Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1966, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1966, Blaðsíða 6
320 ÆGIR Loftur Bjarnason. Saga togaraútgerðar- mnar á íslandi Á 50 ára afmæli Félags íslenzkra botnvörpnskipa- eigenda birti Loftur Bjarnason, formaður félagsins, eftirfarandi yfirlit um sögu togaraútgerÖarinnar hér á landi. Ægir hefur fengiö leyfi höfundar til a'ð birta þetta fróðlega yfirlit. Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda var stofnað 9. febrúar 1916. Aðalforgöngu- maður að stofnun félagsins var Thor Jensen, þáverandi aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri Kveldúlfs h.f. Var hann fyrsti formaður félagsins, með honum voru í stjórninni þeir Th. Thorsteinsson, vara- formaður, Ágúst Flygenring, ritari, Jes Zimsen, gjaldkeri og Magnús Einarsson, dýralæknir, meðstjórnandi. Síðari formenn félagsins voru Ólafur Thors frá 1918 til 1935, Kjartan Thors frá 1935 til 1959 og Loftur Bjarnason frá 1959, og gegnir hann enn formannsstörfum. Með honum eru nú í stjórn: Jónas Jónsson, varaformaður, Ól- afur H. Jónsson, ritari, Ólafur Tr. Ein- arsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur Mar- teinn Jónasson, Valdimar Indriðason og Vilhelm Þorsteinsson. Núverandi fram- kvæmdastjóri félagsins er Sigurður H. Egilsson. Thor Jensen, fyrsti form. F.ÍJB. I tilefni 50 ára afmælis félagsins þykii’ mér hlýða að rekja í stórum dráttum sögu togaraútgerðarinnar hér á landi, allt frá síðustu aldamótum. Á níunda tug nítjándu aldar hófu Eng- lendingar botnvörpuveiðar á gufuskipuro. Á þessum nýju skipum sínum sóttu þeir í æ ríkari mæli á íslenzk fiskimið. Hin gömlu fiskiskip sín, kútterana, seldu þeir öðrum fiskveiðiþjóðum. Fjöldi af þessuro gömlu skútum var keyptur til landsins á árunum 1890 til 1905. Fyrsta tilraun til botnvörpuútgerðar, sem Islendingar áttu hlutdeild að ásarot útlendingum, var hin svokallaða Vídalíns- útgerð um síðastliðin aldamót. Var Jón Vídalín konsúll og umboðsmaður kaupfe* laganna, forgöngumaður þessarar tilraun- ar, en stjórn skipanna og fjármagn, sem 1 hana var lagt, var í höndum útlendinga- og mistókst tilraunin. Einar Benediktsson skrifaði greinar i blað sitt „Dagskrá" á árunum 1896— þar sem hann hvatti til þess, að íslenzkir útgerðarmenn festu kaup á botnvörpuskip' um, og myndi sá útvegur brátt eflast svo, að landsmönnum yrði stórgróði að. Mundi hinn nýi útvegur henta landsmönnuro miklu betur en skútuútgerðin. En íslenzk stjórnarvöld og Landsbankinn vildu ekki lána fé til kaupa þessara nýju skipa, en studdu að kaupum á hinum gömlu skúturo til landsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.