Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1967, Page 8

Ægir - 01.05.1967, Page 8
138 ÆGIR Talsverðar skernmdir komu fram á verk- aðri sild og varð afkoma söltunarstöðvanna m. a. af þeim sökum mjög misjöfn. Einstök síldveiðiskip fengu meiri afla en áðm- hafði þekkzt og einnig varð meðalaflinn lrærri en nokkumtíma áður, en mjög var af- koma síldveiðiskipanna misjöfn og tilkostn- aður mikill. BRÆÐSLUSÍLDARVERÐIÐ Bræðslusíldarverðið hafði undanfarin ár verið ákveðið, miðað við hvert mál síldar, 150 lítra, en ef síldin var vegin reiknaðist málið 135 kíló. Misræmi var á milli mæl- ingar og vigtunar, sem olli mikilli óánægju. Samkvæmt tilmælum ríkisstjórnarinnar tóku allar sildarverksmiðjm upp vigtun sum- arið 1966. Talið er að heildarkostnaður við þá breytingu hafi numið rnn 25 millj. króna. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað bræðslu- síldarverðið kr. 1.15 pr. kg. fyrir tímabilið frá 1. maí til 31. maí og kr. 1,34 pr. kg. fyrir tímabilið frá 1. júní til 9. júní. Ekki náðist samkomulag um verðið frá 10. júní til 30. september 1966 og var það því ákveðið með úrskurði yfirnefndar Verðlags- ráðsins kr. 1.71 hvert kíló og heimilt að greiða kr. 0.22 lægra pr. kg. fyrir bræðslu- síld sem tekin væri í flutningaskip utan hafna. Þetta verð var samþykkt með atkvæðum síldarseljenda (sjómanna og útgerðarmanna) og oddamanns, gegn atkvæðum kaupenda (síldarverksmiðjanna). Samkomulag varð í Verðlagsráði um bræðslusildarverðið í október kr. 1.37 pr. kg. og var verðið síðan framlengt til og með 5. nóvember. Verðið fyrir bræðslusíldina frá 6. nóvem- ber til ársloka var ákveðið með úrskurði meirihluta yfirnefndar gegn atkvæðum selj- enda kr. 1.37 frá og með 6. nóv. til og með 15. nóv. og kr. 1.20 frá og með 16. nóv. til áramóta. Fer hér á eftir yfirlit mn það hversu mik- ið síldarmagn var móttekið til bræðslu á hverju verði fyrir sig: 12/5 —31/5 28.400 tonn á kr. 1.15 pr. kg. 1/6 — 9/6 24.100 „ „ „ 1.34 „ „ 10/6 —30/9 352.353 „ „ „ 1.71 „ „ 1/10—15/11 145.572 „ „ „ 1.37 „ „ 16/11—31/12 60.552 „ „ „ 1.20 „ „ 610.977 tonn*) STYRKLEIKAHLUTFÖLL ÍSLENZKU OG NORSKU SfLDARINNAR í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar, tmdirritaðri 10. april s.l. af Jakob Jakobs- syni, segir svo m. a.: „Styrkleikahlutföll norsku og islenzku síldarinnar í aflanum norðanlands og austan 1966 voru í beinu framhaldi þeirrar þróunar, sem hófst eftir 1962. Hlutur íslenzku síldar- innar minnkaði enn og var nú aðeins 3%, en 97% aflans var síld af norskum uppruna. Ár: lsl. síld: Norsk síld: 1962 53% 47% 1963 29% 71% 1964 13% 87% 1965 6,5% 93,5% 1966 3% 97% Rannsóknir okkar á stærð íslenzku síldar- stofnanna benda eindregið til þess, að þeir hafi enn rýmað og má því öruggt telja, að 1967 verði svo til öll síld, sem veiðist norð- anlands og austan, norsk síld.“ ÞÁTTTAKA f VEIÐUNUM Alls tóku þátt í veiðunum 186 skip á móti 210 skipum 1965. Auk þess voru 19 skip á síldveiðum, sem eingöngu stunduðu veiðar við Suðurland. Alls stunduðu þvi síldveiðar 205 skip, þar af lönduðu 57 skip á báðum stöðum. HEILDARSÍLDVEIÐIN Hér er talin síld sem landað var á höfn- um frá Bolungavík norður rnn land til Djúpa- vogs og bræðslusíld flutt með m/s Síldinni til Reykjavikur. Síld flutt í veiðiskipunmn til *) Um 5.300 tonnum af þessari síld var landað beint úr veiðiskipunum sunnanlands og vestan. Af- sláttur var gefinn á um 77.568 tonnum, sem landað var beint í flutningaskip, kr. 0,22 pr. kíló.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.