Alþýðublaðið - 18.06.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.06.1923, Blaðsíða 4
ALÞ'STÐUILAÖÍ® 4 leiðbetninear orðið að gildru, seoi þær etanda fastar í og kom- ast ekki aftur né fratn úr. Það væri nú að vísu ekki svo háskalegt, ef það gæti ekki orðið til þess, að úr gjötunum til sjóðsins færi að draga, en einmitt vegna þeirrar hættu verð- ur stjórn sjóðsins að taka af skarið um, til hvers eigi að verja peningunum, og gera yfir- lýsingu um það eða á annan hátt að losa sig úr gildrunni. Það er heldur ekki svo erfitt, et rétt er að farið, og af því að »AiþýðubIaðið< er miskunnsamt og vill hjálpa þeim, sem illa eru staddir, vill það benda á, að til þess þart ekki annað en að Iesa umrædda grein skipulags- skrárinnar af ofurlítið meiri skiln- ingi en tekist hefir um sinn. Greinin þýðir auðsjáanlega það og hefir vitanlega verið samin með það fyrir augum, að því fé, sem safnað yrði, þangað til Landsspítali yrði reistur, skyldi varið til byggingar hans, en um hitt, sem eftir það væri safnað, skyldi taka ákvörðun, þegar búið væri að reisa hann. Hafa konur bersýnilega verið framsýnni, er þær stofnuðu sjóð- inn, en þær eru nú orðið, og ekki ætlað sér að Ieggja árar í bát, þegar spítalinn væri kom- inn upp, heldur ætlað sér þá nýtt verkefni, sem nógur tími væri ad ákveða, er hinu væri af lokið. Þetta er sá skiiningur á verk- efni sjóðsins, sem haldið hefir verið fram í »Alþýðublaðinu« og at Alþýðufiokknum, og sést nú, að flokkurinn hefir haft rétt fyrir sér í því sem öðru. En það er ekki nóg, að þetta sé skýrt hér. Stjórnendur sjóðs- ins verða að gefa til kynna, að þær skilji skipulagsskrá hans, áður en þær biðja um meiri fjárfrámlög, ef þær eiga að geta vænst þess, að við þeirri beiðni verði orðið. Og þær eiga að réttu lagi að gera meira. Þær eiga að bjóða ríkisstjórninui að leggja fram féð þegar í stað annaðhvort að láni eðá þó heldur að gjÖÍ — það er gefið hvort eð er — gegn því, að hún (ríkisstjórnin) leggi fram það, sem til vantir, og kreíjást þess, að þegar veiði farið að vínná að byggingunni. Þetta eiga þær að gera og það þegar í dag eða á morgun. Ef þær gera þáð, mega þær vera vissar um góðar undirtektir á morgun, og undirtektirnar þurfa að vera góðar, svo að meira safnist en í fyrra, er að einá fengust 14 þús. kr. — sama árið, sem 20 — 30 þús. kr. fóru í ómerkilega verzlunarmanna- skemtun á Árbæ. Annars má guð vita, hvernig tekið verður undir fjársöfnunina á morgun, — ' »AIþýðublaðið< hefir verið fjölort um þetta mál áf því, að flokknum er kappsmál, að úr byggingu landsspítala verði meira en ráðagerðin, og vill því styðja konurnar af alefli 1 baráttunni fyrir því. Gsngur hann að þeim stuðningi með fullvissu um það, að »tekst, ef tveir vilja<, og að lándslýður fylgi einhuga flokkn- um og konunum eftir I þessu máli, enda hefir það þegar komið berlega fram. Með þeirri sam- viuuu rennur áreiðánlega mjög bráðlega upp sú síund, að dags- ins ljós skíni yfir því uppkomnu. þessu óskabarni kvennanna, Al- þýðuflokksins og allrar þjóðar- innar. Um daginn og veginn. Fulltrúaráðsfundur er í kvöld kl. 8 í Alþýðuhúsinu. Fulltrúar sæki fund stundvíslega og kapp- samlega, því að merk mál bíða úrlausnar. Leiðrétting, Misprentun hefir orðið í föstudagsblaðinu, þar sem sagt var um Jón, að hann væri ekki framleiðinn, hvorki andlega né líkamlega. Átti þar ekki að standa: »líkamlega<, heldur: efnalega. Jafnaðarmannafélagið heldur fund á miðvikudaginn, í húsi U. M. F. R. Kvenúr, merkt, fanst í Vesturbænum. A. v. á. - Þurkaður fiskur fæst eins og að undanförnu ódýrastur og beztur hjá Hafliða Baldvinssyni, Bergþórugötu 43 B. Litill handvagn vár tekinn í óleyfi frá búðinni á Laugav. 34 á laugardaginn s. 1. Fundarlaun borguð. Stjérn Landsbankans hefir ákveðið, að bankastjórar við úti- bú bankans megi ekki hafa á hendi þingmenskustörf eða taka þátt í stjórnmálástarlsemi. EmhættisprúS í lögum hafa þessir stúdentar lokið: Bergur Jónsson með I. eink. 133 st., BrynjóFur Árnason II. eink. betri io3 2/3 st., Guðbraudur M. ísberg' II. eink. betri 82 x/8 st., Jón Steingrlmsíen I. eink. 126 2/s st., Sigurður Jónasson II. eink. betri 105 x/s st. og .Theódór Lítidal I. eink. 137 Vs st. Giuðbrandarbiblía. Einhver hugsunárlítill náungi, sem nefnir sig »F.,< mælir fávísi f Morg- unblaðinu yfir Guðbrandarbiblíu; væri hpnum sæmra að lelða flík- endur þessarar metkiiegu bókar í kirkjn og hjálpa þeim til að koma bibllu Guðbrandar aftur inn í altarisskápinn, svo að hún geymist þar til dómsins. M. lítið aftur á auglýsingu þá um lorlátuitgáfu á »Pan< eftir Knut Hamson, er birtist í Laug- ardagsblaðinu. ÞingTellir. Umsjónarmaðurinn á Þingvölium er farinn þangað austur. Gætir hann þess, að setlum reglum um umlerð manna og dvöl þar á staðnuro sé ræki- lega fylgt. Hann gefur þar og gestum, sem þess óska, ailar upp- lýsingar og Ieiðbeiaiogar um sögu staðarins og örnefni, sem hann getur í té látið. _ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjöru Ilalldórsson. Fr«ntsmiðj» Háligríta® Benadiktssooar, Bergateðastræt* tf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.