Ægir - 01.03.1954, Síða 6
36
Æ G I R
bátsins og hafa þá fleiri og smærri, hvern
eftir því sem rúm leyfir.
Samkvæmt hinum nýju reglum skulu öll
skip 150 lestir og minni hafa segl, stórsegl,
fokku og skutsegl (messan). Þegar talað er
um stórsegl, er átt við gaffalsegl, en skoð-
unarmaður getur leyft, að i stað stórsegls
komi eins stór þríhyrna og við verður kom-
ið á framsiglu. Einnig skulu þá fylgja til-
teknir varahlutir. Það getur riðið á miklu,
að seglin séu góð og fljótlegt sé að grípa til
þeirra. Þau eru þannig eitt hið mikilvæg-
asta bjargtæki. Þegar um þríhyrnur er að
ræða, þá er mjög mikilsvert að fokkan sé
eins stór og mögulegt er, hún gerir mestan
framdráttinn, þar sem nú orðið þýðir tæp-
lega að nefna klífir.
í hinum nýju reglum um eftirlit með
skipum eru ákvæði um hluti, sem ekki hafa
fyrr verið gerðar kröfur til að hafa í skip-
unum. Veltur þá mjög á því, að þeir hinir
sömu hlutir fáist sem víðast á landinu.
Ekki er það þægileg aðstaða fyrir skoðun-
armennina að heimta í skipin eftir bók-
stafnum, og svo er ekki hægt að fá hlutina
á staðnum. Er þá tvennt til, annað að stöðva
skipið, hitt að veita frest til þess að útvega
það, sem áfátt kann að hafa verið (venju-
legra er að fara þá leiðina). Veltur þá allt
á því, að forráðamaður skipsins hafi unnið
vel að því að bæta það, sem vantaði á til-
teknum tíma. Vissulega þarf að vinna að
því, að allir þeir hlutir, sem reglurnar
heimta að séu í skipum, fáist sem víðast á
landinu, og þá um leið, að ekki séu á boð-
stólum hlutir, sem ekki standast settar regl-
ur um gerð þeirra.
Aldrei verður það vinsælt að vera að
skipta sér af því, hvernig liver og einn hag-
ar sér, hvorki í þessum málum né öðrum.
Er skip standa á landi eða liggja í höfn
á milli vertíða, gefur oft að líta hina ömur-
legustu sjón. Opin lestarop og ibúðir, falir
og' kaðlar liggjandi um allt, seglin ef til vill
ekki tckin af, svo að ónýt eru, þegar til á
að taka aftur, argasta ómenning og hirðu-
leysi blasir við augum. Þessu til viðbótar
er jafnvel búið að stela flestu lauslegu, sem
í skipinu kann að hafa verið, rífa lausar
raflagnir eða lampastæði o. fl., o. fl. Þetta
er vítavert og á að refsa harðlega fyrir, ef
upp kemst. Skip eiga að vera friðhelg öðr-
um hlutum fremur, hvar sem þau eru.
Hér að framan hef ég minnzt á eitt og ann-
að í sambandi við búnað skipa, og vildi ég
með því vekja athygli manna a þvi, hve
búnaður allur er nú orðinn fullkomnari en
áður var, ef vel er á haldið og allir leggjast
á eitt með að uppfylla settar reglur og lög,
sem um búnað skipa gilda. Bætt skilyrði,
aukin þekking og tækni ætti sannarlega að
veita meira öryggi en áður var. Þrátt fyrir
það allt eru sjóslysin allt of tíð. Menn
spyrja, hvernig má þetta verða, þrátt fyrir
allt eftirlit, lög og reglur? Erfitt mun að
svar-a í öllum tilfellum.
Ekki mega menn treysta um of á hin
fullkomnu tæki nútímans, jafnframt verð-
ur að mun eftir því, að þarna eru fundin
dásamleg hjálpartæki, sem þurfa vandaða
meðferð og sérstaka umhirðu, til þess að
þau komi alltaf að fullum notum, er á
liggur. Sem fyrr verður gætni og fyrir-
hyggja, samfara djarfri sjósókn, ef til vill
veigamesta bjargtækið.
Saltfiskverá f Færeyjum.
í færeyska blaðinu „Dimmalætting“, er út
kom 20. febrúar siðastl. er greint frá verði
því, sem ákveðið er, að útgerðarmenn fái
fyrir fullstaðinn saltfisk úr skipi. Fer verð-
ið hér á eftir miðað við íslenzka peninga:
Stórfiskur yfir 26 tominur nr. I kr. 3.65,
nr. II 3.18, nr. III 2.47 pr. kg. Fiskur 22—26
tommur nr. 1 3.43, nr. II kr. 2.96 og nr. III
kr. 2.25 pr. kg. Fiskur 16—22 tommur nr.
I kr. 2.78, nr. II kr. 2.31, nr. III kr. 1.60.
Fiskur 12—16 tonnnur nr. I kr. 2.17, nr. II
kr. 1.70, nr. III kr. 1.00. Hardfiskur kr. 1.53.
Ufsi kr. 1.41 pr. kg og ýsa, langa og keila
kr. 1.65 pr. kg. — Breytingin á saltfiskverð-
inu frá því í júní í fyrra er eingöngu í því
fólgin, að stórfiskur nr. I hefur hækkað um
kr. 0.19, en smáfiskur lækkað um sömu upp-
hæð.