Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 13

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 13
ÆGIR 195 Og þótt þær hafi einkum beinzt að sér- stakri gerð skipa — togveiðiskipum — er ekki á því nokkur vafi, að margar þær ftýjungar, sem þar er verið að reyna, má einnig hagnýta um borð í öðrum tegund- um skipa. Við fslendingar höfum að mörgu leyti staðnað í gömlum hugmyndum um útbún- uð t. d. í brú og í vél, svo og í gerð skipa. Er þá ekki verið að reyna að gera lítið úr því, hve fljótir margir ísl. útvegs- og fiski- ttienn hafa verið að hagnýta sér ýmiskon- ar tækninýjungar, sem er mjög til fyrir- myndar, heldur er verið að benda á að þess hefur ekki ávallt verið gætt að láta tæknina hjálpa til við að draga úr rekstr- arkostnaði, sem hún þó öðrum þræði er til ætluð. Stafar það m. a. af því, að samn- ingar milli hagsmunasamtaka útvegs- og sjómanna eru ekki nógu sveigjanlegir. Þegar tæknibreytingar eiga sér stað sem gera fækkun áhafnar mögulega án þess að draga úr afköstum eða minnka öryggi °g án þess að auka fyrirhöfn, en geta á hinn bóginn leitt til bættra kjara, verður að ætlast til þess, að forystumenn hags- nuinasamtaka gefi slíkum möguleikum jafnan gaum í samningaumleitunum. Ella verður því vart haldið fram með rökum, að þeir gæti hagsmuna umbjóðenda sinna eins og bezt verður á kosið. Þá er leit að nýrri tækni og samræming liinna ýmsu tækninýjunga, sem ávallt eru ;ið koma fram, allmjög áfátt hjá okkur. Stafar það einkum af því, að hér á landi ev ekki til tæknistofnun er starfar að þess- Um málum fyrir sjávarútveginn, þótt það standi nú vonandi til bóta. Hvort tveggja það sem hér hefur verið nefnt — betri samvinna hinna ýmsu hags- ttiunasamtaka innan sjávarútvegsins, og kerfisbundin tæknistarfsemi — eru vanda- ^ál, sem athuga verður gaumgæfilega. Segja má að á lausn þeirra velti, hvort okkur tekst að standa jafnfætis öðrum fiskveiðiþjóðum, að ekki sé minnst á for- ystuhlutverk það, sem okkur með réttu ber að leika á þessu sviði. Að kaupa þaó bezta = SPARNAÐUR! Margföld reynzla hefur sannað endingar- gæði RUST-OLEUM, sem á sér enga hlið- stæðu. 40 ára leiðandi notkun í Bandaríkj- unum sanna gæðin. RUST-OLEUM inniheldur sérstakar efna- blöndur úr fiskiolíum og smýgur í gegnum ryðið alla leið að hinum óskemmda málmi. RUST-OLEUM sparar bæði vinnu og efnis kostnað með hinu mikla endingarþoli sínu. títqeriarmewd hotið fe3óez,ta- Hotfi RUST-016UIAI RUST-OLEUM Sérstætt eins og yðar eigið fingrafar. E. TH. MATHIESEN h.f. LAUGAVEG 178 - SÍMI 36 570

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.