Ægir - 01.07.1948, Síða 47
Æ G I R
221
veriS stundaðar í sumar nema rétt til að
fa í soðið. Allmikil bryggja hefur verið þar
1 siníðum í sumar.
Norðfiörður. Þrír bátar stunduðu drag-
nótaveiði í júlí og öfluðu vel, einkum stein-
bít. Einnig var góð veiði á handfæri og línu
a grunnmiðum. Fiskur, sem þannig fékkst,
var allur saltaður. í ágúst var allgóður afli
a smærri báta. Einn stór bátur stundaði
b’nuveiðar, en aflaði lítið þrátt fyrir sæmi-
lcgar gæftir. Dragnótabátar öfluðu vel, en
frystihúsið tók aðeins á móti kola. Lítil-
fega varð vart síldar í lagnet. — í septem-
ber voru slæmar gæftir og fremur tregur
afli. Tveir stórir bátar stunduðu linuveiðar
svo og smærri bátar og trillur. Þrír bátar
voru á dragnótaveiðum og öfluðu allvel af
°g til. Frystihúsið tók kolann til vinnslu,
en annað af aflanum var saltað.
Eskifiörður. 1 júlí var góður afli á grunn-
miðum bæði á línu og liandfæri. Frysti-
húsið tók fisk af nokkrum dragnótabátum.
Smærri bátar veiddu vel á línu í ágúst-
mánuði. — I september stunduðu þrír
stórir bátar línuveiðar og' nokkrar trillur.
Gæftir voru fremur stirðar, en afli all-
góður.
Eáskrúðsfiörður. Sex. bátar stunduðu
hragnótaveiðar i júlí og öfluðu allvel, mest
steinbít. Smærri vélbátar og trillur veiddu
með handfæri og fengu góða veiði. — í
agúst stunduðu fimm bátar dragnótaveiðar
°g fengu góðan afla. Trillubátar öfluðu
einnig vel á handfæri og línu. Gæftir voru
góðar. Síldarvart varð i lagnet. — Fjórir
bátar stunduðu dragnótaveiðar í septem-
ber og öfluðu sæmilega. Einn bátur var á
hákarlaveiðum uin tíma og fékk 14 allgóða
hákarla. Gæftir voru fremur stirðar í þess-
um mánuði, en afla þó góður bæði á línu
°g færi. Megnið af sumaraflanum var salt-
að, nema kolinn, sem frystihúsið tók til
vinnslu.
Stöðvarfiörður. Þar var góður afli fram-
an af júlí. Eingöngu var xeitt á handfæri,
nema hvað einn bátur var á dragnótaveið-
um og fékk hann talsverðan afla, en mest
af honum var steinbitur. — í ágúst fór
saman góðar gæftir og góður afli, og var
eingöngu veitt á færi. Aflinn var allur salt-
aður. — í september urðu stirðar gæftir,
en allg'óður afli. Einn stór bátur stundaði
línuveiðar og nokkrar trillur. Aflinn var
allur saltaður.
Djúpivogur. í júlí voru veiðar heldur lít-
ið stundaðar. Tveir bátar voru á dragnóta-
veiðum annað slagið og' öfluðu allvel. Auk
þess voru þrjár trillur og tveir árabátar við
veiðar og fiskuðu sæmilega. í ágúst voru
tveir bátar á dragnótaveiðum og fengu
reytings afla. Þrír bátar veiddu með færi
og öfluðu vel. — Jafnmargir bátar voru á
dragnótaveiðum í septeinber og í l'yrra
mánuði og öfluðu injög sæmilega. Frysti-
húsið tók kolann. Ný hafskipabryggja var
tekin í notkun í þessum mánuði. Skip los-
aði salt á Djúpavogi í þessum mánuði og
fisktökuskip fermdi.
Hornafiörður. Einn bátur stundaði lúðu-
veiðar með línu í júlí og aflaði allvel. Tveir
bátar voru á dragnótaveiðum, en fengu
lítinn afla. Enginn smáfiskur fékkst á færi
í firðinum eins og undanfarið, en þá er
róið var úr Suðursveit, aflaðist alltaf vel
á færi. í ágúst var sami bátur á lúðu-
veiðum og í júli, en þó ekki að staðaldri.
Hann aflaði 13 smálestir af lúðu, 30 skpd.
af þorski og þrettán fuliorðna hákarla.
Ekki varð smáfisks vart í firðinum, en
hins vegar ágætur afli út af Suðursveit. —
í september voru tveir bátar á dragnóta-
veiðum og veiddu sæmilega. Urðu þeir að
leggja afla sinn upp auslur á fjörðum.
Dæluskipið Ármann vann að hafnarbótum
í Hornafirði í þessum mánuði.