Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1956, Page 3

Ægir - 01.04.1956, Page 3
49. árg. Nr. 6 Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS Reykjavík, 1. apríl 1956. IJtgerð og aflabrögð Afli togaranna hefur verið njög tregur undanfarið og tíð rysjótt. Afli línubátanna sunnan lands og vestan var og tregur f. hl. marz- mánaðar og gæftir stirðar, enda hefur verið um langvarandi suðlægar vind- áttir að ræða. Margir eru komnir með net, en aflinn hjá þeim hefur verið fyrir neðan meðallag. Úr öðrum landsfjórðungum, þaðan sem vetrarútgerð er rekin, er svip- aða sögu að segja. TOGARARNIR Síðan fyrir áramót hefur afli togaranna yfirleitt verið tregur; gæftir hömluðu Kijög veiðum og má segja, að það sem af er árinu hafi tíð verið stirð. Eins og getið var j 3. tbl. þessa árgangs Ægis seldu tveir togarar afla sinn í þýzkum höfnum í jan- úarmánuði. Einn togari, Egill Skalla- grímsson, seldi afla sinn í Bremerhaven 20. febrúar 231.355 kg. fyrir 357.070 krón- ur; meðalverð var kr. 1.54 pr. kg. Fádæma aflatregða hefur verið á tog- aramiðum sunnanlands og vestan allan marzmánuð; og kveðast gamlir og reyndir togaramenn ekki muna aðra eins ördeyðu. Ura miðjan mánuðinn fengu nokkur skip dálítinn afla út af Vestfjörðum, en sú hrota stóð mjög stutt. í marzmánuði voru flestir togaranna á veiðum á svæðinu írá Selvogsbanka að Jökli og fyrir vestan. Norðlenzku og austfirzku togararnir héldu sig samt að mestu úti af Norðurlandi (Rauðanúp) og var reytingsafli á þeim slóðum, en fiskurinn fremur smár. Um 20 togarar veiddu í ís í marzmánuði, 10 veiddu í salt, en ýmsir veiddu bæði í ís og salt. SUÐVESTURLAND (1.—15. marz 1956). Hornafjörður. Frá Hornafirði réru 3 bátar með net. Gæftir voru fremur slæm- ar. Afli bátanna á þessu tímabili var 183 lestir í 24 róðrum. Aflahæsti bátur á tíma- bilinu var Gissur hvíti með 68 lestir í 8 róðrum. Á sama tímabili í fyrra nam afl- inn um 297 lestum í 46 róðrum. Vestmannaeyjar. Frá Vestmannaeyjum reru um 80 bátar; voru flestir þeirra með net, en 3 með línu. Afli var mjög misjafn í netin — frá 5—12 lestir. Ýmsir netja- bátanna voru með handfæri öðru hvoru og fengu um 6 lestir í róðri. Aflahæstu bátar á þessu tímabili voru: Gullborg (net) með 110 lestir í 9 róðrum ísleifur III (net) — 78 — í 8 — Björg SU. (lína) — 73 — í 7 — Heildaraflinn á þessu tímabili var 3.200 lestir í 490 róðrum. Á sama tímabili í fyrra var heildaraflinn um 3.500 lestir í 500 róðrum. Stokkseyri. Frá Stokkseyri reru 5 bátar með línu. Gæftir voru afleitar; voru flest farnir 2 róðrar. Afli bátanna á þessu tíma- bili var 101,4 lestir í 10 róðrum. Mestur

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.