Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1967, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.1967, Blaðsíða 14
144 Æ GIR Lög um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins Lög þessi voru samþykkt á síðasta Alþingi og eru preniaSar hér méS þœr athugasemdir, er fylgdu frum- varpinu og fylgiskjal um aSgerSir til endurskipulagn- ingar hraSfrystiiSnaSarins. 1. gr. Á árinu 1967 er rikisstjórninni heimilt að greiða sem svarar 8% viðbót við það lágmarksverð á fersk- fiski öðrum en sild og loðnu, sem Verðlagsráð sjávar- útvegsins og yfirnefnd þess ákveða. Skal viðbótin skiptast þannig, að 5% greiðist mánuðina marz og april, en 11% aðra mánuði ársins. 2. gr. Til þess að standa straum af greiðslu þeirrar við- bótar við fiskverðið, sem heimiluð er í 1. gr. þessara laga, er rikisstjórninni heimilt að lækka greiðslur til verklegra framkvæmda og framlag til verklegra fram- kvæmda annarra aðila á fjárlögum ársins 1967 um 10%. Þá er rikisstjórninni einnig heimilt að lækka greiðslur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 1966 um 20 millj. kr. frá þvi, sem ákveðið er í 16. gr. laga nr. 51 10. júní 1964, um tekjustofna sveitar- félaga, með þeirri breytingu, sem ákveðin var með lögum nr. 67 23. des. 1964, um breytingu á lögum nr. 51 10. júni 1964, um tekjustofna sveitarfélaga. 3. gr. Á árinu 1967 er rikisstjóminni heimilt að verja 20 millj. kr. til þess að greiða fiskseljendum verðbætur á linu- og handfærafisk. Þessar greiðslur koma til skipta á milli sjómanna og útgerðarmanna samkvæmt samningum um hlutaskipti. 4. gr. Heimilt er að greiða viðbótarbætur á línufisk, veiddan á tímabilinu frá 1. október til 31. desember 1966, umfram þá 25 aura á kíló, sem ákveðið var með lögum nr. 16 16. april 1966, að rikissjóður skyldi greiða. Heildarverðbætur á línu- og handfærafisk á árinu 1966 skulu þó ekki fara fram úr 20 millj. kr. 5. gr. Stjórn Aflatryggingasjóðs er heimilt að ákveða, að bætur til togara úr sjóðnum vegna aflabrests 1966 skuli miðast við úthaldstima þeirra á þvi nri, svo og að setja um þelta nánari reglur með samþykkt sjáv- árútvegsmálaráðherra. 6. gr. Stofna skal sjóð, er hafi það hlutverk að greiða verðbætur vegna verðfalls á frystum fiskafurðum, sem framleiddar eru á árinu 1967, öðrum en sildar- og loðnuafurðum, svo sem fyrir er mælt í 7. gr. Rikissjóður greiði til sjóðsins 140 millj. kr. af greiðsluafgangi ársins 1966. Verði innstæða í sjóðn- um eftir reikningslok, skal því fé ráðstafað sem stofn- fjárframlagi til verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, enda hafi þá verið sett lög um slíkan sjóð. Ella rennur innstæða þessi í ríkissjóð. Ríkissjóður ábyrgist, að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar þær, sem á hann eru lagðar í 7. gr. 7. gr. Sjóður sá, sem um ræðir í 6. gr., greiðir verðbætur á frystar fiskafurðir, framleiddar á árinu 1967, aðrar en sildar- og loðnuafurðir. Verðbætur þessar skulu nema 55% af verðlækkun, er verða kann miðað við verðlag, er fékkst fyrir sömu framleiðslu á árinu 1966. Verði verðfall á árinu 1967, er nemi meiru en 5% miðað við verðlag 1966, skulu verðbæturnar hækka til viðbótar um 2% af heildarverðlækkuninni fyrir hvert 1%, sem verðlag lækkar umfram 5%. Greiðsla verðbóta skal þó aldrei vera hærri en 75% af verðlækkun. Skipta skal freðfiskframleiðslunni í nokkra megin- flokka eftir fisktegundum, og skulu verðbætur reikn- aðar af hverjum flokki fyrir sig. Um framkvæmd á greiðslum úr sjóðnum fer að öðru leyti eftir reglum, er sjávarútvegsmálaráðherra setur. 8. gr. Rikissjóður leggur fram 50 millj. kr. á árinu 1967, er verja skal til framleiðniaukningar frystihúsa og annarra endurbóta i framleiðslu frystra fiskafurða. Seðlabanki Islands úthlutar fé þessu til tiltekinna framkvæmda i samráði við Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands eftir reglum, sem sjávarútvegs- málaráðherra setur. 9. gr. Á árinu 1967 heimilnst að gieiða úr ríkissjóði 10 millj. kr. til verðbóta á útfluttar skreiðarafurðii- eða útfluttar afurðir af öðrum fiski en sild og loðnu eftir reglum, sem sjávarútvegsmálaráðherra setur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.