Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1954, Síða 13

Ægir - 01.03.1954, Síða 13
Æ G I R 43 unni á Garðskaga og Miðnessjó, og lýsa þannig upp snjóinn i hlíðunum. Áhrif hávaðans á síldina. Enn fremur ætti að athuga vísindalega áhrif hins mikla hávaða, sem mótorskellir (hljóðbylgjur) valda, og svo hávaða frá skrúfum bátanna. Það vill svo vel til, að til er hér á landi hljómmynd (litkvikmynd), sem er eign Gideon-félagsskaparins, sem ég tel athyglis- verðustu mynd, sem ég hef séð. Af mynd þessari geta útgerðarmenn sannfært sig um hávaða þann, sem skip þeirra koma af stað, og einnig um hljóð fiskanna, sem menn hafa til skamms tíma haldið að engin væru. Ólafur Ólafsson kristniboði er reiðubúinn til þess að sýna þessa mynd t. d. á vegum Fiskifélagsins eða L. í. Ú. og vona ég að bráðlega verði úr þeirri sýningu. Áður var það svo, að nótabassar gættu þess vandlega, að skrúfa veiðiskipanna væri ekki í gangi nálægt síldartorfunni, þegar kasta átti, þvi þó að skipin renndu með ganglausri skrúfunni í áttina að torfunni, en aðeins kipptu afturá með skrúfunni, þá stakk síldin sér, þegar skrúfan var sett í gang, ef þau höfðu nálgast hana um of. Geta menn því vart búizt við þvi, að sildin ókyrrist ekki á mjög þröngum veiði- svæðum, eins og til dæmis í Kollafirði, þegar 40 mótorbátar með 1 og 2 nótabáta hver, sem einnig eru með mótorum eða um 100 mótorar í gangi og þar að auki skrúfurn- ar að einhverju leyti. Enn frernur höfðu sumir nótabassar það mikla varkárni áður fyrr, að þeir aðgættu að mennirnir í nóta- hátunum skelltu ekki árunum í ræðin við róðurinn, og klæddu þau jafnvel gúmmíi. til þess að árarnar gerðu sem minnstan hávaða. Af dvöl síldarinnar milli Hvaleyrar og Kataness getur maður nú dregið þá ályktun, að síldin hafi áður einmitt valið þennan stað til dvalar. Bendir nafnið Hvaleyri til þess, því að ekki er ósennilegt, að hvalir hafi fylgt síldartorfunum eins og þeirra er l^venja, en nú fælzt vegna veiðiskipanna. Líklegt er, að hvalirnir hafi hlaupið á land, eða flætt undan þeim á Hvaleyrinni. Það er heldur ekki ósennilegt, að á þeim tima, sem eyrin fékk þetta nafn, þá hafi menn alls ekki orðið varir við síldargöngurnar, sem lokkuðu hvalina inn í fjörðinn. Stefnubreyting síldarinnar frá strikinu Garðskagi—Kollafjörður til Hvaleyranniðs- ins, er 45 gráður. Ef við drögum strik frá Stíflisdalsvatni, niður Mosfellsdalinn í Kollafjörð, og frá Stíflisdalsvatni niður Kjósardalinn í Hvaleyrarmið, þá fáurn við einnig 45 gráðu horn. Frá Hvaleyrarmiðinu myndast þannig tvö 45 gráðu liorn, sem snúa bökum saman yfir hvilftina í Esjunni fyrir ofan Kollafjörð. Skuggar á mælitæki herskipa. Á stríðsárunum urðu gæzluskip hersins í Hvalfirði vör við grunsamlega skugga á mælitæki sín. En þegar átti að fara að rann- saka þetta nánar (vélar og skrúfa sett í gang), þá hurfu skuggarnir. Mjög senni- lega hafa þetta verið síldartorfur, en ekki kafbátar, og er elcki ólíklegt, að herstjórnin mundi gefa upplýsingar um, hvenær og á hvaða tímum árs þessa hefur sérstaklega orðið vart. Sprengjugirðingin í Hvalfirði var sprengd eftir lok stríðsins (21. mai, sbr. „Virkið í Norðri“). Einni klukkustund eftir spreng- ingarnar sigldi Einar Sigurðsson skipstjóri yfir sprengjusvæðið. Var fjörðurinn þá landa á milli hvítur af dauðu silfurgljáandi síldar-ungviði, sem ekki var lengra en eld- spýta, ca. 5 cm, alla leiðina frá Katanesi og inn að Ferstiklu, sem er ca. 9 km vega- lengd. Ég vil ekki láta hjá líða að geta þess, að veiðisvæðið i Hvalfirði er milli ritsíma- línanna til vestur- og norðurlandsins, sem hggja yfir fjörðinn að Gröf og Katanesi. Kannski hefur Kataneslinan lekið og stöðv- að síldina, hafi hún ætlað lengra inn fjörð- inn? Það er vitað, að fisk má króa inni með rafstraum, eða hefur hún orðið vör við són- inn í línunni, á sama hátt og þegar maður heyrir í símalínum á landi?

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.