Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1965, Síða 13

Ægir - 15.05.1965, Síða 13
ÆGIR 167 Uppsögn Stýrimannaskólans Stýrimannaskólanum var sagt upp hinn 8. þ.m. Skólastjórinn, Jónas Sigurðsson, flutti skýrslu um starf skólans á liðnu skólaári. I skýrslu sinni gat hann þess, að á þessu skólaári hefði skólinn eignazt Kelv- in Hughes radartæki af nýjustu og full- komnustu gerð og nýja sjálfstýringu. Einnig gat hann þess, að Hvalur h.f. hefði gefið skólanum gyro-kompás, en það fyrir- tæki hefur áður gefið skólanum tvo gyro- kompása. Þá gaf Landhelgisgæzlan skólan- um Decca-radar og Eimskipafélag íslands stækkaða ljósmynd af m.s. Gullfossi. Að þessu sinni luku 16 nemendur far- mannaprófi og 78 fiskimannaprófi. Við farmannaprófið hlutu 3 ágætiseinkunn, 11 fyrstu einkunn og 3 aðra einkunn. Við fiskimannaprófið hlutu 11 ágætiseinkunn, 43 fyrstu einkunn, 19 aðra einkunn og 5 þriðju einkunn. Hæstu einkunn við far- mannapróf fékk Guðmundur Arason, 7,47 og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafé- lags tslands, Farmannabikarinn. Hæstu einkunn við fiskimannapróf hlaut Stefán Guðmundur Arngrímsson, 7,61 og hlaut hann verðlaunabikar Öldunnar, Öldubik- arinn. Hámarkseinkunn er 8. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrkt- arsjóði Páls Halldórssonar, fyrrverandi skólastjóra, fengu eftirfarandi nemendur; sem allir höfðu hlotið ágætiseinkunn. Úr farmannadeild: Baldur Bjartmarsson, Guð- niundur Arason og Magni Sigurhansson. Úr fiskimannadeild: Björn Jóhannsson, Eðvald Jónasson, Engilbert Kolbeinsson, Eyjólfur Friðgeirsson, Fi'iðrik Björnsson, Karl Valdimar Eiðsson, Lúkas Kárason, Páll Þorsteinsson, Pálmi Pálsson, Stefán Arngrímsson og Víðir Fi'iðgeirsson. Eftir að skólastjóri hafði afhent skír- teini, ávarpaði hann nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið. Benti hann þeim á ábyrgð og skyldur yfirmanna á skipum. Sérstaklega brýndi hann fyrir þeim gætni og fyrirhyggju á sjó í vond- um og tvísýnum veðrum. Einnig um mikil- vægi þess að umferðarreglur á sjó væru í heiðri hafðar og að engum mætti fela þann vanda að standa fyrir stjórn á skipi, sem ekki gerþekkti siglingarreglurnar. Að lok- um þakkaði hann nemendum samveruna og gat þess, að aldrei hefðu fleiri fiskimenn brautskráðst í einu frá skólanum. Væri það ánægjuefni, að sú þróun virtist vera að skapast, að æ fleiri fiskimenn leiti sér fullra réttinda, en láti ekki staðar numið. við minna. Við skólaslit voru mættir nokkrir eldri nemendur og aðrir gestir. 20 ára nemend- ur færðu skólanum að gjöf fullkominn f jöl- ritara. Orð fyrir þeim hafði Guðmundur Kristjánsson, skipstjóri. Skólastjóri þakk- aði þessa góðu gjöf svo og aðrar gjafir, sem skólanum höfðu borizt á liðnu skóla- ári, og þann hlýhug til skólans, sem að baki þeim lægi. Að lokum þakkaði hann kennurum samstarfið, prófdómendum störf þeirra og gestum komuna og sagði skólan- um slitið að þessu sinni. Þessir luku prófi: FARMENN: Ásgeir 'Pétursson Baldur Bjartmarsson Baldur Gunnarsson Engilbert Ragnar Engilbertsson Guðmundur Arason Guðni Ernest Langer Gunnar Guðjón Baldursson Haukur Már Kristinsson Ingvar Sveinsson Jóhannes Sigurður Guðmundsson Magni Sverrir Sigurhansson Matthías Matthíasson Sigursveinn Ingibergsson Skúli Möller Viggó Orn Viggósson Þórir Jóhann Axelsson Reykjavík

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.