Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1956, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1956, Blaðsíða 12
94 ÆGIR Hraðfrysftihús á íslandi Hraðfrystihúsin á öllu landinu eru nú 82 að tölu (þar af hafa 2 ekki verið starfrækt um alllangt skeið). Auk þess hafa 4 tog- arar hraðfrystitæki, og getur hver togar- anna fryst 2 smál. af fiskflökum á 16 klst. Eftirfarandi yfirlit sýnir fjölda hrað- frystihúsa í hinum ýmsu landshlutum, samanlagða afkastagetu þeirra (miðað við 16 klst.) og samanlagt geymslurúm þeirra: 1 i§ w ■O CO M rH ’w >> g c3 ‘Cð O 'g smál. smál. 1. Suöurland (Hornafj.-Grindavik) . 9 203 5.525 2. Faxaflói (Hafnir-Akranes) 24 433,5 17.425 3. Breiöifjöröur (Sandur-Flatey) ... 7 80 3.450 4. Vestfirðir (Patreksfj.-Langeyri) .. 15 149,5 3.975 5. Norðurland (Drangsnes-Þórshöfn) 17 151,5 5.285 6. Austurland (Vopnafj.-Djúpivogur) 10 84,5 2.610 82 1102 38.270. Ofanritaðar tölur eiga við um afkasta- getu og geymslurúm við ákjósanlegustu að- stæður, en ef maður vill gera sér grein fyrir því, hve mikið er hægt að fram- leiða af hraðfrystum fiskflökum á landinu á ári og hve mikið magn af freðfiski húsin geta geymt í einu, verður m. a. að taka til- lit til eftirfarandi: 1. Framleiösluafköst. a. Afköstin takmarkast auðvitað af því, hve mikið hráefni er fyrir hendi á hverjum tíma. Utan vertíð — og á vertíð þegar afli er léleg- ur — berst lítið af fiski til húsanna og framleiðslan verður lítil. Svo getur farið, að ómögulegt reynist að reka húsin af f járhagslegum ástæð- um, þegar hráefni er lítið (allt of hár framleiðslukostnaður á hverja einingu). b. Afköst þau, sem talin eru, eru af- köst frystitækjanna. Þegar ekki er fyrir hendi nægilegt vinnuafl, minnka afköstin að sjálfsögðu. Sem dæmi má nefna, að ómögulegt væri fyrir húsin í Vestmannaeyjum að framleiða jafn mikinn freðfisk á hverri vertíð og þau hafa gert und- anfarin ár, ef ekki væri þar mjög mikið af aðkomufólki á hverri ver- tíð. Svipað má segja um ýmsar aðr- ar verstöðvar. c. Ef geymslurúm hraðfrystihúss er notað til annarra þarfa en freðfisk- geymslu, eru t. d. full af kjöti, er auðvitað ekki hægt að frysta í þeim fiskflök, því enginn staður er til að láta framleiðsluna, þegar hún kem- ur úr frystitækjunum. d. Ef framleiðslu hraðfrystihúsanna er afskipað nokkurnveginn reglu- lega, geta þau haldið áfram að framleiða að óbreyttum öðrum að- stæðum, en ef afskipun dregst um nokkurt skeið, fyllast geymslurnar > og framleiðslan stöðvast. 2. Geymshirúm. a. Allmikið geymslurúm í hraðfrysti- húsunum fer til geymslu á beitu- síld, allt að 8000 smálestir, og minnkar geymslugeta húsanna því sem svarar beitumagni því, sem geymt er í þeim á hverjum tíma. b. Frá því slátrun hefst á haustin og fram á sumar er allmikið af frysti- geymslurúmi notað til kjötgeymslu. Af þessum ástæðum minnkar pláss það, sem hægt væri að nota til freð- fiskgeymslu sennilega um allt að 6000 smál. Ó. B.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.