Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1954, Side 10

Ægir - 01.03.1954, Side 10
40 Æ G I R 5150 mál, og eykst veiðin þar jafnt og þétt. Bendir þetta því greinilega til þess, að síldin liafi fært sig úr Kollafirði í Hvalfjörð, en ekki hlaupið beint inn í Hvalfjörðinn. Þann 11. niarz 1948 las ég í Vísi grein skipstjórans á m/b Kristjáni, sem stundaði síldveiðar í Hvalfirði, og var einn af þeim síðustu, er voru þar á þeirri vertíð. Þar skýrði hann frá því, er hann kom úr síðustu veiðiförinni, að þegar mennirnir voru að taka inn nótina, þá var hún með svo mikl- um óþverra og ódaun, sem þeir töldu stafa frá rotnandi síld, að mennirnir höfðust varla við á þilfari bátsins. Þá voru liðnir 4 mánuðir frá því, að þessi vertíð hófst. Styrkti þetta nú grun minn um útlit Kolla- fjarðarins, og ritaði ég því grein í Vísi þann 16. marz 1948: „Var Kollafjörður eitraður, þegar vetrarsíldin kom?“ Benti ég þar á út- lit Kollafjarðarins um það leyti, sem sildin setlist að í Hvalfirði. Og hættuna af því, að ef mikið af dauðri síld félli til botns á svo þröngum veiðisvæðum, þá kynni svo að fara um Hvalfjörð sem Ivollafjörð, að síldin fældist staðinn, ef hún kæmi þar aftur. Jafnframt fælist síldarungviði frá slíkum stöðum, og kynni þá jafnvel að forðast þá síðar. Allmikið magn mun liafa fallið til hotns í Hvalfirði, aðallega vegna ónýtra veiðarfæra. Kollafjörður. Eins og vitað er, þá sækir síldin mjög i birtuna, og má fá hana til þess að hópast sainan á þann stað í sjónum, sem bátar varpa kastljósum sínum á. Á sama hátt mun hún verða vör við hina lokkandi birtu, sem stafar frá snjóþöktum fjöllum. Engin vandræði er fyrir hana að verða vara við þessa birtu, þegar hún veður í öldutoppun- um, enda þótt um langa fjarlægð sé að ræða. Á haustin, þegar daga tekur fyrir alvöru að stytta, þá kemur það fyrir, jafnvel um miðj- an september að einn morguninn er síldin lítur til NA t. d. frá Miðnessjó, þá eru fjöllin skyndilega orðin snjóhvít og björt. Enda hefur það verið svo háðar þessar sildar- vertíðir, að hún hljóp inn í firðina um sama leyti og fyrsta snjó festi í fjöllin. Alkunna er, hvernig vetrarsíldin leitar að strönd Noregs. Þykir mér sennilegt að liún hlaupi í heildarbirtuna yfir snjóþakinni norsku ströndinni, í austri, ált sólaruppkomunnar, en velji sér svo tiltölulega tygna og bjarta staði, þegar þangað kemur. Eg tel líklegt að síldin, sem kemur upp undir Reykjanes, í Miðnessjó og þar í grennd, hlaupi í áttina að Akrafjalli og Esju, þegar snjór sezt í þessi fjöll, og þá jafnframt í fjöllin í nágrenni þeirra. Þá inyndast jafnframt mikil birta af fjöllun- um, og eru oft miklir skýjabólstrar yfir þeim, sem fá aukinn bjarma frá snjónum til viðbótar endurskininu frá sólinni á daginn og frá tunglinu að nóttu. Oft kemur það fyrir, að snjór hverfur úr Esju og Akra- fjalli eftir einn eða fáa daga, enda þótt ekki hverfi snjórinn úr Skálafellinu (770 m) í Mosfellssveit og úr Skarðsheiðinni. Tel ég því aðal hirtusvæðin, nágrenni Skálafells og austurhluta Esjunnar fyrir Kollafjörðinn og Skarðsheiðina fyrir Hvalfjörð. Ef við athugum kortið af þessum veiði- stöðum í sambandi við ferðalag síldarinnar fyrir Reykjanes inn í Miðnessjó og Faxa- flóa, sjáum við okkur lil mikillar undrunar, að ef við drögum línu frá Garðskaga (Mið- nessjó) í Skálafell, þá er bein lína rétt vestan við Seltjarnarnes, Akurey og Lundey, og ekki nóg með það, heldur liggur línan beint inn Kollafjörðinn. Það er því eins og síldin hafi sett „strik“ samkvæmt leiðarreikningi, Garðskagi—Skálafell, en þá strandar hún óhjákvæmilega í botni Ivollafjarðar. Rétt norðvestan Slcálafells eru Móskarðshnúkar (700—800 m) með pýramídalöguðum topp- um. Þegar svo síldin er komin í Kollafjörð, nýtur hún afarmikillar birtu og endurskins frá snjó, þegar hann er í hvilftinni í Esj- unni, milli Esjuhergs og Kistufells, beint norður af Kollafirði. Sólin skin beint í hvilftina, þegar hún er í hádegisstað. Frá Kollafirði í Skálafell eru ca. 12.5 kílómetrar. í sept.—okt., þegar nótt tekur fyrir alvöru að lengjast, og síldin hefur fært sig inn á

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.