Ægir - 01.03.1954, Qupperneq 12
42
Æ G I R
hlaupið beint strik, Garðskagi og inn í Hval-
fjörð, en ef við gerum ráð fyrir, að hún
hlaupi beina leið á sama hátt og ég geri ráð
fyrir að hún hafi gert, þegar hún yfirgaf
Kollafjörð, þá ætti hún ekki að nema staðar
fyrr en inn við Hrafnabjörg, ca. 11 km fyrir
innan Katanes. Þá hefði hún ekki Skarðs-
lieiðina og Hafnarfjall undan sól í hádegis-
stað, eins og frá Hvaleyrarmiði, sbr. í Kolla-
firði hvilftina í Esjunni. Þessi tvö birtusvæði
hafa það sameiginlegt, að þau eru bæði und-
an sól í hádegisstað, og endurkasta því sterk-
um geislum upp i skýin, sem gefa margfalt
birtumagn. Frá þessum veiðisvæðum getur
síldin einnig hlaupið beint strik til baka,
á þann stað, sem hún kom frá, Miðnessjó.
Skammt vestur af Skarðsheiði, eru Hafnar-
fjall og Hrossatungur, en ekkert fjall skygg-
ir á þau, frá veiðisvæðinu að sjá, milli Akra-
f jalls og Miðfellsmúla.
Að síldin hópast ekki saman 10 km inn-
ar í Hvalfirði, milli Saurbæjar og Hrafna-
bjarga, tel ég einmitt benda til þess, að hún
hafi verið á leið út úr Kollafirði og hlaupið
af strikinu Kollafj.—Garðskagi og stefnt
beint á birtusvæði Skarðsheiðar, sem hún
hefur þekkt ef til vill frá því er hún var
ungviði, eða þá orðið fyrir áhrifum frá
birtusvæði Skarðsheiðar, á leið sinni úr
Kollafirði. Það er gefið mál, að einmitt
októbermánuðir 1946 og 1947, hafa Hval-
fjörður og Kollafjörður verið næðisamir
dvalarstaðir, því að svo að segja allan mán-
uðinn var vindur ýmist sunnan eða austan.
Birtusvæðin í Hvalfirði.
Frá Hvaleyrarmiðinu er ekkert fjall,
sem skyggir á inn fjörðinn á móts við
Hrafnabjörg, ca. 10 km leið, og heldur
ekki út í fjarðarmynni, sem er ca. 18 km.
Þarna er fjörðurinn beint inn í landið frá
SV til NA, en á móts við Hrafnabjörg beyg-
ist hann svo til austurs. Nálægt því þvert á
þessa stefnu, frá Hvaleyrarmiðinu, er svo
Kjósardalurinn í SA í stefnu á Stíflisdals-
vatn, en frá því er afrennsli niður Kjósar-
dalinn. Beint framhald af þessari stefnu yfir
fjörðinn til NV, er yfir láglendið milli Akra-
fjalls og Miðfellsmúla, vestan Hafnarfjalls.
Með tilliti til þessara atriða, þá liggur síldin
þarna í miðri fjögurra arma birtusælli
stjörnu. Þegar snjór er svo í fjöllum Hval-
fjarðar, þá verður fjörðurinn enn bjartari.
Kjósardalurinn hefur stefnu áfram frá
Stíflisdalsvatni á Þingvallavatn, sem er mjög
geislaríkt svæði. Einnig hefur Mosfellsdalur
stefnu frá Ivollafirði á Þingvallavatn.
Hvað snertir birtusækni síldarinnar, þá er
vert að geta þess, að einmitt þessir staðir
eru, sérstaklega þegar fjöllin eru hvit af
snjó, mjög ríkir af fjólubláum geislum, sem
eru langdrægir og koma sér vel, því þeir
koma af stað D-vítamínhleðsIu. Það er talið
í bókinni „Hafið og huldar lendur“, að
rauðu geislanir séu horfnir á 70—80 m dýpi
og öll hin rauðgula og gula hlýja sólar-
innar. Er neðar dregur, hverfi grænu geisl-
arnir smámsaman, og á 300 metra dýpi sjáist
ekkert nema harður djúpur blámi. I mjög
tærum sjó geti hinir fjólubláu geislar lit-
rófsins, smogið enn 300 metra niður, en
þar fyrir neðan sé helmyrkur.
Vegna þessa er það ekki óeðlilegt, að
vetrarsildin sæki á staði eins og t. d. Grund-
arfjörð og pollinn á Akureyri. Það má segja,
að þessir staðir séu með sldnandi veggjum
svo að segja til allra hliða, þegar snjór er
á jörðu. Er ekki ósennilegt, að þegar síldin
fer að sakna sumarbirtunnar í hafinu, og
nótt tekur að lengjast, að þá mætti leiða
hana með fjólubláum neðansjávarljósum,
hægt og rólega inn á vissa firði, þegar hún
fer að nálgast landið, og jafnvel mætti kasta
noklcru af þorskhrognum í sjóinn um leið.
Þegar hún væri svo komin inn á ákvörð-
unarstaðinn, þá ætti að halda henni áfram-
haldandi hrognaveizlu, með nokkrum tunn-
um á dag, sem svo yrðu greiddar hlutfalls-
lega eftir aflamagni veiðiskipanna, þegar
til kæmi. í sambandi við þessar athuganir,
þá er það alls ekki ómögulegt, að þegar
snjór sezt í fjöllin að hausti, að takast megi
að beina athygli sildarinnar t. d. að Kolla-
firðinum, með því að beina sterkum kast-
ljósum upp eftir hlíðum Esjunnar í ná-
grenni Ivollafjarðar, sem er opin fyrir stefn-