Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1954, Page 32

Ægir - 01.03.1954, Page 32
62 Æ G I R Sel- og hákarlaveiðar Norðmanna 1953. Síðastl. ár voru 59 norsk skip gerð út til selveiða. Árið áður voru gerð út 81 selveiði- skip og svipað 1951. Það, sem veldur því, að skipunum fækkað mikið á síðastl. vertíð er mikið verðfall á selafurðum árið 1952 og jafnframt hið mikla manntjón, sem þá var á selveiðiflotanum. Norski selveiðiflotinn skiptist eftir hér- uðum þannig: Frá Mæri og Romsdal 25, Norland 2, Troms 29 og 3 frá Finnmörku. Miðað við árið áður var fækkunin mest i Troms. Nettó rúmlestamagn selveiðiflotans var að þessu sinni 3612, en 4528 árið 1952, þing S. Þ. gerði samþykkt i málinu 1948, en áður hafði verið haldinn alþjóðafundur siglingaþjóða í Svisslandi. 1 alþjóðasam- þykkt, sem gerð var á fundinum, var svo ákveðið, að þegar 21 þjóð hefðu gerst að- ilar að samþykktinni, skyldi stofnað „Inter- governmental Maritime Consulative Organi- sation“ (IMCO). Þó var svo kveðið á, að hvert þessara ríkja yrði að eiga minnst 1 milljón smálesta af skipakosti. Þegar 21 þjóð með tilskilinn skipastól hafði gerzt aðili að samþykktinni, samþykkti Efnhags- og félagsmálaráð S. Þ. (ECOSOC) að hvetja siglingaþjóðir heimsins til að koma til að ræða hve skjótt og á hvern hátt væri hægt að koma IMCO á fót. Árangurinn varð fundur þeirra 14 ríkja, sem getið er hér að framan. Nauðsynleg stofnun, sem ekki þolir bið. í skýrslu siglingaþjóðanna 14, sem send hefur verið til rikisstjórna með áskorun um, að suðla að stofnun IMCO, segir m. a., að „þessi ráðgefandi stofnun sé mjög nauð- synleg“. í skýrslunni segir enn fremur, að það sé trú fulltrúa þeirra þjóða, er fjallað hafa um málið, „að það sé vissulega i hag allra þjóða, sem stunda siglingar, að sér- stofnun innan Sameinuðu þjóðanna verði stofnuð sem fyrst til hagsbóta fyrir sjó- menn og skipaeigendur“. og hefur því meðalstærð skipanna verið 61 nettó rúmlestir, eða 170 brúttó rúmlestir. Allst störfuðu að selveiðunum 1002 menn, en 1411 árið 1952. Nokkrir erfiðleikar voru á að fá æfða menn til veiðanna og voru því nú ekki nema 16 menn að meðaltali á hverju skipi, en 17 árið áður. Hvorki varð mann- tjón né skipa við veiðarnar að þessu sinni. Alls fóru skipin 84 veiðiferðir, svo að rösk- lega þriðjungur skipanna hefur farið meira en eina ferð. Að þessu sinni veiddust alls um 195 þús. selir, en um 260 þús. árið áður. Veiðin hefur greinilega minnkað síðustu þrjú árin. Lang- mest veiðist af vöðusel, 160 þús. nú, en 194 þús. árið 1952. Veiði blöðrusels minnkaði stórlega, eða miklu meira að tiltölu en af öðrum selateg- undum. Árið 1953 veiddust aðeins um 32 þús. en 64 þús. árið áður. Þar að auki veidd- ust 1750 kampselir, 485 liinganórar og 290 isbirnir. Rostungar eru nú algerlega friðaðir samkv. konungl. tilskip. frá 20. júní 1952. Verð á selaafurðum lækkaði mjög mikið 1952, en varð lítið eitt slcárra síðastl. ár. Heildarverðmæti selafurða miðað við það, sem skipstjórar gefa upp til tollskrifstof- unnar, þegar skipin koma að landi („Inn- klareringsverdien“) nam 19.5 rnilíj. ísl. kr., en til samanburðar má geta þess, að árið 1952 nam það 23 millj. kr. og 1951 62 millj. ísl. króna. — En þar sem afurðirnar eru ekki seldar samtímis og skipin koma í höfn, er verðmætið, sem þá er tilgreint, vitanlega áætlað. En að þessu sinni mun ekki skakka miklu á áætluðu verðmæti og söluverði. Þannig hafa endanlega verið reiknaðar út 14 veiðiferðir 1953, og reyndist áætlað verð- mæti 1.5% lægra en söluverðið. Árið 1953 stunduðu 15 norsk skip hákarls- veiðar samtímis selveiðum. Afli þeirra af hákarli var 373 smál. af lýsi og 116 smál af hákarlslifur, og nam áætlað verðmæti þessa fangs 1.9 millj. ísl. króna. Eitt norskt skip var við hákarlaveiðar eingöngu, en um afla þess er ekki getið.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.