Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1954, Síða 33

Ægir - 01.03.1954, Síða 33
Æ G I R 63 Skref til framfara í þágu sjávarútvegsins. Eftirfarandi grein hefur borizt frá franska sendiráðinu í Reykjavík. Samsetning sjávarvatnsins er svo marg- brotin, að hingað til hefur ekki verið ger- legt að búa það til og einnig athyglisvert, að sjávarvatnið hefur ekki verið auðvelt að frysta til þessa. Náttúran sjálf er þess ekki megnug, og hafís heimskautanna er alveg ósaltur. Ef fiskur úr sjónum, sem er þannig settur í ósalt vatn, lifir það ekki af, deyr hann tvisvár sinnum —■ mætti segja — ef hann er, eftir að hann er veiddur, lagður í ís af ósöltu vatni. Útlit hans er breytt, hann er uppbleyttur, hann glatar nokkru af nær- ingargildi sínu og nálega öllu bragði; skörp bein eða beittar brúnir á muldum ísnum rifa roðið og stinga fiskinn. í ís úr sjávar- vatni er fiskurinn í sinu eigin umhverfi og varðveitir alla sína eiginleika, jafnvel eftir þá daga eða vikur, sem hann er þannig geymdur. Tveir Frakkar, þeir prófessor- arnir Le Danois og verkfræðingurinn Trépaud, gerðu nú nýlega mjög vel heppn- aðar tilraunir á eynni Yeu, sem er í Atlants- hafinu, svo sem þrjátíu kílómetra frá Frakklandsströnd. Þeir höfðu tæki á ey þessari, sem framleiddi sjálfvirkt á degi hverjum 20 smálestir af ís úr sjávarvatni. Það var þessum ís að þakka, að túnfiskur, sem geymdur hafði verið 27 daga í skips- lest, var eins og hann hefði verið veiddur nokkrum stundum áður. Sjómenn og út- gerðarmenn spara mikið, þar sem ekki er lengur um rýrnun að ræða, og það er betra að selja fisk, sem geymdur hefur verið í is af sjávarvatni. Hvað viðvíkur neytend- um, þá eru þeir öruggari með að fá þessa fæðu ferska i raun og veru, vel útlítandi, með meira næringargildi og betra bragði. Þessi nýja aðferð, sem alls staðar er hægt að koma við án sérkunnáttu, á afskekkt- um stöðum og með óverulegum útgjöldum, er vís til að auðvelda mjög fiskveiðar og sölu sjávarafurða. „Ægir“, mánaðarrit Fiskifélags Islands, flytur margs konar fróðleik um útgerð og siglingar ásamt fjölda mynda. — Argangurinn er um 300 bls. og kostar kr. 25.00. — Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslusími er 80500. — Pósthólf 81. Ritstjóri: Lúðvlk Kristjánsson. Prentað í Rlkisprentsmiðjunni Gutenberg. Stórsíldarveiði Norðmanna. Árið 1951 öfluðu Norðmenn á stórsíldar- vertíðinni 6 746 þús. hektólitra af síld, og var það meiri veiði en Norðmenn höfðu nokkru sinni áður fengið á þessari vertíð. En í vetur varð þó stórsíldaraflinn um þriðjungi meiri en þá eða 9 548 þús. hl. Þeg- ar á það er litið, að þessi mikli afli er veidd- ur á fjórum vikum má geta sér nærri, að síldargengd er geipileg. Norðmenn eru vel undir það búnir að sinna slikum aflabrögðum og hagnýta sér þau. Síldveiðifloti þeirra er stór og vel út húinn og tæki til að hagnýta aflann í landi eru ekki síðri. En þegar huganum er rennt til þess, hve aflamagn þetta kemur á land á skömmum tíma, gegndi það engri furðu, þótt eitthvað af því nýttist ekki til fulls. En eftir því, sem norsk blöð herma, hefur ekkert verið því til fyrirstöðu að taka við hinu gevsilega aflamagni og hagnýta það að fullu. Verðmæti vetrarsíldarinnar er talið nema 913 millj. ísl. króna. Einar Hareide, starfsmaður í „Norges sildesalslag“ greinir frá því í „Morgenposten“, að þrátt fyrir hina miklu veiði rnuni ekki koma til markaðs- erfiðleika né verðfalls á síldarafurðum. Um % hluta stórsíldarinnar fóru í bræðslu. Megnið af síldarmjölinu er selt til Ameríku, og er greiður markaður fyrir það þar. En sildarlýsið er að mestu notað innanlands til smjörlíkisgerðar og er því hægt að komast hjá að flytja inn aðrar tegundir feitolíu til þeirra hluta.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar: 3. Tölublað (01.03.1954)
https://timarit.is/issue/313041

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. Tölublað (01.03.1954)

Gongd: