Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1954, Side 5

Ægir - 01.03.1954, Side 5
Æ G I R 35 hlotizt af því, að nauðsynlegur öi’yggisbún- aður er ekki eins og til er ætlast. Það er ætlazt til þess, að skip séu skoðuð e'nu sinni ú ári, ekki oftar, nema eitthvað serstakt komi fyrir. Við skulum gera ráð fyrir því, að allt, sem reglurnar heimta, sé 1 ^ngi, þegar skoðun fer fram. Þá hefur stundum þurft að kaupa marga hluti nýja, sem eyðilagzt hafa milli skoðana, vegna þess að ekki hefur verið hirt um að halda öllu vel við. Margir eru þeir, sem hirða hlutina vel og' sumir ágætlega. Þá menn tel ég að ætti að verðlauna. Aftur eru aðrir, sem gleyma hirðuseminni of oft, láta sig íitlu skipta, þótt skipið sé óhreint og illa htlítandi, hirða ekki um að lagfæra jafn- oðum og úr sér gengux-, láta bara drasla. ^ ið þá menn er bágt að eiga, en „flýtur á nieðan ekki sekkur“ stendur þar. Skoðun °g eftirlit kemur því aðeins að gagni, að sjómenn og skipaeigendur hjálpist að með a,Jt, er að búnaði skipa lýtur. Það kostar nhkið fé að hafa alla hluti góða og vel hirta nm borð í einu skipi, en það kostar meira fé að láta allt drabbast niður vegna hirðu- ,eysis. Þá er öryggið æði mikið meira á vel hirta skipinu en hinu illa hirta. Það ætti að vera nietnaðaimiál íslenzkra sjómanna og skipa- eigenda, að halda skipunum vel við, bæði utan og innan, hvar sem þau fara undir fánanum, sem öllum þykir vænt um. Einnig ey skipið oft og tíðum annað aðalheimili sjómannsins. Nýjar reglur um eftirlit með skipum komu út á síðastliðnu áiú, eru þar nokkur nýmæli um björgunartæki, sem nreiðanlega miða að auknu öryggi. Aðallega eru þessi nýmæli í samræmi Vlð hreytta tíma, aukna tækni, sem íslend- mgar tileinka sér sem aðrar þjóðir. Ættu torráðamenn skipa að kynna sér þessar reglur vel. Mjog er áríðandi, að allir sjó- nienn þekki bjargtækin hverju nafni, sem þau nefnast, ætti að veita almenna fræðslu nni meðferð þeirra. Mætti hugsa sér, að nániskeið væru haldin árlega í flestum Veiðistöðvum, einnig mætti hugsa sér þetta sem sérstaka námsgrein í alþýðuskólunum, jafnvel i efstu bekkjum barnaskólanna, svo og öllum skólum sjómannastéttar- innar. Bjargtæki, svo sem hvers konar fleyti- gögn, báta, fleka, bjarghringi, bjargbelti o. fl., telja menn yfirleitt óhugsandi að vera án. Á smærri skipum er oft mjög erfitt að koma fyrir t. d. bjargbátum, verða það allt- af litlar kænur, sem mönnum finnst að muni veita litla hjálp. Satt er það, að ekki lirðist vera mikið að treysta á smápramma, en oft getur það þó komið að gagni, eink- um ef þeir eru búnir fleytigögnum. Skip geta sokkið í góðu veðri, svo sem ef eldur kemur upp, sem ekki tekst að slökkva, eða ef skip rekst á sker eða land svo það brotni og ekki verði komizt í land nema að geta fleytt sér, enda þótt á smákænu sé. Mætti um þetta nefna dæmi, en verður ekki gert að þessu sinni. A smærri skipum eða bátum hefur verið horfið að því ráði að hafa gúmmíbáta, sem eru mjög fyrirferðarlitlir og í mörgum til- fellum eitt liið ágætasta bjargtæki, svo sem dæmin sanna. Enda þótt gúmmíbátar séu að ýmsu leyti æskileg lausn á þessum vanda, þá er það nú samt svo, að enn þá eru á þeim ýmsir gallar, en vissulega standa þeir til bóta. Ættu þeir að vera með hverju skipi, enda þótt trébátur sé aðalbjörgunar- báturinn. Allir opnir vélbátar (trillubátar), án til- lits til stærðar, ættu að vera búnir fleyti- gögnum, Ioftkössum, sem varna því, að þeir geti sokkið, þótt þeir fyllist af sjó. Talið er, að loftkassi, sem er einn rúmmetri að stærð, beri um 900 kg. Vélar í svona bátum eru yfirleitt léttbyggðar, ef menn athuga, hve þungar þær eru, og svo annað það, sem venjulega er í bátnum og getur sokkið, þá geta menn alveg vitað, hve stóra loftkassa jxarf að hafa. Algengt er að heyra menn tala um það, að það sé ekkert pláss fyrir loft- kassa í svona bátum. Það er að minni hyggju mesti misskilningur. Það er hægt að hafa kassa undir þóftum, svo og í báðum skut- um, jafnvel utan með undir hástokkum. Vissulega þarf að srníða kassana eftir lagi

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.