Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1965, Síða 11

Ægir - 15.05.1965, Síða 11
ÆGIR 165 SVEINN BENEDIKTSSON framkvœmdastjóri - sextugur Síldveiðar og síld- ariðnaður í stórum stíl er nú um aldar- þriðjungs gamall á Islandi. Á þessu tímabili hafa margir lagt gjörfa hönd að verki þeim atvinnuvegi en einn er sá maður, sem meira en aðrir hefir verið við þróun hans riðinn, en það er Sveinn Benedikts- son, framkvæmdastjóri. Framan af tíma- bilinu beindi Sveinn athygli sinni aðallega að bræðslusíldariðnaðinum og uppbygg- ingu hans og hefir þar lengst af verið í fylkingarbrjósti sem formaður stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, en það var fyrsta stórfyrirtækið í þessum iðnaði hér á landi. Á tímabilinu eftir heimsstyrjöld- ina síðari hefir hann einnig átt mikinn þátt í uppbyggingu saltsíldarframleiðsl- unnar og þar með var hann kominn í for- ustusveit saltsíldarframleiðenda. Þannig er það raunar á þeim öðrum sviðum sjávarútvegsmála þar sem Sveinn hefir látið til sín taka, að hann er alls- staðar í forustuliðinu, enda er hann í alla staði vel til forustu fallinn. Hinn 12. maí varð Sveinn sextugur og er það þó ekki tilefni til framtals á hinum margvíslegu störfum hans til hags ís- lenzkum sjávarútvegi um meira en aldar- þriðjungs skeið, því hann er enn mitt í önn starfsdagsins, enda mundi það sprengja ramma þessarar greinar. Hins- vegar vildi Ægir ekki láta þessi tímamót líða hjá án þess að þeirra væri hér minnzt og Sveini um leið færðar þakkir fyrir þann áhuga er hann ávallt hefir sýnt málefnum Fiskifélagsins. DavíS ólafsson. í&áðiA. VAL-FRJÁLSAR ÍBÚDIR FVRIR HÁLFA MIUÓN HVER Ve&óðt meöððL 50 BIFRÐÐIR 2400 /uÚ'ÖÓAaJ VERÐ OBREYTT (VA'. w* cfe

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.