Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 17
Æ G I R 47 Vatneyrarbræður, synir Ólafs heitins Jó- liannessonar, liafa nýlega fest kaup á tveimur togurum í Englandi. Skip þessi eru bæði eins og smíðuð í Þýzkalandi 1938. Fvrra skipið kom hingað til lands 11. febr. síðastl. Heitir það Gylfi, eins og fyrri togari þeirra bræðra, sem þeir hafa nú sell til Færeyja. Nýi Gylfi er af söniu gerð og nokkrir aðrir togarar, sem Sunlightfélagið fékk frá Þýzkalandi. Gylfi er 660 rúml. brúttó og u'unar um 5000 kit af slægðum og liausuð- um í'iski, en það samsvarar rúmlega 300 smál. af fiski. íbúðir skipverja eru bæði frammi á og aftur á skipinu. Stjórnpallur er þrílyftur. Þar er loftskeytaklefi, kortaklefi svo og vistarverur fyrir skipstjóra og loftskeyta- mann. Stýrishús er rúmgott og því auðvett að koma þar fyrir radartæki, en eigendur skipsins hafa í hvggju að setja slikt tæki í skipið. Eins og sakir standa eru 30 rekkjur í skipinu, en gert er ráð f j’rir að bæta 8 við, þvi að á salfislcveiðum mun áhöfnin vera 38 nianns. Þótt skip þetta sé smíðað 1938, hefur það tkki verið nema eitt ár við veiðar, þvi þegar ^lyrjöldin hófst var það tekið í þjónustu kaupsiglinga Breta og notað sem varðskip við skipalestir. Skip þessi eru talin hin beztu sjóskip og láta íslendingar í Englandi, sem verið hat'a á þeim, vel af þeim. Skipið hefur verið end- urnýjað að svo miklu leyti, sem þess þurfti með, og er það því í ágætu ásigkomulagi. Á leiðinni til íslands gekk það 11Á2—12 sjómilur. — Gylfi er stærsti logarinn sem íslendingar eiga nú. Skipstjóri á honuin verður Jóhann Pétursson, sá, er áður var með eldri Gylfa. Mæling skipa. Fyrir nokkrum árum var orðið „ný- sköpun“ lítið áberandi í málinu, en nú er það á hvers manns vörum, og getur átt við svo margt, meðal annars að gera sjómönn- um vorum kleift að sigla á eigin skipum um allar siglingaleiðir veraldar. Orðið „ton“, meining þess og áhrif fyrir afkomu siglinganna er svo mikilvægt, að hver farmaður þarf að vita sem nákvæm- ust skil á því. Fyrir nokkrum árum voru gjökl þau, sem miðuð voru við rúmton, 17% af úthaldskostnaði verzlunarskipa.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.