Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 24
54 Æ G I R fyrir stríð, en á stríðsárunum fékk veður- stofan engar veðurfréttir utan íslands, eins og kunnugt er. Það væri mjög gott og þarfl verk að gera áætlun um, hvaða fjárhags- Jega þýðingu Atlanlshafsstöðvarnar muni liafa fyrir þetta land, vegna hinna bættu veðurfregna og almennu veðurspáa. Líklegt má telja, að það verði gert, þegar nokkur reynsla er fengin. Að þessu sinni vil ég aðeins nefna eitt dæmi, af mörgum, sem sýnir hve gersam- lega við getum verið háð fréttum frá At- Iantshafinu við samningu veðurfrétta og jafnframt hvílikan stuðning skeyti frá At- lantshafsstöðvunum muni veita okkur. Á landabréfi, sem sýnir legu liinna 13 veðurathugunarstöðva er einnig gert eftir- rit af veðurkorti veðurstofunnar frá 4. jan. s. 1. kl. 11. Þar koma fram þessi atriði: Við austurströnd Grænlands, nálægt suður- oddanum er djúp loftvægislægð, sem er orðin nærri kyrrstæð og farin að eyðast. Milli hennar og háþrýstisvæðisins yfir Bandaríkjunum liggur feiknamikill, kald- ur loftstraumur suðaustur á bóginn og breiðist út um norðanvert Atlantshaf. Þar mætir hann hlýju lofti, sem hreyfist i austur- eða norðausturátt norðan við hina miklu hæð suður af Bermúda og Azoreyj- urn. Á mótum þessara loftstrauma myndast lægðir, sem hreyfast austur eða norðaustur en sveigjast brátt til norðurs vegna hæðar- innar yfir Eystrasaltslöndunum, sem nær vestur yfir Norðurlönd og Norðursjóinn. Á kortinu sést ein lægðin hér um hil miðja vegu milli suðurodda Grænlands og vesturstrandar írlands, lægðarmiðjan er á 55° norðurbreiddar og 28° vesturlengdar. Lægð þessi gerir ekki vart við sig á land- stöðvum. Lægðin við austurströnd Græn- lands ræður veðurlagi á Suður-Grænlandi. Á Islandi er fremur hæg suðlæg eða suð- vestlæg átt og loftvog stigandi. Á vestur- strönd írlands er einnig hæg, suðlæg átt og loftvogarstaða lítið breytileg. Ég hygg, að 19. aldar veðurfræðingur myndi hafa teiknað jafnþrýstilínurnar reglulega kring- um lægðina við Grænland, ef hann hefði ekki haft fréttir af Atlantshafi, í slíku tiL- felli. Nútíma veðurfræðingur mundi hins vegar gera ráð fyrir, að lægðamyndanir ættu sér stað á suðurtakmörkum hins kalda loftstraums, sem veðurfregnir frá Græn- landi og Norður-Ameríku segja til um, og einnig að lægðirnar myndu stefna til norð- urs vegna hæðarinnar yfir Norður-Evrópu og að líkindum liafa einna mest áhrif á veður á íslandi. En hve mikil hrögð yrðu að þeim og hvenær þær myndii gera vart \ ið sig gæti hann naumast sagt meira uin en veðurglöggur maður á sama stað. Veðurstofan fékk þenna dag fréttir frá nokkrum skipum á svipuðum slóðum og' stöðvarnar C, G, J og Iv eiga að vera á. Hún gat því þegar um hádegi aðvarað um vax- andi austan eða suðaustan átt næstu nótt. Um miðjan dag og kvöldið gerði hún ráð fyrir hvassviðri, en spáði ekki stormi fyrr en um miðnætti, og var það á síðustu stundu. Hefði stöðin I (60° N, 20° V) sent veður- skeyti þann dag, hygg' ég, að veðurstofan hefði þegar um miðjan dag getað spáð storini og jafnvel roki. —- Síðari hluta nætur- innar og fram á morgun þ. 5. jan. gekk ofsaveður yfir suðvestanvert landið, eins og' efalaust margir muna, á meðan lægðin fór norðvestur nálægt suðurströnd lands- ins og staðnæmdist á sömu slóðum og gamla lægðin við Grænland. Þegar litið er á landabréf yfir hið víð- áttumikla Atlantshaf og hinar fáu, dreifðu veðurathugunarstöðvar, sem eiga að starfa þar, verður efalaust mörgum á að spyrja: Þyrfti ekki að vera langtum fleiri stöðvar, lil þess að veðurfréttirnar kæmu að fullu gagni? En því er að svara, að verzlunar- skip og fiskiskip munu einnig senda veður- skeyti, og líkur eru til þess, að skeyti þeirra dreifist betur en áður til allra þeirra, sem hafa þörf fyrir þau, þegar veðurathugun- arstöðvarnar á Atlantshafinu safna þeim, hVer á svæðinu umhverfis sig. En jafnvel þar, sem fá eða engin skip senda veður- fréttir, eins og t. d. á Grænlandshafi, verð- ur stuðningurinn af veðurskeytum frá At- lantshafsstöðvunum meiri en ætla mætti,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.