Ægir - 01.05.1967, Qupperneq 10
140
Æ GIR
var verðið á lýsinu áætlað £ 70-10-0 fyrir
tonnið cif og á mjölinu var verðið áætlað 19
shillingar og 6 pence fyrir proteineiningu í
1000 kg af mjöli cif.
Þegar kom fram á sumarið tók svo að segja
alveg fyrir sölur á síldarlýsi þar til í miðj-
um ágúst, að seld voru 10—12 þúsund tonn
á £ 60 til 61 tonnið cif. f september féll verð-
ið niður í £ 51-10-0 og í október niður í
£ 50-0-0.
Verðfallið var talið stafa af aukinni lýsis-
framleiðslu í Perú, Noregi, Danmörku, fs-
landi og fleiri löndum og af miklu og skipu-
lagslausu framboði Perúmanna á sílækkandi
verði.
Síðari hluta októbennánaðar var sjáanlegt,
að framhald á hinni gífurlegu framleiðslu að-
alfiskveiðiþjóðanna, Perúmanna og Norð-
manna, á lýsi og einnig á fiskmjöli myndi
valda algjöru verðhruni á þessum afurðum
á heimsmarkaðnum. Verð á lýsi var þá fallið
frá því í miðjum fehrúar 1966 um 371/2 %
og mjölverðið um nærri 25%. (Verðfallið
frá því verði sem lagt hafði verið til grund-
vallar bræðslusíldarverðinu frá 10. júni til
30. september nam um 29% á lýsinu og
15% á mjölverðinu).
Þegar svona var komið ákváðu Norðmenn
að banna vinnslu á sild og makríl til bræðslu
í Noregi frá byrjun nóvember til ársloka,
enda voru þá flestar þrær og geymslur hjá
þeim fullar.
í Perú skall á verkfall vegna ágreinings
um hráefnisverð í byrjun nóvember. Var
ekki vitað í byrjun, hvort stöðvun veiðanna
þar myndi verða langvinn.
Gifurlegar birgðir voru af fiskmjöli í Perú
eða yfir 400 þús. tonn og Norðmenn áttu og
miklar birgðir síldarmjöls. Þá áttu lýsiskaup-
endur einnig miklar lýsisbirgðir.
Veiðistöðvanir Norðmanna og Perú-
manna, ásamt minni framleiðslu í USA
af sojabaunum en vænzt hafði verið,
urðu til þess, að verðfall afurðanna stöðvað-
ist, en vegna hinna miklu birgða hækkaði
verðið ekki fyrst í stað, en upp úr 20. nóv-
ember, þegar séð varð að stöðvunin á veið-
unum í Perú mjmdi standa lengur en búizt
hafði verið við, hækkaði lýsisverðið smám
saman úr um £ 50-0-0 tonnið cif upp í 65-0-0
10.—13. desember, en stóð þó ekki í því
verði nema 3—4 daga. Um miðjan desem-
ber hófu Perúmenn veiðar að nýju og féll
þá verðið á lýsinu á nokkrum dögum um ná-
lægt £ 15-0-0 tonnið cif, en hækkaði síðan
aftur um nokkur sterlingspund, en lækkaði
í marzmánuði 1967 niður í um £50-0-0 pr.
tonn cif.
Verð á síldarmjöli bækkaði aftur úr 16
sb. og 6 pence proteineiningin í tonni cif, sem
það hafði fallið niður í, uppí 16/9 til 17 sh.
og 3 pence í desember. í marzlok 1967 var
verðið um 16 sh. og 6 pence proteineiningin
í tonni.
Síldarverksmiðjum ríkisins tókst að selja
miklar birgðir af síldarlýsi og talsverðar
birgðir af síldamijöli á þeim skammvinna
tíma, sem þessi liækkun afurðaverðsins var-
aði og bætti það hag S.R. um rúmlega 30
milljónir króna, miðað við það lága verð,
sem verið hafði í októbermánuði og fyrri
hluta nóvembermánaðar og varð síðar, þegar
verðfallið skall yfir á ný.
AFKOMA VEKSMIÐJANNA
Á árinu 1965 var hagnaður S.R. kr.
8.391.968,00 og höfðu þá verið færðar til
gjalda fyrningar kr. 31.150.258,00 en á ár-
inu 1966 skortir skv. bráðabirgða rekstrar-
yfirlit um kr. 23.000.000,00 til þess að hægt
sé að standa straum af fyrningum á verk-
smiðjum S.R. og m/s Haferninum, þvi að
aðeins eru fyrir hendi um 15 milljónir króna
upp í 38 milljóna króna fymingar.
Þótt bræðslusíldaraflinn væri árið 1966
um 66 þúsund tonnum meiri en árinu áður
og nýting hráefnisins betri þá urðu síldar-
verksmiðjurnar flestar samt fyrir miklu tapi.
Stafaði tapið fvrst og fremst af hinu gífur-
lega verðfalli á síldarlýsi og síldarmjöli og
að hráefnisverðið var miðað við miklu hærra
afurðaverð en afurðirnar seldust fyrir, hrá-
efnið dreifðist á fleiri verksmiðjur og kaup-
gjald og annar kostnaður fór vaxandi.