Ægir - 01.03.1954, Qupperneq 9
Æ G I R
39
ÓLAFUR ÞÓRÐARSON:
Síldin í Kollafirði og Hvalfirði.
Hvers vegna kom hún og dvaldist þar?
í janúar—marz 1947 var allmikil sild-
veiði í Ivollafirði, en sildarinnar varð þó
vart þar í okt.—nóv. 1946, en hentug veiðar-
færi þá ekki fyrir hendi né vinnslumögu-
leikar. í nóv.—des. var hafin tilraunaveiði
(samkv. sérstöku leyfi) með trolli, sem
heppnaðist, enda var síldin mjög þétt í firð-
inum. Einar Sigurðsson, skipstjóri á m/b
Aðalbjörgu, framkvæmdi þessar tilrauna-
veiðar, og segir hann, að ekki hafi þurft að
toga fyrir síldina, aðeins að sökkva troll-
inu og hífa það svo inn aftur fullt af síld.
Ivom það þá oft fyrir, að trollið rifnaði, sér-
staklega í byrjun tilraunaveiðanna, og sökk
þá mikið af dauðri síld til botns. Þegar svo
veiðar hófust í janúar 1947, þá með herpi-
nótum, fengu bátar mjög stór köst, svo að
mikil brögð voru að þvi, að næturnar
sprungu, ýmist vegna stórra kasta, eða
vegna ónýtra veiðarfæra. Á þessari Kolla-
fjarðarvertíð (janúar—marz) aflaðist ca.
13 238 900 kg. Eftir því sem ég hef komizt
næst með ágizkun um, hve mikið magn hafi
fallið þarna í sjóinn, þá mun hafa tapazt
svipað magn og það sem aflaðist, og ef það
hefur gengið svo hjá allflestum bátunum,
þá ætti það síldarmagn, sem fallið hefur
þarna til rotnunar í botni fjarðarins, að vera
nálægt 13 þúsund smál. Ég vil taka það
frain, að þetta er lausleg áætlun, og þó að
eitthvað af þeirri síld, sem bátarnir misstu,
hafi ekki drepizt áður en hún losnaði úr
nótunum, þá hefur magnið verið gífurlegt.
Einn sólskinsdag í lok ágústmánaðar
1947, var ég staddur niður við sjó í Kolla-
firði sunnanverðum, nokkurn veginn mið-
svæðis. Tók ég þá strax eftir því, að sjór-
inn var áberandi mjólkurlegur að lit, eða
likur jökulvatni. Datt mér strax í hug, að
þetta kynni að stafa frá rotnandi síldarleif-
um frá vertíðinni jan.-—marz það ár. Á heim-
leiðinni athugaði ég sjóinn í Grafarvogi,
en hann var blátær. Lét ég því Árna Frið-
rikssson fiskifræðing vita um þetta strax
daginn eftir, ef hann skyldi vilja athuga
þetta eitthvað nánar. Vegna annríkis, þá bað
hann mig að útvega sér sýnishorn af sjón-
um, sem ég gat þó elcki gert fyrr en þann 9.
september, og var sjórinn þá jafn mjólkur-
blöndulegur og áður. Þetta sýnishorn var
rannsakað, og reyndist innihalda mjög mik-
inn gróður, en ekkert benti til þess, að um
klak væri að ræða. Ég sagði síðan manni
úr síldarútvegsnefnd frá þessu, og að ekki
væri líldegt, að síld mundi setjast þar að
aftur um liaustið, svo framarlega að útlit
sjávarins breyttist ekki til hins betra.
Menn vonuðust nú eftir því, að síldin
mundi koma aftur í Kollafjörð, og settu
Hvalfjörð ekkert í samband við væntanlegar
veiðar. Rúmum mánuði eftir þetta eða
seinni hluta október 1947, varð síldar vart
í Kollafirði. Nálægt 20. okt. veiddist allt að
50 tunnur á bát og eitthvað næstu daga.
Þann 31. okt. var þar dágóð veiði, allt að
250 tunnur á bát.
Þann 1. og 2. nóvember félck Rifsnes 1700
mál í Hvalfirði, og 4 bátar samtals 3450
mál, og mun þetta hafa verið fyrsta Hval-
fjarðarsildin. Þjappaðist nú síld saman inni
í Hvalfirði á tiltöluleg lítið svæði, fyrir utan
Katanes, sem er norðan fjarðarins, á móti
Hvaleyri að sunnan.
Rregður nú svo við, að síldin svo að segja
hverfur úr Kollafirði, og er hámark veið-
anna þar, þann 31. okt., en einmitt 2 næstu
daga, sem eru fyrstu Hvalfjarðar-veiðidag-
arnir, 1. og 2. nóv., afla þessi 5 skip þar