Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1956, Qupperneq 11

Ægir - 01.04.1956, Qupperneq 11
ÆGIR 93 Brasilíu er frjáls sala á erlendum gjald- eyri og hefur verið svo í nokkur ár. Vegna þess að smáþjóðir, eins og Norðmenn, hafa mjög takmarkað vöruval að bjóða, er eft- ii’spurn eftir gjaldeyri þeirra miklu minni en eftir gjaldeyri stórþjóðanna. Af því leiðir, að norskar krónur eru miklu ódýr- ari þar í landi en t. d. kanadískir dollarar. Erfitt er að gera sér grein fyrir ástand- inu í stjórnmálum Brasilíu, en vitað er, að fyrrverandi fjármálaráðherra sagði af sér af því að hann fékk ekki samþykkta þá breytingu, sem hann vildi gera á gjaldeyr- ismálum landsins, en hún var í því fólgin að afnema uppboðsfyrirkomulagið á er- lendum gjaldeyri, en það fyrirkomulag hefur einmitt verið norskum útflutningi mjög hagstætt. En þó að þessi breyting hafi ekki fengizt í gegn að sinni, er ástæða til að ætla að endurskoðun á gjaldeyrislög- unum verði óumflýjanleg fyrr en síðar. Er því óhætt að gera ráð fyrir vaxandi erfið- leikum fyrir útflutning á norskum saltfiski til Brasilíu. Segja má, að sala og framleiðsla á salt- fiski hafi verið hagstæð í Noregi undan- farin 10 ár, eða frá stríðslokum, enda hafa af andvirði saltfisks á þessum árum runn- ið um 129 milljónir króna í verðjöfnunar- sjóð á fiski, sem stofnaður var árið 1946. Greinarhöfundur er frekar bjai’tsýnn á niarkaðshorfurnar fyrir norskan saltfisk í framtíðinni, en telur fyrirkomulagi á fisksölumálunum innanlands og allri skipu- lagningu þeirra mjög ábótavant, sé það alltof flókið og þungt í vöfum. I'Vfí Sti'cllandi Bretar smíða togara fyrir Rússa. Þann 13. jan. s. 1. tóku Rússar við fyrsta úísiltogaranum af 20, sem þeir hafa samið um smíði á í Englandi. Togari þessi er bú- mn öllum nýtízku siglingartækjum og vél- um. Brúin og björgunarbátarnir eru smíðuð úr aluminiummálmblöndu. — Mesta lengd....... 189 fet 9 þumlungar Lengd milli lóðlína. Breidd ............ Dýpt .............. Fiskirými ......... Mjölrými........... Lýsistankar ....... Olíutankar ........ 171 fet 9 þumlungar 32 fet 16 fet 420 m2 50 m2 20 lestir 95 lestir Hinar tvær fiskilestir skipsins eru ein- angraðar með plastplötum og fóðraðar með aluminiunmálmblöndu. — Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig bárað aluminium er notað í skilrúm lestarinnar. Skipið er búið kælitækjum, fiskimjöls- verksmiðju og lifrarbræðslu. Aðalvél skipsins er 950/1000 ha. 8 strokka Mirrlees vél. — Skipið er sérlega styrkt fyrir sigl- ingu í ís, og sérstakar ráðstafanir eru gerðar vegna ísingar, bæði að því er við- kemur stöðugleika skipsins, svo og til þess að eyða ísmyndunum með gufu. Rússar gerast nú allumsvifamiklir í fisk- veiðum á djúpmiðum. — Auk áðurnefndra 20 togara eru 24 stórir togarar búnir fisk- vinnsluvélum í smíðum fyrir þá í Kiel. Ennfremur eru pólskar skipasmíðastöðvar önnum kafnar við smíði stórra togara fyr- ir Rússa. — Þróunin í þessum málum er þannig allör í Rússlandi — ef til vill má segja, að hún sé of ör — því að skortur er á vönum togarasjómönnum þar í landi samkvæmt fregnum þaðan; hafa skipin af þeim sökum ekki reynzt eins afkastamikil og vonir stóðu til.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.