Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1963, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1963, Blaðsíða 4
106 ÆGIR Selvogsgrunni, 24 sjm úti af Krísuvíkur- bergi, og þaðan allt austur undir Vest- mannaeyjar. f morgun höfðu 34 skip með samtals 29.700 tunnur tilkynnt um afla sinn. V/s Fanney leiðbeindi skipunum á veiði- svæðinu í nótt. 10. jan. Gott veiðiveður var á síldar- miðunum í nótt. Veiðisvæðið er nú 8—15 sjm austur af Vestmannaeyjum. Þar fengu 13 skip samtals 12.600 tunnur s. 1. sólar- hring. Leitarskipið Guðmundur Péturs kann- aði síldarsvæðið í Jökuldjúpi í nótt, en torfurnar stóðu djúpt sem fyrr og varð því ekki af veiði á þeim slóðum. 11. jan. Gott veður var á síldarmiðun- um í nótt. Veiðisvæðið var um 8 sjm A af Vestmannaeyjum og þaðan austur að Reynisdýpi. Leitarskipið Guðmundur Péturs leið- beindi síldveiðiskipunum á þessu svæði. I morgun höfðu 41 skip tilkynnt um afla sinn, samtals 40.400 tunnur. 12. jan. Síðastliðna nótt var síldveiði- svæðið aðallega um 6 sjm úti af Alviðru- hömrum. Þar fengu 26 skip um 28.500 tunnur. Nokkur skip voru að kasta til kl. 10 í morgun, en ekki var vitað um afla þeirra. l.j. jan. Aðalveiðisvæðið var sem fyrr austur í Meðallandsbugt við botn Skaft- árdjúps. Þar fengu 19 bátar samtals 15.850 tunnur. f Jökuldjúpi fengu tveir bátar aðeins 150 tunnur, enda var þar slæmt veiðiveður og síldin stóð djúpt. 15. jan. Rysjótt veður var á síldarmið- unum í nótt. 7 skip fengu samtals 3.350 tunnur austur í Meðallandsbugt. Ekki er útlit fyrir veiðiveður á þessum slóðum í kvöld, og flest síldveiðiskipin á vesturleið. 16. —30. jan. Lélegt veður var oftast á síldarmiðunum á þessu tímabili. Ægir fór í síldarrannsókna- og leitarleiðangur hinn 22. jan. Fyrst var svæðið frá Reykjanesi að Vestmannaeyjum athugað, en engrar síldar varð vart. Dagana 28. og 29. jan. er leitað austur í Meðallandsbugt og fannst þá allmikil síld í Skeiðarárdjúpi. 31. jan. Blíðuveður var á síldarmiðun- um í nótt. Samtals fengu 26 skip 17.500 tunnur í Skeiðarárdýpi, á svipuðum slóð- um og Ægir fann síldina. Síldin var á stóru svæði. 1 Jökuldjúpi fengu 4 skip 1.000 tunnur af smásíld. 1. feb. Rysjótt veður var á síldarmiðun- um síðastliðna nótt. Síldin veiddist á sömu slóðum og áður, þ. e. í Skeiðarár- dýpi. Alls fengu 14 skip samtals 9.200 tunnur. 2. féb. Veiðiveður var allgott á síldar- miðunum í nótt. Skipin voru öll að veiðum í Skeiðarárdjúpi, og þar fengu 26 skip samtals 18.250 tunnur. 12. feb. Veður var ágætt á veiðisvæðinu í nótt. Öll síldin veiddist í Skeiðarárdjúpi- 13 skip fengu samtals 12.350 tunnur. 13. feb. Lóðað var á mjög mikla síld í Skeiðarárdjúpi í nótt, en síldin stóð djúpt og aðeins örfá skip fengu veiði. 5 skip voru með samtals 2.450 tunnur. Nokkrir aðrir bátar fengu slatta, sem þeir hafa enn ekki losað. 19. feb. Sæmileg veiði var í Skeiðarár- dýpi í nótt. 8 bátar höfðu tilkynnt um afla sinn, samtals 10.600 tunnur. 20. feb. Góð síldveiði var í nótt. 14 bátar fengu samtals 14.150 tunnur utantil á Síðugrunni. Lóðað var á mjög mikla síld- 21. feb. Síldveiðin í gær var á svipuðum slóðum og áður, á utanverðu Síðugrunni- Þegar leið á kvöldið kulaði talsvert, svo að ekkert varð úr veiði. 9 bátar fengu samtals 5.300 tunnur. 22. feb. Síldveiðin í gær var á sömu slóðum og undanfarna daga, utantil á Síðugrunni. 9 bátar tikynntu um afla sinn, samtals 6.700 tunnur. Er þá dagbók- inn hætt um sinn, þar sem flestir bátar hafa tekið til við þorskveiðar. SUÐUR- og SUÐVESTURLAND. 1.—15. marz, 1963. (Afli óslægður). Hornafjör'öur. Þaðan réru 3 bátar með i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.