Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1954, Síða 7

Ægir - 01.03.1954, Síða 7
Æ G I R 37 Síldarsölíun um borð í veiðiskipum. Snemma á 15. öld tóku Hollendingar, ein helzta fiskveiðiþjóð heimsins, upp þá ný- breytni að salta síhlina, sem þeir veiddu fjarri heimamiðum, um borð í veiðiskipun- um. Síðan hafa margar þjóðir tekið upp sama hátt og nú síðast bæði Færeyingar og íslendingar. Síðastliðið haust munu nær 30 íslenzk skip hafa stundað rtknetjaveiðar og saltað um borð, aðallega á veiðisvæði, sem við nefnum Austurdjúp. Þessi atvinnuvegur ætti að geta orðið okkur íslendingum mikilsverður, ekki síð- ur en öðrum þjóðum, ef vel er á haldið. Ber því að vanda til framleiðslunnar eins og mögulegt er, svo að hún verði auðseljan- legri. Þegar íslenzk skip stunda síldveiðar aust- ur í hafi, liggur að sjálfsögðu beinast við að skipa þeirri veiði á land á Austfjörðum. Það er því ekki hvað sízt hagsmunamál okkar hér eystra, að vel takist til og áfram- hald geti orðið á þessum veiðiskap. Sjálf- um finnst mér anda heldur köldu úr ýms- um áttum í garð þessa atvinnuvegar, og ég óttast, að þær raddir ráði niðurlögum hans. Þjóðhollara væri þó að gera tilraun til að bæta úr þeim byrjunarörðugleikum, sem á þessu kunna að vera, áður en dauðadómur- inn er uppkveðinn. Nokkrir hafa spurt mig álits um að bæta verkun þessarar úthafssíldar. Sem þátttak- andi í veiðunum og eins vegna þess, að ég hefi nú undanfarið athugað talsvert inagn slíkrar síldar, mun ég nú gefa þau svör, er ég tel réttust á þessu stigi. S. 1. haust hættu flest islenzku skipin veiðum í lolc septembermánaðar, sumpart fyrir ógæftir og eins að því er sagt var, hve Síldarútvegsnefnd taldi söluhorfur slæmar. Og nokkuð er það, síldin liggur hér ÖIl enn. Um sölutregðuna vil ég annars segja þetta: Veiðin í reknet í Austurdjúpi er eflaust tekin af sama stofni og gengur fyrir Norð- urland um sumartímann og Norðmenn eru nú teknir til við heima hjá sér. Nú hættum við veiðum í septemberlok eins og fyrr segir, ekki sízt fyrir það, hvað síldan var „komin langt á Ieið“ — hrogn og svil orð- inn verulegur liluti af þunga hennar og síldin því ekki eins boðleg verzlunarvara. Hrogn og svil í síld veiddri í Austurdjúpi seint í september s. 1. reyndist vera um 60 grömm í stórsíldunum fullsöltuðum. Þess vegna er varla við því að búast, að hægt sé að selja haustsíldina á sama verði og hina (sumarveiddu síld) miðað við sama þunga í tunnu. Rétt er þó að geta þess hér, að það fer mjög eftir árferði, hve kyn- þroska síldarinnar er langt á veg komið t. d. 1. olct ár hvert. Norðmenn veiða nú (í janúar og fehrúar) stórsíld, sem komin er fast að hrygningu og selja hana víðs vegar ferska, frysta og saltaða. Um síld saltaða á skipsfjöl vil ég segja, að þar komist ekkert hráefni í samjöfnuð annað en „lásasíld“ (síld veidd í landnót, sem látin er standa 2—3 daga áður en hún er tekin til söltunar og þá orðin átulaus). Þessi síld á að geta komizt fersk og stinn i tunnurnar og því orðið fyrsta flokks vara. Þar sem eitthvað annað á sér stað, er or- sökin slæmur útbúnaður skipanna og kunn- áttuleysi skipverja, enda sjálfsagt að hafa eftirlitsmenn um borð, eins og á söltunar- stöðvum í landi, og láta reglur gilda um útbúnað skipanna. Helzta vandamálið, sem komið hefur í Ijós nú í haust, varðandi söltun um borð í skipum, er hættan við þráaskemmdir. Þeg- ar síld er söltuð í landi, er lögð á það rík áherzla af nauðsyn, að pælda. Fullpæklað er við tilslátt, aftur þegar tunnan er komin á geymslustað og enn eftir tvo daga. Lítið af þessu er hægt að gera um borð í skip- unum. Þar er aðeins hægt að pækla við til-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.