Ægir - 01.03.1954, Side 3
Æ G I R
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
47. árg. I Reykjavík — Marz 1954 | Nr. 3
Bjartsýni norska fiskimálastjórans.
Norski fiskimálastjórinn Klaus Sunnaná
flutti fyrirlestur í norska útvarpið um síð-
astliðin áramót. Sumt í ræðu þeirri er vert
umhugsunar fyrir íslendinga. Sunnaná sagði
meðal annars:
Ástæðulaust er að vera svartsýnn, litlitiÖ
gefur ekki tilefni til þess. Orsakirnar, sem
valda þeim erfiðleikum, er við höfum ált
við að glíma og snerta útflutninginn, eiga
i'ót sýna að rekja til gjaldeyriserfiðleika
ýmissa landa, eða stjórnmálalegi'a verzlunar-
astæðna. Tilgangslaust er að fara í graf-
götur um það, að framvegis nmn eitthvað
I gjaldeyris- og verzlunarmálum vera á ann-
an veg í heiminum en vera ælti. Hins vegar
er ekki fyrir að synja, að á þessu geti orðið
snögg breyting og er það von okkar.
En í þessu máli er það mikilvægast, að
ýmsar þjóðir heims vanhagar um þær fisk-
afurðir, sem við framleiðum. Við eigum að
framleiða vörur, sem þjóðirnar þarfnast og
Sæði þeirra verða að vera slík, að þær séu
teknar fram yfir vörur annarra þjóða. Jafn-
Icngi og við framleiðum slíkar vörur, mun-
um við sjá einhverjar færar leiðir til þess að
yfirstiga stjórnmálalega verzlunar örðug-
leika, sem öðrum þræði verða á vegi okkar.
Og eitt er víst, að niargar þjóðir víðsveg-
ar í veröldinni óska eftir fiskafurðum okkar.
Vi8 höfum fylgzt með þróuninni á þessu
sviði og við erum við því búnir að heyja
sainkeppni við aðrar þjóðir, sem stunda
fiskveiðar og framleiða sjávarafurðir. Það
ei' ástæðulaust að hafa illan bifur á því, þótt
aðrar þjóðir hagnýti sér fiskauðæfi sín við
strendur lands síns, hvar sem er i heimin-
um, og framleiði sjávarafurðir, svo sem
ástæður leyfa.
Norskur sjávarútvegur er bæði frá verzl-
unarlegu og fjárhagslegu sjónarmiði það vel
skipulagður, að við erum vel færir um að
mæta erfiðleikatímabilum annað veifið,
Þessi atvinnuvegur, mun sem aðrar atvinnu-
greinar, sem vel hafa komið sér fyrir, vera
fær um að fást við vandann.
Síðar ræddi Sunnaná um ýmis atriði, sem
renna stoðum undir ofangreint álit hans.
Eg tel, að það, sem hér liefur verið til-
fært lauslega úr ræðu norska fiskimálastjór-
ans, mættu íslendingar ígrunda vel. Hvernig
mundum við svara þeim ábendingum, sem
fram koma hjá honum, ef þær væru lagðar
fyrir okkur í spurnarformi? Mundu svör
okkar vera á sömu leið og hans.
Að sjálfsögðu bera að keppa að því á ís-
landi ekki síður en í Noregi, að treysta svo
grundvöll sjávarútvegsins, að hann þoli erf-
iðleikaár endrum og sinnum. Og því er ekki
að neita, að sitthvað hefur verið gert til þess
að svo mætti verða. En þar sem afkoma
vélbátaflotans ísl. er svo háð síldveiðum
fyrir Norðurlandi eins og raun var á orðin,
er ekki að undra, þótt aflaleysið þar í nær
því áratug hafi lamað afkomu bátaútvegs-
ins. Er ekki að efa að slík hefði einnig orðið
raunin í Noregi, ef svo langætt síldarleysis-
tímabil hefði komið þar.
L. K.