Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1952, Side 38

Ægir - 01.06.1952, Side 38
144 Æ G I R „Ægir“, mánaðarrit Fiskifélags íslands, flytur margs konar fróðleik um útgerð og siglingar ásamt fjölda mynda. — Argangurinn er um 300 bls. og kostar kr. 25.00. — Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslusími er 80500. — Pósthólf 81. Ritstjóri: Lúðvlk Kristjánsson. Prentað í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. A förnum vegi. Framhald af bls. 110. Svipull er sjávarfengur. íslendingar hljóta eðlilega að búast við misæri til sjávarins og því miklu. Þeir munu því vafalaust komast að raun um, að þeir verða meira en orðið er að stuðla að fjölbreytni atvinnu- veganna, svo að þeir geti betur mætt skakka- föllunum, er sjávarútvegurinn kann að færa þeim annað veifið, og verða þjóðinni þeim mun tilfinnanlegri, sem stærri hluti hennar styðst við hann. L. K. Bátur keyptur til Bíldudals. í marzmánuði síðastl. var vélbáturinn Frigg frá Vestmannaeyjum keyptur til Bíldudals. Eigendur þessa báts voru bræð- urnir Alfreð og Sveinbjörn, er keyptu Es- Ljergbátinn Anna Nissen. Frigg er 21 rúml. að stærð, 15 ára gamall. Sagt er, að kaup- verð hans hafi verið 155 þús. krónur. Iíaupendurnir eru nokkrir menn á Bíldu- dal, þar á meðal formaðurinn á bátnum, Guðbjartur Ólafsson. S. I. S. lætur smíða skip. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur fengið leyfi til að semja um srníði tveggja nýrra kaupskipa. — Minna skipið er í smíðum í Hollandi. Það verður 900 rúml. að stærð. Skip þetta er sérstaklega gert til þess að fara inn á smáhafnir í landinu. í botni þess verða olíutankar, svo að það getur flutt um 300 lestir af olíu. Skip þetta verður væntanlega afhent í janúarmánuði næstkomandi. Stærra skipið, sem verður álíka stórt og Arnarfell, verður smíðað í Óskarshöfn í Svíþjóð. Það mun geta borið 3000 smál. farm. Þetta skip verður fullsmíðað árið 1954. Nýir bátar til Vestmannaeyja. í byrjun júlímánaðar voru keyptir til Vestmannaeyja tveir bátar frá Esbjerg. — Annan bátinn kaupa bræðurnir Alfreð og Sveinbjörn Kjartanssynir. Heitir hann Anna Nissen, 50 rúml. að stærð, smíðaður 1948. Hann er með 150—170 ha. tveggja strokka Hundstedsvél. I bátnum er berg- málsdýptannælir, talstöð og dráttarvinda. Sagt er, að bátur þessi liafi verið talinn einn fallegasti í Esbjergflotanum. Kaup- verð Anna Nissen er 160 þúsund danskar krónur. Hinn bátinn, sem heitir Egot og er 45 rúml., keypti Guðni Grímsson. Bátur þessi er smíðaður 1944 og hefur 150—170 ha. Tuxamvél. Kaupverð þessa báts var 145 þús. kr. danskar. Um þær mundir, sem þessi kaup f°ru fram, var Kjartan Ólafsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum staddur í Danmörku þeirra erinda að kaupa þar bát. Grenaavélsmiðjurnar í Danmörku eru að smíða fyrir Islendinga 330 ha. 3ja strokka bátavél með vökvaskiptingu, er gerir þuð fært að skipta gangi bátsins úr fullri ferð áfram í fulla ferð aftur á bak.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.