Ægir - 15.08.1966, Page 21
ÆGIR
255
héldi ekki meiri raka en 18—20%, og væri gegn-
sýrður með fúavarnarefnum. Hvað nýsmíði snerti
v*ri því nauðsynlegt að sjá um að ekki væri not-
aður annar viður en sá sem fullnægði ofangreindu
skilyrði. Varðandi viðhald fúavarna í tréskipum,
benti hann á, að í Noregi væru þegar hafnar að-
gerðir með nýju tæki, sem á ensku nefnist „De-
humidifier", Þetta tæki, sem framleitt er í ýms-
Urn stærðum dregur rakann út úr viðnum en
stjórnar því jafnframt að rýrnun eigi sér ekki
stað i viðnum. Semi dæmi nefndi hann, að slíkt
tæki hefði verið látið í fiskilest á skipi og dregið
út úr viðum þess ca. 140 lítra af vatni á sólarhring.
^ítir að viðir skipsins hafa verið þurrkaðir þannig
að rakainnihaldið er komið niður fyrir 20%, er
nauðsynlegt að gegnvæta þá fúavarnarefnum.
Til þess að kanna og fylgjast með rakastigi i
Vlðum fiskibátanna, sýndi sérfræðingurinn mjög
handhægan rakamæli, sem sýnir rakainnihald á
htismunandi dýpt, allt að 2" inni í viðnum.
Arangur af þessari heimsókn varð m. a. sá, að
it'nn norski sérfræðingur undirbjó og skipulagði
*ýnnisferð fulltrúa Samábyrgðarinnar og Skipa-
sk°ðunar ríkisins til Noregs til þess að kynnast af
e*gin raun viðbrögðum Norðmanna við þessu
Vandamáli, og jafnframt til Skotlands til viðræðna
vi® fulltrúa White Fish Authority, varðandi sams-
°nar vandamál skozkra tréfiskiskipaeigenda.
1 ferðina fóru frá Samábyrgðinni Páll Sigurðs-
s°n, forstjóri og Kristinn Einarsson fulltrúi og frá
^ipaskoðun ríkisins Magnús Guðmundsson skipa-
ettirlitsmaður.
Hér fer á eftir útdráttur úr ferðaskýrslunni:
"Lagt var af stað i ferðina frá Keflavik hinn
L nraí og flogið til Osló og þaðan samdægurs til
A1&sunds.
^forguninn eftir var haldið til „Tomra" og
^inisóttum við þar „Skipasmíðastöð Rolf Rekdal".
^arna skoðuðum við tvo fiskibáta. Annan þeirra,
. tonna, var verið að lengja um 4 metra. 1 leng-
’n8unni voru 8 bönd, að efnismagni ca. 4 tenings-
j^etrar, Eigandi stöðvarinnar hafði ætlað að koma
°ndunum tilsöguðum til þurrkunar í Álasundi,
s®rn er 50 km. leið frá Tomra, en er hann frétti
£ Þvi að hr. Ullevaalseter ætlaði að senda raka-
til lneartækið, sem frá er sagt hér að framan,
g.. st°ðvarinnar í þeim tilgangi að lofa okkur að
tækið vinna, var ákveðið að nota það til að
Va£rlía böndin. Það gerðist þannig að böndunum
n stsflað inn í herbergi í stöðinni, ca. 3x4 m að
br Krmáli °e m a£i hæ£i og ralíaeý®irinn sett'
arh 'nn me£i Þeim og Þann i^tinn ganga í 6 sól-
rin8a. Á þessum tíma dró rakaeyðirinn 550
hj.r& af Vatni úr böndunum. Þannig var á 6 sólar-
4 ln§um dregið út rúmlega % tonn af vatni úr ca.
Se n’n6smetrum af timbri, án þess þó að timbrið,
gjVar tura. rýrnaði nokkuð.
lr bessa meðferð var rakainnihald bandanna
komið niður fyrir 20% og voru þau þá send 30 km
leið til að metta þau fúavarnarefni.
Hinn báturinn, sem við skoðuðum var í vélar-
viðgerð. Meðan á viðgerðinni stóð, notaði eigand-
inn tækifærið og fékk rakaeyðinn settan niður í
fiskilestina. Þegar við komum um borð í bátinn,
var rakaeyðirinn búinn að vera í gangi i þrjá sól-
arhringa og hafði þegar náð um 300 lítrum af
vatni út úr innviðum lestarinnar og var rakainni-
haldið þá komið niður í 26%. Þessi bátur, sem var
ca 120 tonn, var orðinn 21 árs gamall og hafði
aldrei verið þurrkaður á þennan hátt áður.
Eftir þessa lærdómsríku heimsókn var haldið til
Aas-Baatbyggeri, en sú skipasmíðastöð hefur s. 1.
3 ár eingöngu byggt skip með samlímdum böndum
og öðrum innviðum, þ. á m. innri stefnum og kjal-
baki. Samlímingin fer þannig fram, að efnið, sem
í þessu tilfelli var fura, er söguð í ca 2 cm þykktir,
lengdin 3—4 m. Þetta efni er þurrkað og mettað
með fúavarnarefni. Síðan er efnið þurrkað í ann-
að sinn og límt saman eftir það með sérstökum
þvingum eftir „bandaplani". 1 því skipi, sem við
skoðuðum og var nær fullbúið, voru 10 borð límd
saman í eina bandaþykkt.
1 „Hemesberget" heimsóttum við „Rana Skips-
byggeri", sem er mjög fullkomin og nýtízkuleg
tréskipasmíðastöð. Þessi stöð vakti sérstaka at-
hygli okkar vegna þess að hún byggir tréfiskibáta
og tekur á þeim 20 ára ábyrgð gegn bráðafúa.
Þessi stöð byggir eingöngu úr samlímdu efni og
er öllu fullkomnari en stöðin í Ási, og notar ekki
aðeins samlímd bönd og innri stefni i sína báta,
heldur í alla viði bátsins nema inn- og útsúð. Þó
mun vera i ráði að nota samlímt efni í innsúð.
1 skipasmíðastöðinni var verið að smíða 3 báta,
alla eftir sömu teikningu, um 50 brúttó tonn. Einn
þeirra átti að sjósetja eftir nokkra daga, tilbúinn
til notkunar og hafði sá verið i byggingu í 3 mán-
uði. Sá næsti var fullbandareistur, byrtur og þil-
farsgreind ísett, en í þann þriðja var aðeins
búið að smíða bönd, stefni og kjöl, allt úr sam-
límdu efni.
Eftir að hafa skoðað framleiðsluna áttum við
viðræður við framkvæmdastjóra stöðvarinnar, hr.
Breivik, og tjáði hann okkur að skipasmíðastöðin
hefði eytt stórfé til vísindalegra rannsókna og til-
rauna áður en hún hóf notkun á samlímdu timbri,
til framleiðslu þessarar stærðar fiskibáta. Árangur-
inn af þessum vísindalegu rannsóknum kvað hann
koma fram í því, að skipasmíðastöðin tekur 20 ára
ábyrgð gegn bráðafúa í þeim bátum, sem stöðin
byggir úr samlímdu efni. Ennfremur taldi hann
að eftir þeirri reynslu, sem þeir hefðu fengið af
þessum byggingarmáta sparaðist stórlega bæði
efni og vinna.
Þessi skipasmíðastöð hefur einnig fjöldafram-
leiðslu á smábátum af ýmsum stærðum, súðbyrt-
um úr greni, eða mahogny krossviði, sem er inn-