Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1952, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.1952, Blaðsíða 25
Æ G I R 131 Flateyri. Einungis einn bátur reri þaðan í janúar, 3 í febrúar og marz og einn þeirra þó all- stopult, og í apríl og maí voru tveir bátar að veiðum. Arið áður voru þrír bátar gerð- ir út frá Flateyri. Bátarnir reru allir með linu. Mest voru farnir 57 (47) róðrar á ver- tiðinni, er skiptast þannig eftir inánuðum: Janúar 9 (10), febrúar 11 (7), marz 16 (12), apríl 15 (14), maí 6 (4). Afli var skárri en næstu vertíð á undan, einkum var góður steinbítsafli um skeið. í marzmánuði varð mestur afli í róðri 6500 kg, minnstur 3 smál., en jafnaðarlegast 4—5 smál. 1 aprilmánuði fékk aflahærri líáturinn röskar 6 smál. í róðri til jafnaðar. V/b Sjöfn var aflahæstur, fékk tæpar 233 smál. i 51 róðri, eða 4563 kg í róðri til jafnaðar. Er það 1220 kg meira en var hjá aflahæsta bátnurn árið áður, en Sjöfn var það einnig þá. Formaður á þessum bát er Sölvi Ásgeirsson, og hefur liann verið það mörg ár. — Heildarafli Flateyrarbáta var um 446 smál., sem er 103 smál. meira en árið áður. Heimildarmaður: Hinrik Guðmundsson, oddviti, Flateyri. Suðureyri. Fimm bátar voru gerðir út þaðan á þess- ari vertíð, og er það einum bát færra en árið áður. Allir veiddu bátar þessir með linu. Vertíð hófst þegar upp úr áramótum og stóð fram um miðjan maí. Sá bátur, sein oftast reri, fór 79 (55) róðra og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 15 (11), febrúar 18 (7), marz 19 (12), apríl 16 (17), maí 11 (8). Þessi samanburður synir, að gæftir liafa verið óvenju góðar á þessari vertíð. Miðað við afla undanfarandi ára var þessi vertið óvenju góð, og þó var yfirleitt Iregfiski nema síðari hluta aprílmánaðar, °n gæftasæld bætti það upp að nokkru. Eftir að kom fram i marzmánuð var mik- hluti aflans steinbítur og nálega allur Sölvi Ásgeirsson, Flateyri. í apríl. Mikið af steinbítnum var hraðfryst og svo til allt, sem veiddist í apríl og maí. Eftir mánuðuin var meðalafli í róðri sem hér segir: Janúar 4110 kg, febrúar 3195 kg, inarz 4168 kg, apríl 7314 kg, maí 3384 kg. Meðalafli í róðri yfir vertíðina var 4557 kg, en 4155 kg árið áður. V/b Freyja var afla- hæstur, fékk um 372 smál. i 78 róðrum, eða 4763 kg í róðri. Árið áður fékk afla- hæsti báturinn 239 smál. í 55 róðrum. Há- setahlutur á Freyju var um 15 þús. krón- ur. Skipstjóri á þessum bát er Ólafur Frið- bertsson. Verð á síld veiddri 1950 var kr. 2.00 pr. kg, síld veiddri 1951 kr. 2.20 pr. kg og loðna kr. 2.50 pr. kg. Beituskortur hefði orðið, ef eigi hefði komið loðnugengd syðra. — Veiðarfæratjón var mjög lítið. Heildarafli Suðureyrarbáta varð 1631 Ólafur Friðbertsson, Súgandafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.