Ægir - 01.11.1966, Blaðsíða 7
ÆGIR
321
Coot, fyrsti togarinn, sem
keyptur var til fslands.
Fyrsti togarinn var keyptur til landsins
árið 1905, „Coot“ frá Grimsby, gamalt og
lítið skip, 150 smálestir brúttó, skipstjóri
Indriði Gottsveinsson. Stóð Einar Þorgils-
son í Hafnarfirði og fleiri fyrir kaupun-
um og var skipið gert út þaðan. Útgerð
togarans gekk sæmilega, en skipið strand-
aði nokkrum árum síðar við Keilisnes.
Þrem mánuðum síðar kom annar togari
til Reykjavíkur, „Sea Gull,“ skipstjóri
Árni Byron Eyjólfsson. Forustu um kaupin
hafði bændahöfðinginn ÞorvaldurBjarnar-
son á Þorvaldseyri. Skipið var rautt á lit
°g hlaut nafnið „Fjósarauður" manna á
uiilli, vegna litarins og eigandans. Skipið
var gamalt og lítið, 126 smálestir að stærð.
Vélar skipsins voru í ólagi og engin að-
staða til nauðsynlegrar viðgerðar í landi.
Reykjavíkurhöfn opin, þar sem ekki var
byrjað á hafnargerðinni þar fyrr en
ái’ið 1913. Varð eigandi togarans fyrir
uiiklu fjárhagslegu tjóni á útgerðinni.
Fyrsti nýi togarinn, sem byggður var
fyrir Islendinga var „Jón forseti,“ 233
smálestir að stærð, eigandi var Alliance
h.f„ Reykjavík, sem stofnað var árið 1905
fyrir forgöngu hins alkunna athafna-
^ianns Thors Jensen og nokkurra skútu-
skipstjóra, þeirra Halldórs Kr. Þorsteins-
sonar, Jóns ólafssonar, Magnúsar Magn-
ússonar, Kolbeins Þorsteinssonar, Jafets
Ólafssonar og Jóns Sigurðssonar. Hall-
dór Kr. Þorsteinsson varð skipstjóri á
„Jóni forseta." Hann hafði búið sig
undir starfið með því að vera háseti
hjá Árna Byron Eyjólfssyni, sem áður
er nefndur, miklum dugnaðarmanni, sem
gerzt hafði skipstjóri á brezkum togur-
um. Skipið var smíðað í Glasgow árið
1906—7 og hafði Halldór eftirlit með smíð-
inni. Halldór var þá 29 ára að aldri, en
hafði verið í siglingum á brezkum og
bandarískum skipum víða um heim í nokk-
ur ár, eftir að hann lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum. Er hann kom heim 1903
gerðist hann skútuskipstjóri. Halldór var
afburða sjómaður, aflamaður og ensku-
maður góður. Var það togaraútgerðinni
ómetanlegt happ, að slíkur maður skyldi
veljast til forystu í byrjun.
Þrír menn hafa verið gerðir heiðursfé-
lagar í Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda,
þeir Thor Jensen, stofnandi Kveldúlfs h.f„
sem er umsvifamesti togaraútgerðarmað-
ur hér á landi um sína daga, Halldór Kr.
Þorsteinsson og Þórarinn Olgeirsson, skip-
stjóri og ræðismaður í Grimsby, sem hef-
ur látið íslenzku togaraútgerðinni ómetan-