Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1952, Page 43

Ægir - 01.06.1952, Page 43
Æ G I R 149 Útfluttar sjávarafurðir 31. maí 1952 og 1951 (frh.). Maí 1952 Jan.—maí 1952 Jan.—mai 1951 Magn Verð Magn Verð Magn Verð kg kr. kg kr. kg kr. Reyktur flskur. Samtals » » » » 2 415 14 035 Bandaríkin .... » » » » 2 415 14 035 Rækjur, humar (fryst). Samtals » » 19 957 291 552 » » Bandaríkin .... » » 5 077 184 915 » » Bretland » » 14 880 106 637 » » Þorskgall. Samtals 237 17 000 237 17 000 » » Bandaríkin .... 237 17 000 237 17 000 » » Verðmæti samtals kr. » 44 977 214 » 208 607 621 » 230 775003 Úr skýrslu Eimskipafélags íslands. Snemma í júnímánuði var haldinn aðal- í'undur Eimskipafélags íslands. Skýrsla um störf félagsins síðastliðið ár var lögð fram á fundinum. Er þar að finna ýmiss konar fróðleik, sem hér verður lítillega vikið að. Félagið á nú 8 skip, er fóru 66 ferðir til útlanda og 33 ferðir út um land. Leiguskip þess þetta ár voru 18. Fóru þau 25 ferðir milli landa og 4 út um land. Reksturs- hagnaður af skipum félagsins á árinu 1951 var um 14.3 millj. króna. En á leiguskip- unum var um 279 þús. kr. tap. — Hagn- aður af rekstri félagsins var um 2.887 millj. kr., og hefur þá verið fært til út- gjalda 9.628 millj. kr. frádráttur á bók- uðu eignaverði eigna félagsins. Eignir fé- lagsins neina um 100 millj. kr., en skuldir 34 millj. kr. Skuldlaus eign þess er því um 66 millj. kr. Alls fluttu skip félagsins og leiguskip 212.5 þús. smál. á árinu, og er það um 33.6 þús. smál. meira en árið áður. Innflutn- ingurinn jókst um 13.5 þús. smál. og út- flutningurinn um 12.7 þús. smál. Milli er- lendra hafna fluttu skip félagsins 7794 smál., og voru hreinar gjaldeyristekjur af þeim flutningum um ein milljón krónur. Gullfoss var leigður erlendis frá áramót- um til 10. maí, og var leigan 2 millj. kr. Sú upphæð kom eðlilega ekki heim í er- lendum gjaldeyri, því að kostnaður í er- lendum höfnum o. þ. h. dregst frá. Félagið hefur í hyggju að reisa vöru- geymsluhús í áföngum, og hefur það feng- ið Ieyfi Fjárhagsráðs til að hyrja í ár. Hef- ur komið til mála, að félagið hafi skipti á því umráðasvæði, sem það hefur nú við höfnina, og lóð þeirri á austurhafnarbakk- anum, þar sem nú stendur vörugeymsla sú, er reist var á stríðsárunum og nú er eign Reykj avíkurhafnar, en félagið leigir af höfninni. Með þessum skiptum mundi Eimskipafélagið fá stærri lóð og vöru- geymsluhúsið ekki vera nema þrjár hæðir. Þá liefur félagið fengið nýtt athafnasvæði milli Borgartúns og Sigtúns, en því hefur verið sagt upp svæði því, sem það hefur liaft vestur í Haga.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.