Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 10

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 10
192 Æ G I R Már Elísson: Nýjungar í brezkri togaraútgerð I marz s.l. átti ég þess kost að fræðast nokkuð um hinar merkilegu tilraunir, sem nú er verið að gera í Bretlandi með ýmsar nýjungar á sviði togaraútgerðar. Eru til- raunir þær, sem gerðar eru á vegum Ross fyrirtækjasamsteypunnar, einna athyglis- verðastar. Síðla árs 1963 og í ársbyrjun 1964 voru tekin í notkun hjá Ross tvö nýstárleg tog- veiðiskip, Ross Daring og Ross Delight. Skip þessi eru hvort um sig 99 feta löng og um 400 rúmlestir að stærð. Hinsvegar samsvarar lengd þeirra líklega ekki nema 200—250 rúmlesta skipi að okkar máli, en eru mikið lokuð m. a. allt vinnupláss á dekki. Skipum þessum, sem eru skuttogar- ar, er einkum ætlað að stunda veiðar í Norðursjó og við Færeyjar. Þau eru búin ýmsum athyglisverðum nýjungum bæði í vél og á dekki, sem auðvelda öll störf um borð og spara vinnuafl, enda er áhöfnin aðeins 4—5 menn, þaraf aðeins einn lærð- ur skipstjórnarmaður. Enginn vélgæzlu- maður er um borð. Er það ætlun Ross, að vélstjórar staðsettir í landi yfirlíti skipin að hverri sjóferð lokinni. Ef tilraunir þess- ar takast á þann hátt sem til er stofnað, mun líða að því, að tiltölulega fáir vél- fræðingar staðsettir í landi hafi með hönd- um eftirlit með stórum flota fiskiskipa, þar sem engir eða í hæsta lagi 1—2 menn starfa í vélarúmi í stað 2—4 eins og nú tíðkast. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika er reynslan af rekstri skipa þessara slík, að veiúð er að smíða hið þriðja sömu tegund- ar. Auk þess er verið að smíða allmiklu stærra skip eftir sömu reglum og á það að stunda veiðar m. a. við Island. Áætlað er að áhöfn þess verði eitthvað stærri m. a, vegna meiri aflavonar en á nálægum miðum. Einnig verður einn vélstjóri um borð í öryggisskyni — vegna fjarlægðar frá heimahöfn. Á hann ekki að ganga vakt- ir. Varla er þó talið, að áhöfnin fari fram úr 8—9 mönnum. Skip í hinum svonefnda Daring-flokki hafa sem fyrr segir einungis 5 manna áhöfn. Lestin rúmar 190 lestir af fiski. Vélin er 450 brúttóhestafla (innsigluð) Paxmann, fjögurra strokka, sem knýr Hind/Berg skiptiskrúfu. Ganghraði er rúmar 10 mílur. Vél og skiptiskrúfa er al- gjörlega stjórnað úr brú, með einu hand- taki. Er hraði vélarinnar samræmdur skurði skrúfunnar á sjálfvirkan hátt. Togvindurnar eru tvær af nýrri og full- kominni gerð, vökvadrifnar. Er þeim al- gjörlega stjórnað úr brú eins og vélinni og er vinnsla þeirra samræmd sjálfvirkt. Ef með þarf geta þær unnið sitt í hvoru lagi. Skipstjórinn stjórnar þannig skipi, vél og togvindu úr brúnni. Hefur niður- röðun stjórntækja allra verið sérlega hag- anlega framkvæmd. Þá hefur öll vinna við að ná inn pokan- um, tæmingu hans, aðgerð og ísun aflans verið auðvelduð, enda eiga aðeins fjórir menn að vinna á dekki. Sérstakur útbúnað- ur gerir sjómönnum kleift að gera að fisk- inum og þvo hann, án þess að þurfa að beygja sig niður og vinna þessi störf hálf- bognir eins og víðast tíðkast. öll vinna fer fram í skjóli fyrir sjó og veðri. Þá eru vinnuskilyrði í lest hin ákjósanlegustu. Áhafnir og kjör á hinum eldri geröum skipa. Á hinum venjulegu togurum Breta eru allmiklu mannfleiri áhafnir en hér hefur verið lýst, enda þótt tilhneiging hafi einnig

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.