Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 5

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 5
ÆGIR 327 Allmikið bar á að stórufsi og þorskur feng- ist í næturnar með síldinni, sérstaklega seinni hluta mánaðarins. Talsvert var salt- að af ufsaflökum. Hornafj 'ór’Öur: „Jón Eiríksson" og „Ak- urey“ voru á síldveiðum, en Akurey hætti veiðum seint í mánuðinum. „Gissur hvíti“ hóf róðra seint í mánuðinum og lagði upp afla úr þremur róðrum en fiskar nú í sig og siglir með aflann. „Hvanney“ og „Sig- urfari“ voru nú um mánaðamótin að hefja róðra með línu. Djúpivogur: Þar var ekki önnur útgerð en „Sunnutindur", sem var á síldveiðum. Síldarverksmiðjan var um mánaðamótin búin að taka á móti um 50.000 málum af síld og saltað hafði verið í um 8.000 tunnur. Breiödalsvík: „Sigurður Jónsson" var á síldveiðum. Síldarverksmiðjan var alls bú- in að taka á móti um 60.000 málum af síld og saltað hafði verið í rúmlega 5.000 tunnur. Stöðvarfjöröur: Stóru bátarnir „Heim- ir“ og „Kambaröst" voru báðir á síldveið- um þangað til um miðjan mánuðinn, að „Kambaröst" hætti. Smábátar reru ekki. Saltað hafði verið í um 9.000 tunnur af síld og um 2.400 tunnur höfðu verið frystar. Fáskrúösfjöröur: Þaðan var engin út- gerð í mánuðinum önnur en að „Bára“ var á síldveiðum. Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti um 175.000 málum af síld og síldarsöltunarstöðvarnar voru búnar að salta í um 44.000 tunnur, sem skiptist þannig: Pólarsíld um 19.000 tn., S.H.F. um 14.000 tn. og Hilmir um 11.00 tunnur. Frystar höfðu verið um 8.500 tunnur. Reyðarfjörður: Stóru bátarnir „Gunn- ar“ og „Snæfugl“ voru á síldveiðum. Smá- bátar höfðu ekkert róið í mánuðinum. Síld- arverksmiðjan var búin að taka á móti um 190.000 málum af síld. Síldarsöltunar- stöðvarnar voru búnar að salta: G. S. R. 9.587 tn„ Berg 6.428 tn„ Katrín 3.406 tn. og Alda 2.797 tunnur, eða samtals 22.218 tunnur. Nokkuð hafði borizt af stórufsa og þorski af síldveiðiskipum. Eskifjörður: Stóru bátarnir fjórir, „Jón Kjartansson", „Guðrún Þorkelsdóttir", „Krossanes“ og „Hólmanes" voru allir á síldveiðum. „Einir“ hætti á síldveiðunum snemma í mánuðinum og „Jónas Jónas- son“ var hættur veiðum áður. Tveir litlir bátar reru dálítið og fiskuðu fremur vel. Síldarverksmiðjan hafði tekið á móti um 238.000 málum og söltunarstöðvarnar höfðu saltað: Auðbjörg 18.483 tn„ Askja 6.600 tn„ Eyri 7.518 tn„ Bára 9.306 tn. og Oddi 250 tunnur, eða samtals 42.157 tunnur. Frystar höfðu verið 4.700 tunnur. Talsvert barst af stórufsa og þroski af síldveiðiskipum. Norðfjörður: Sex stórir bátar, „Barði“, „Bjartur", „Gullfaxi", „Björg“, „Sæfaxi“ og „Þráinn“ voru á síldveiðum. Fimm litl- ir þilfarsbátar reru með línu. Afli þeirra var 204 tonn. Um 45 tonn af stórufsa og þorski bárust á land af síldveiðiskipum. Síldarsöltunarstöðvarnar voru búnar að salta: Sæsilfur 10.808 tn„ Drífa 13.300 tn„ Máni 10.660 tn„ Ás 11.519 tn„ Nýpa 2.434 tn. og Naustaver 2.625 tunnur, eða sam- tals 51.346 tunnur. Frystar höfðu verið 3.412 tunnur. Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti um 360.000 málum af síld. Mjóifjörður: Þaðan var ekkert gert út og engin síld var söltuð þar í mánuðinum. En áður var búið að salta í 5.500 tunnur. Seyðisfjörður: „Gullver“, „Gullberg" og „Skálaberg“ voru á síldveiðum, en „Skála- berg“ hætti um miðjan mánuðinn. Litlu bátarnir reru ekki í mánuðinum og „Svan- ur“ var seldur vestur á land. Síldarverk- smiðja ríkisins var búin að taka á móti 458.969 málum af síld en af því hafði ver- ið flutt til Siglufjarðar 44.775 mál. Síld- arverksmiðjan Hafsíld var búin að taka á móti um 160.000 málum. Síldarsöltun- arstöðvarnar voru búnar að salta: Haf- alda rúmlega 18.000 tn„ Valtýr Þorsteins- son um 13.700 tn„ Ströndin 13.528 tn„ Sunnuver rúmlega 13.400 tn. Neftún tæpar 13.000 tn„ Þór 10.222 tn„ Borgir um 6.600 tn„ Hrönn rúmlega 6.000 tn. og Fiskiðjan rúmlega 4.000 tunnur eða samtals 98.450 tunnur. Frystar höfðu verið um 1.400 tn. A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.