjög haepið að lialda þeim til á seglum þeim, sem :i þeim eru, nema þá á undanhaldi, og verða menn þá að liggja svo að segja stjórnlausir undir áföllum. Að þessu athuguðu virðist mér auðsætt, að það á ekki að byggja meira yfir skip af þeirri stærð, sem hér er eink- um átt við (þ. e. 50—100 lesta skip) en það, sem minnst verður komizt af með við stjórn og siglingu. Sjómenn, gleymið aldrei að lil eru ýmis bjargráð, sem sjálfsagt er að grípa til, svo sem að nola lýsi eða olíu til þess að deyfa hrotsjói með, — það er staðrevnd, að með því má mikið draga úr brolsjóunum — og hefur það oft verið gert. Eg hef reynt það, og er undravert að sjá þá breytingu, sem verður við það, að feitarbráin breiðir sig um yfirborð sjávarins. Mér er það vel ljóst, að það er mikill vandi að skrifa um þessi mál, einkum nú, þar sem tækni nútímans er jafn ör og raun er á. Eins og áður segir, vænta menn mikils af öllum hinum nýju tækjum, sem menn eru sem óðast að koma fyrir í fiskibátun- um, og vart getur maður gert sé grein fyrir þeim mikla mun, sem orðinn er á öllum búnaði skipa og báta. Allt þetta verða menn að læra að notfæra sér skynsamlega, því að alltaf er þó sjórinn hinn sami með öll- um sínum duttlungum, sem menn verða allt- af að taka lillit til, á öllum tímum. Það liggur við, að maður verði að halda að því fleiri og fullkomnari tæki sem mannsand- inn ræður j'fir, því vanmáttugri verði menn frammi fyrir hamförum náttúruafl- anna. Vist er um það, að barátta við óblíða veðráttu herðir okkur og stælir, gerir menn- ina færari um að mæta þeim erfiðleikum, sem sjómenn verða að þola við störf sín öðrum fremur. Lýsiskaup Nýsjálendinga. Stjórn Nýja-Sjálands liefur ákveðið, að á þessu ári skuli ekki veitt innflutningsleyfi fyrir þorskalýsi frá öðrum löndum en Stóra-Bretlandi. Geti Stóra-Brelland hins vegar ekki fullnægt þorskalýsisþörf Ný- sjálendinga, kemur til greina að kaupa af öðrum þjóðum og þá einkum þeim, sem eru á sterlingssvæðinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.