Ægir - 01.03.1954, Page 14
44
Æ G I R
Eftir veiðarnar á þessum tveim stöðum,
þykir mér líkur benda til þess, að rotnunin
liafi ekki verið yfirstaðin, þegar sildin kom
áftur, ca. 6 mánuðum eftir að hún yfirgaf
þá, samanber sjóinn í Kollafirði í ágúst—
sept. 1947, og svo umsögn skipstjórans á
m/b Kristjáni í marz 1948, eftir Hvalfjarðar-
A'ertíðina. Sii rotnaða síld, sem hann fékk í
nótina, mun mjög sennilega hafa verið frá
fyrri hluta vertíðarinnar, og hendir það til
þess, að síldin muni þurfa langan tima til að
rotna, eftir að hún kynni að vera orðin
að úldinni kös, sem ég geri ráð fyrir að hún
verði í pyttum á botni sjávarins. Vegna þess
hve feit lnin er mun hún renna saman i
klessu, sem straumar ná ekki til að sundra,
og því óæt fyrir fiska og dýr.
Veiðisvæðin, rotnunarsvæði og óhreinindin
í Oslófirði.
Fyrir ári síðan voru nokkur skrif i
norskum blöðum um óhreinindin í Osló-
firði, og höfðu sambönd fiskimanna í inn-
fjörðum Oslofjarðar myndað með sér sam-
tök um það, að eitthvað yrði gert til þess að
stemma stigu við eitrun sjávarins. Á mörg-
um stöðuin, þar sem til skamms tíma voru
góð fiskimið, sést nú ekki fiskur, og fjöldi
fiskimanna hafa orðið að yfirgefa atvinnu
sína. Prófessor Hjalmar Broch í Osló, sem
tók þátt í fundarhöldum um þetta, skýrði
frá því, að mikil óhreinindi stöfuðu frá
skipum, sem losuðu oliuafganga í sjóinn í
firðinum. Meginóhreinindin koma frá sorp-
hreinsunarstöðvum og skólpleiðslum, en
þau óhreinindi koma af stað gerjun, sem
myndar brennisteinsvatnsefni, en það drep-
ur allar lífverur. Stundum myndast mikið
af smágróðri, þörungum, sem aðeins sjást
i smásjá, og mynda þétt lag í sjónum. Þessi
gróður eyðir súrefninu í sjónum, og súr-
efnisvöntun myndast á stórum svæðum,
sem hindrar þróun dýra og fiska. En unnið
er að þvi að breyta sorpi og skólpleiðslu-
frágangi i áburð, í stað þess að láta það fara
í sjóinn. Það eru nú orðin meters þykk lög i
sjónum um allan innri hluta Oslófjarðarins,
og staðrevnd, að fiskur getur alls ekki þrif-
izt þar. Einnig hefur dr. Alf Dannevig, for-
stjóri klakstöðvarinnar í Flödevigen, rann-
sakað sjóinn í Oslófirði síðan 1945. Hann
hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að óhrein-
indin skerði súrefnisinnihald sjávarins, svo
að þar séu nú víða súrefnissnauð sjávar-
lög allt að þrjátíu metra þykk, sem hefur
þau áhrif, að hrogn og ungviði getur ekki
þróazt.
Jafnframt því að stemma stigu fyrir eitr-
un sjávarins í Oslófirðinum, þá liafa sam-
bönd fiskimannanna þar hafið fjársöfnun í
því skyni, að koma upp nýjum fiskistofni á
þessum slóðum á næstu 10 árum, og er
kostnaðurin áætlaður kr. 5000.00 (norskar)
á ári. Sambandið hefur hugsað sér að kaupa
nú þegar 100 millj. þorskaseiði frá Flöde-
vigen í Noregi. Lúðuseiðin verða keypt frá
Danmörku.
Er hægt að hlusta á komu síldarinnar?
Að þessu athuguðu þykir mér mjög
líklegt, að sildin hafi flúið úr Kollafirði
vegna óhreininda inn í Hvalfjörð, — og að
sá gróður, sem fannst í sýnishorni mínu,
hafi einmitt verið svipaður hinum skaðlega
gróðri Oslófjarðar. Enn fremur, að þótt hún
hafi komið aftur í Hvalfjörð haustið 1948,
þá geti svo verið, að hún hafi farið jafnóð-
um út aftur af sömu ástæðum.
Með því að nú er liægt að heyra hljóð fisk-
anna, eins og hljómmynd sú, er ég nefndi,
sannar, þá mundi það sennilega vera mjög
auðvelt að fylgjast með því, hvort síld kem-
ur á staði eins og Hvalfjörð og Kollafjörð,
með því að hafa hljóðnema liti í sjónum á
Hvaleyrarmiðinu og í Kollafirði í sam-
bandi við einhverja af bæjunum eða sím-
stöðvarnar í nágrenni þessara veiðisvæða.
Tæknin er komin það langt á þessu sviði,
að liægt er að sía frá hljóð vissra fisk-
tegunda, sem ekki er óskað að hlusta á.
Þess er getið í bókinni „Hafið og huldar
lendur“ eftir Rachel L. Carson, að til þess
að læra að þekkja hljóð hinna ýmsu fiska,
þá hafi verið teknir lifandi fiskar og settir