Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1952, Síða 31

Ægir - 01.06.1952, Síða 31
Æ G I R 137 Verðjöfnun á olíu og benzíni. Á síðasta Alþingi flutti Sigurður Ágústs- son þingsályktunartillögu um að útsölu- verð á olíu og benzíni verði eins um allt land, þar sem olíugeymar eru og benzín- dælur. — Þingsályktunartillaga þessi var samþykkt. — Hinn 12. júní síðastl. sendi viðskiptamálaráðuneytið frá sér svofellda tilkynningu viðvíkjandi ályktun Alþingis um jöfnunarverð á olíum og benzíni. „Alþingi samþykkti 12. des. s. 1. ályktun um jöfnunarverð á olíum og benzini. Með ályktun þessari var ríkisstjórninni falið að hlutast til um, að útsöluverð á gasolíu og brennsluolíu (fuel oil) verði ákveðið hið sarna á öllu landinu, þar sem olíu- flutningaskip geta losað á birgðageyma olíufélaga og olíusamlaga. Einnig, að út- söluverð á benzíni verði hið sama um allt land, þar sem það er selt frá benzíndæl- um. Viðskiptamálaráðuneytið hefur athugað möguleika á því að framkvæma ályktun þessa. Verðjöfnun á olíuin og benzini getur því aðeins komið til framkvæmda, eins og sakir standa, að samkomulag náist um það við olíufélögin og aðra aðila, sem kunna að flytja inn þessar vörur, sökum þess, að verðjöfnun er ekki talin framkvæmanleg nema með stofnun sérstaks verðjöfnunar- sjóðs. Innflutningur á þessum vörum er nú frjáls og því hverjum innan handar að flytja þær inn. Ekki er hægt að skylda neinn til að greiða gjald í verðjöfnunar- sjóð nerna samkvæmt lögum, en slík laga- heimild er ekki til. Verðjöfnunin mundi hafa verðhækkun í för með sér í Reyltjavík og á höfnum við Faxaflóa, en verðlækkun annars staðar á landinu. Ef innflytjendur, er selt geta olíur á þeim stöðurn, sem verðið er lægst, eru ekki skyldir til að greiða verðjöfnunar- gjald og vilja ekki hlíta slíkri kvöð, væri ógerningur fyrir aðra að selja olíur á sömu stöðum og greiða af þeim verðjöfnunar- gjald. Af þessum sökum hafa olíufélögin fjög- ur: H.f. Shell á íslandi, Olíuverzlun íslands h.f., Olíufélagið h.f. og Hið ísl. steinolíu- hlutafélag, því aðeins talið sig fús að taka upp verðjöfnun á olíum og benzíni, „að trygging yrði gefin út fyrir því, að allir, sem nú verzla og síðar kynnu að hefja verzlun með ofangreindar vörutegundir á meðan jöfnunarverð væri í gildi, yrðu skyldaðir til að gerast aðilar að væntan- legum verðjöfnunarsjóði. á sama grund- velli og stofnendur sjóðsins“. — Þessa trvggingu er ekki hægt að gefa, því til þess skortir lagaheimild. Við umræður um málið á Alþingi, tók viðskiptamálaráðherra fram, að hann mundi ekki gefa út bráðabirgðalög um verð- jöfnun á olíum og benzíni, ef ógerlegt reyndist að framkvæma verðjöfnunina með frjálsu samkomulagi, þar sem hann teldi hlutverk Alþingis að ákveða slíkar aðgerð- ir með lagasetningu.“ Fersksíldarverá á Norðurlandi. Skömmu fyrir miðjan júní barzt svo- hljóðandi tilkynning frá síldarútvegsnefnd um fersksíldarverðið og sölu Norðurlands- sildar: „Síldarútvegsnefnd hefur nú gert fyrir- framsamninga um sölu á samtals 186 þús- und tunnum Norðurlandssíldar til Svíþjóð- ar, Finnlands, Danmerkur og Bandaríkj- anna. Langstærsti kaupandinn er Svíþjóð, sem í ár hefur samið um kaup á 111 000 tunnum, þar næst kemur Finnland, síðan Danmörk og þá Bandaríkin. Auk þess hafði síldarútvegsnefnd náð samkomulagi við Pólverja um, að þeir keyptu 50 þús. tunnur, þar af 20 þúsund tunnur Faxasíld, en þar sem pólsk yfir- völd hafa eigi staðfest greiðslufyrirkomu- lag, sem um var samið í verzlunarsamn- ingi milli íslands og Póllands í des. s. 1., er sem stendur fullkomin óvissa ríkjandi

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.